Bjarmi - 01.05.1996, Page 11
BROTIÐ TIL MERGJAR
möguleikann á að fólk geti hætt að vera samkynhneigt. Til
eru þeir sem afneita því algjörlega að það sé unnt og hins
vegar þeir sem telja að lítið þurfi til nema viljann. Fagfólk
hefur bent á að viljinn sé grundvallaratriði og án hans sé
lítið unnt að gera. Eins virðist erfiðara að eiga við
vandann er aldurinn færist yfir. Kristið fólk getur leitað sér
jafnt andlegrar sem faglegrar hjálpar. John White geð-
læknir minnir á að trú okkar á allaf að vera á Guði, ekki
manninum. Guð er upphaf allrar hjálpar. Hjálp sálfræð-
inga og geðlækna er aðeins í þeim mæli sem þeir hafa
uppgötvað lögmál Guðs og beita þeim af skynsemi.16
Þó nokkur dæmi eru um fólk sem hefur rept það að
kynhneigð þess hefur breyst. Hefur það bæði gerst með
faglegri aðstoð yfir lengri líma og eins eru dæmi um að
kynhneigðin hafi breyst á skammri stundu fyrir verk heilags
anda.17 Þeir sem ekki trúa að slíkt geti gerst munu að
sjálfsögðu ekki vera tilbúnir að fallast á það. Einstaklingar
geta fengið hjálp á þessu sviði en sú hjálp mun alls ekki
alltaf leiða til að viðkomandi breytist, þ.e. að hann losni við
sjálfa hneigðina þrátt fyrir að hvorki skorti trú né vilja.
Viðkomandi þarf þá að læra að lifa með hneigð sinni.18
Að breyta hegðun sinni
Sigur yfir synd er ekkert auðvelt mál, ekki heldur í lífi
gagnkynhneigðra. Kristið, samkynheigt fólk sem vill fylgja
orðum Biblíunnar er kallað til að lifa skirlifi. Það þarf á
sálgæslu og traustum vinum að halda. Guð hefur ekki
lofað algjöru frelsi frá þjáningu, sorg og einmanaleika
meðan við lifum hér á jörð. En hann hefur heitið styrk og
huggun og að vera með í þjáningunni, sorginni og einmana-
leikanum.
Lokaorð
Kristið fólk verður að spyrja sjálft sig hvað veldur höfnun
á samlífi samkynhneigðra. Eru það tilfinningaleg viðbrögð
við sérkennum minnihlutahóps eða er afstaðan tekin af
yfirvegun trúar og skynsemi? Siðferðilega afstöðu má ekki
byggja á tilfinningum t.d. því einu að bjóða við kynlífi
samkynhneigðra.
Allir menn eru skapaðir af Guði. Kristnu fólki ber að
meta, virða og bera umhyggju fyrir öllum, óháð stöðu,
menntun, búsetu, litarhætti og kynhneigð. Jafnframt er
nauðsynlegt að hafa hugfast að öll erum við fædd inn í
brotinn heim þar sem eyðileggjandi máttur sækir á líf
okkar í samfélaginu og náttúrunni. Allir hafa brugðist
skapara sínum. Guð mætir manninum i náð sinni og með
fyrirgefningu sem stendur öllum til boða i Jesú Kristi.
Leiðsögn Bibliunnar á sviði siðgæðis er okkur gefin til að
vinna að því sem gott er og gegn því sem illt er í lífi okkar
sem einstaklinga og í samfélagi manna.
Hvergi í Biblíunni eru einstaklingar dæmdir fyrir að
dragast að sama kyni en kynlífi þeirra er hafnað. Biblían
Kristiðjólk verður að spyrja sjáljt sig hwð
vetóur hö/nun á samlíji samkyúnágðra. Eru
Ipað fil/ínningaleg viðhrögð við sérkennum
minnihlutahóps eða er afstaðan tekin aj
)/irvegun frúar og skynsemi?
ber að einhverju leyti merki þeirra manna sem færðu hana
í letur og þar með samtíð þeirra. Grunnhugsun hennar er
hafin yfir strauma, stefnur og tíðaranda. Sú hugsun byggir
á sköpunarvilja Guðs sem ætlað hefur kynlífinu farveg
innan hjónabands karls og konu. Kærleikurinn getur ekki
lokað augunum fyrir því.
1 Skýrsla nefndar um málefni samkynhneigöra.1994.
Reykjavík.
2 Sama rit; 26-29.
3 Alþingi. 1995-1996. Frumvarp til laga um staöfesta
samvist.
4 Avslörende om homofili, leiöari í Dagen, 23. mars
1996.
5 Knox, E.G., MacArthur, C., Simons, K.J. 1993.
Sexual Behaviour and AIDS in Britain. HMSO.
6 Gumbel, Nicky. 1995. Searching Issues. Eastbourne;
77-78.
7 White, John. 1986. Eros Defiled, The problem of
sexual guilt. Leicester;111.
8 Gumbel, Nicky; 81-84.
9 Nelson, James B. 1978. Embodiment. Minneapolis.
10 Geisler, Norman L. 1991. Christian Ethics.
Minneapolis
11 Field, David. 1988. Homosexuality. What does the
Bible say? Leicester; 15
12 C. S. Lewis. 1994. The Inspirational Writings of C. S.
Lewis, The four loves. New York; 244-261
13 Field, David; 15-16
14 „Embættismenn segja eins og aular að við megum
ekki eiga börn!“ (Viðtal viö Margréti Pálu Ólafsdóttur,
formann Samtakanna 78). HP 18. janúar 1996.
15 White, John; 118.
16 Sama rit; 135-136
17 Gumbel, Nicky; 87-89
18 Davidson, Axel. 1977. The Returns of Love, A
Christian View of Homosexuality. Illinois. (Bókin er
lýsing höfundar á eigin baráttu viö samkynhneigð og
löngun hans aö hlýöa vilja Guös). Einnig er vert aö
benda á tilvist Exodus-hreyfingarinnar sem eru
samtök fyrrum samkynhneigðra.
Ath! Ljósmyndir með greininni
eru sviðsettar fyrir Bjarma.