Bjarmi - 01.05.1996, Síða 17
MENNING OG LISTIR
Dauðamaður nálgast
Kvikmynd um glæp og refsingu, kærleika og fyrirgefningu
Háskólabíó í Reykjavík sýndi nýlega bandarísku kvikmyndina „Dead Man Walking" eða Dauðamaður
nálgast eins og hún hefur verið kölluð á íslensku. Leiksljóri og handritshöfundur er Tim Robbins, en hann
byggir handritið á samnefndri bók eftir rómversk-kaþólsku nunnuna Helen Prejean. í bókinni greinir
hún frá starfi sínu sem andlegur ráðgjafi og sálusorgari dauðadæmdra fanga í Louisianafylki. Hún segir m.a. frá
kynnum sínum af fyrstu tveim föngunum. Öðrum þeirra, Patrick Sonnier, sem var dæmdur fyrir morð á tveim
ungmennum, lýsir hún rn.a sem iðrandi og angistarfullum en hinum, Robert Willy, sem forhertum og
fráhrindandi. f handrilinu að kvikmyndinni bjó Tim Robbins lil eina persónu úr þessum tveim mönnum
þannig að fanginn dauðadæmdi, Matthew Poncelet, ber cinkenni frá þeirn báðum.
Aðalhlutverkin í kvikmyndinni eru í höndum Susan
Sarandon, sem leikur nunnuna, og Sean Penn, sem leikur
fangann. Þau sýna bæði snilldarleik enda voru þau bæði
tilnefnd til Óskarsverðlauna og Sarandon var að lokum
valin besta leikkonan í aðalhlutverki. Þá var Tim Robbins
tilnefndur sem besti leikstjórinn og Bruce Springsteen fyrir
besta lagið en hann samdi titillag myndarinnar. Að öðru
leyti samdi David Robbins tónlist við myndina.
Kvikmyndin fæst við margar áleitnar spruningar. Hún
fjallar um glæp, réttlæti, refsingu og réttmæti dauðarefs-
ingar. Hún tekur á málum eins og hatri og kærleika,
forherðingu og iðrun, möguleika fyrirgefningar og frið-
þægingar og trú og angist andspænis dauðanum.
Efni myndarinnar
Kvikmyndin greinir frá nunnu, Helen Prejean, sem sinnir
hjálparstarfi meðal svertingja í fátækrahverfi í Lousiana. í
upphafi myndarinnar fær hún í hendur bréf frá dauða-
dæmdum fanga, Matthew Poncelet, sem bíður þess í
ríkisfangelsinu að dóminum verði fullnægt. Hann óskar
þess í bréfinu að verða heimsóttur í fangelsið. Nunnan
hefur aldrei áður kynnst lífinu innan fangelsismúranna en
tekur hvatningunni og heldur út í óvissuna, bjartsýn og
óörugg i senn. Áhorfandinn fær það á tilfinninguna að
hún sé sannfærð um að kærleikurinn geti yfirunnið allar
hindranir í lífinu en um leið er hún óttaslegin að mæta
þeim öflum sem geta leitt til nauðgunar, grófs ofbeldis og
morðs. Matthew Poncelet er dæmdur til dauða fyrir að
hafa átt þátt i að ráðast á, nauðga og myrða tvö ungmenni
sem áttu stefnumól úti i skógi. Sá meðseki hafði sloppið
við dauðarefsingu og er gefið í skyn að það hafi verið
vegna þess að hann hafði ráð á betrj verjanda.
Þegar Helen kemur í fangelsið og hittir Matthew býr
enn von í brjóst hans um að unnt sé að fá dauðadóminum
breytt í lífstíðarfangelsi og hann ætlar sér fyrst og fremst að
notfæra sér hana í þeirri baráttu. Hún tekur það að sér og
útvegar honum lögfræðing en reynir jafnframt að komast
undir harða skelina á þessum forherta glæpamanni.
Framan af virðist það ekki ætla að bera mikinn árangur.
En eftir því sem hvert hálmstráið á fætur öðru verður að
engu varðandi breytingu á dauðadóminum brotnar skelin
, , , Sean Penn og Susan
og þessar tvær oliku personur taka að nalgast hvor aðra. A Sarandon í hlutverkum
sama tima snúast þeir sem eru í kringum Helen, bæði sínum í myndinni „Dead
man walking."
17