Bjarmi - 01.05.1996, Síða 15
I BRENNIDEPLI
unarleg eining. Aðild að henni mun byggjast á skirn og
skráningu. Þá verður orðið um að ræða frjálst trúfélag."
Jakob lýsir áhyggjum sínum af því að KFUM og KFUK eigi
eftir að verða að Fríkirkju. Það muni hafa afdrifaríkar
afleiðingar í fðr með sér að missa það fólk úr þjóðkirkj-
unni sem hann segir vera dýpra trúarlega snortið en kjarn-
inn í kirkjunni.
Um eitt eru allir viðmælendur okkar sammála. Þegar
kemur að því að undirbúa aðskilnað á kirkjan að taka þátt
í þeim undirbúningi. Séra Ragnar segir að þrátt fyrir að
hann sé á móti aðskilnaði, enda hljóti hann að leiða til
mikillar prestafækkunar, þá finnist honum sjálfsagt að
kirkjan taki þátt í umræðum um slíkt. Hafliði tekur undir
það og segir: „Því fyrr sem kirkjan áttar sig á því að hún
hefur tækifæri til að stýra þessum aðskilnaði þá á hún að
nota það. Það er auðveldara að segja upp og fara með
reisn, en að þurfa að láta reka sig.“
Þegar kirkjan stendur á tímamótum eins og nú, er
nauðsynlegt að hún staldri við áður en lengra verður hald-
ið. Framundan eru hátíðahöld vegna 1000 ára afmælis
kristnitöku á landinu. Eru menn sáttir við stöðu kirkj-
unnar á þessum tímamótum? ,Já, að mörgu leyti er ég
það. í þau 40 ár sem ég hef verið prestur hefur aldrei verið
þar blómlegra starf en nú. Auðvitað eru nýleg áföll sorgleg
en það er ekki hægt að kenna kirkjunni um allt í
því sambandi," segir Ragnar Fjalar. Hjalti getur
ekki sagst vera sáttur. „Það sem ég vil fyrst og
fremst sjá breytast er að kirkjunnar fólk í landinu
komi saman og marki sér stefnu til framtíðar.
Hvert beinast hugsjónir okkar, væntingar og
þrár? Við þurfum í allri
okkar fjölbreytni að ganga
svolítið baráttuglöð í átt til
aldamóta."
„Nei, ég er ekki sáttur
við stöðu kirkjunnar. Ég er
það ekki heldur fyrir hönd
þjóðkirkjunnar. Hún þarf
að vera kirkja þar sem trú-
in virkar, ekki bara stofn-
un embættismanna. Hún
þarf einhvern sem er líkur
Lúther. Hún þarf endur-
nýjun. Hún þarf að eignast
lifandi trúarreynslu og þau
tækifæri hefur hún fengið,
t.d. með náðargjafavakn-
ingunni fyrir mörgum ár-
um. Áhrif hennar eru enn
til staðar," segir Hafliði.
Séra Jakob Ágúst er
þungur á brún þegar hann
segir: „Ég er mjög ósáttur
við stöðu þjóðkirkjunnar.
Það er ekki nægilega mikið
andlegt líf í kirkjunni. Að
mínu mati er jafnmikil
óreiða á hinum andlegu
þáttum kirkjunnar og
skipulagi hennar. Þetta
getur stafað af því að
fræðslan og boðunin er
ekki nógu góð. Auk þess
'm,
$
Ww
Hafliði Kristjánsson:
„Það verður kirkjunni til lífs
þegar hún fer að huga að
sínu innra starfi í auknum
mæli og þarf að hafa svolítið
meira fyrir því. Kirkjan þarf
líka að leggja aukna áherslu
á boðun prestanna og
trúarreynslu þeirra."
eru kenniteikn þau sem
Lúther talar um og eiga að einkenna kirkjuna, allt of dauf.
Kirkjan einkennist ekki af þeim þáttum sem eiga að
einkenna hana,“ segir Jakob og er að tala um hluti eins og
altarissakramentið, bænina, lofgjörðina og Orðið. Hann
hefur áhyggjur af þeim deilum sem verið hafa innan
kirkjunnar. „Það ætti að vera búið að skipa málum þannig
að vitað væri hvernig ætti að taka á því ef tveir prestar
deila. Nú er ekki lengur hægt að víkja presti nema hann
geri sig sekan gagnvart lögum þó svo að hann lifi óábyrgu
og ósiðlegu líferni, sé drykkjubolti og á kvennafari. Það
þarf að herða siðareglur presta.“
Jakob er þeirrar skoðunar að hirðisstarfið i kirkjunni sé í
lágmarki og það sé að hluta til áslæða vandræðanna sem
kirkjan á í. „Það ætti að aðskilja hirðis- og framkvæmda-
stjórastarfið í kirkjunni. Þá yrði til embætti ráðsmanna
kirkjunnar sem hefðu með rekstrarmálin að gera. Hins
vegar væri svo biskupinn og prestarnir sem ættu að vera
leiðtogar og hirðar.“
15