Bjarmi - 01.05.1996, Síða 10
Allir hafa syndgað
Pegar augum er beint að ákveðnum veikleika, ákveðinni
synd og falli er mjðg mikilvægt að við gerum okkur grein
fyrir að öll erum við breysk og höfum brugðist. Enginn
getur stigið fram og sagt sig betri í augum Guð en náung-
inn. Syndin hefur smitast til allra manna og birtist á
misjafnan hátt. Það á einnig við í lífi kristins manns.
Munurinn á kristnum og öðrum er að honum hefur verið
fyrirgefið og heilagur andi hjálpar honum að snúa sér frá
syndinni og forðast syndugt lífemi. Ekki er það vegna þess
að hann sé betri en aðrir eða eigi eitthvað gott skilið.
Honum er fyrirgefið vegna kærleika Guðs sem sjálfur
hefur tekið á sig skömm, sekt og dóm syndugs manns.
Fyrirgefning Guðs stendur öllum til boða. Munurinn á
þeim sem er Guðs og er það ekki er sá að hinn fyrrnefndi
hefur þegið það sem stendur til boða.
Sá yðar sem syndlaus er...
Á sviði kynlífsins eru margar hættur og freistingar og
breyskleiki mannsins mikill. Á sviði kynlífsins getur
heldur enginn stigið fram og sagt: „Hér er minn ferill
hreinn og óflekkaður í hugsunum, orðum og verkum."
Afstaða kristins manns til bróður eða systur sem hefur
syndgað hlýtur að eiga að vera kærleiksrík þrá eftir að sjá
viðkomandi snúa sér í iðrun til hans sem fyrirgefur.
Vandi er að greina ranga breytni frá einstakl
ingnum sem persónu og að sýna kærleika og
umhyggju í garð hans án þess að leggja
blessun sína yfir athafnir hans. Jesús
talaði gegn siðleysi af slíkum krafti að
hann hætti lífi sínu. Þegar komið var
með hórseku konuna til hans sagði
hann henni að breyta lífsstíl sínum á
jafn ákveðinn hátt og hann sendi
ásakendur hennar i burtu með
skömm þegar hann sagðist heldur ekki
sakfella hana. Jesús elskaði hana án
skilyrða. Fyrir honum var hluttekning ekki
andstaða alvarlegrar áminningar. „Far þú og syndga
ekki framar“ (Jóh. 8:1-11). Kærleikurinn leggur ekki
blessun sína yfir syndina heldur kallar á breytt líferni.
Hvað ræður ákvörðun okkar?
Siðgæðismat Vesturlanda hefur að miklu leyti hvílt á
gyðing-kristinni hefð. Hefðin hefur áhrif á afstöðu okkar
og mat á hvað sé rétt og rangt. Sumir vilja afskrifa þennan
arf vegna þess hve gamall hann er. Sú afstaða hefur komið
skýrt fram í umræðunni um samkynhneigð. Kristnir menn
eru sannfærðir um að kristið siðferði sé rétt og samkvæmt
opinberuðum vilja Guðs. Allir vísa til Bibllunnar, þó ekki
á sama hátt. Biblían er ekki einungis uppsláttarrit um
siðferðilega breytni. Hún er segir okkur af afskiptum Guðs
af manninum. Hún kennir hvernig Guð er og hvernig
maðurinn á að vera. Síðan bendir hún á hvernig okkur ber
að lifa í ljósi þess. Mikið er um siðfræði í Biblíunni og
kemur hún yfirleitt fram sem viðbrögð við ákveðnum
aðstæðum eða sem hluti af heildarstefnu i siðferði kristins
manns.
Keppið eftir kærleikanum
Samkynhneigð er erfitt og viðkvæmt viðfangsefni en engu
að síður mikilvægt enda snertir hún djúpar tilfinningar í lífi
samkynhneigðra og þeirra nánustu. Margir sem hafa slíka
hneigð eiga við vanda að stríða og þarfnast skilnings og
umhyggju. Sumir þjást vegna mikils einmanaleika og
höfnunar og bera í hjarta sér, eins og aðrir, löngun eftir að
vera elskaðir og viðurkenndir eins og þeir eru. Sambönd
þeirra eru fremur en önnur viðkvæm, brothætt og háð
breytingum, vonbrigðin tíðari og örvæntingin dýpri.15
Kristin kirkja hefur því miður ekki alltaf unnið mark-
visst að því að koma til móts við samkynhneigða, veita
þeim öryggi og stuðning né unnið gegn andúð, fyrirlitningu
og fordómum í garð fólks vegna kynhneigðar þess.
Kristin kirkja og kristin samfélög þurfa að vera opin,
einlæg, hlý og skilningsrík
i garð þeirra sem
stuðning og mætt
opnum örmum. Margir
í samfélaginu munu, þó fyrirliggjandi
frumvarp verði að lögum, halda áfram að
fyrirlíta samkynhneigða, hafna þeim, gera grln og fíflast
með einlægar og djúpar tilfinningar þeirra. Kirkja Krists er
kölluð til að miskunna, hjálpa og elska.
Kristinn og samkynhneigður?
í blaðaskrifum undanfarnar vikur hefur verið fjallað um