Bjarmi - 01.05.1996, Side 18
foreldrar ungmennanna sem voru myrt og ýmsir aðrir,
gegn henni fyrir það að hún skuli eyða kröftum sínum á
„ófreskju“ sem virðist aðeins ætla að notfæra sér hana
sjálfum sér í hag.
Helen fær að reyna það að kærleikur hennar nær ekki
að umfaðma allt og að hann veldur sundurþykki og hatri,
angist og þjáningu. En hún gefst ekki upp. Barátta hennar
snýst um að fá forhertan fangann til að horfast í augu við
sjálfan sig og gjörðir sínar, taka afleiðingunum af þeim og
skilja að hann þarfnast fyrirgefningar. Aftur og aftur lætur
hún hann rifja upp og íhuga það sem gerðist kvöldið sem
óhæfuverkið var framið og fær hann að lokum til að velja
milli þess að viðurkenna sekt sína eða að halda fast í
grímuna sem hann hafði komið sér upp, hatrið og bitur-
leikann. Lausnin er fólgin í orðum Jesú: „Sannleikurinn
Paö kann að vera þverstœðukennt að
fagnakrerindið um kœrleika ogfyrirgefningu
syndanna skuli hljóma í kvi kmynd semfjallar
um hrottafenginn glcep. Sú tr þó raunin.
Kvikmyndin byggir á bók
eftir Helen Prejean,
rómversk-kaþólska
nunnu. Hún starfar sem
sálusorgari dauöa-
dæmdra fanga í
Louisianafylki í
Bandaríkjunum.
mun gjöra yður frjálsa“ (Jóh. 8:32). Sá sem sér ekki synd
sína og iðrast fyrir Guði og mönnum getur ekki þegið
fyrirgefningu. Það á bæði við um dauðadæmda fangann,
foreldra ungmennanna sem voru drepin á hrottafenginn
hátt og alla aðra.
Boðskapur myndarinnar
Dauðamaður nálgast er vönduð og áhrifamikil kvikmynd.
Styrkur hennar er m.a. fólginn í því að fjalla um erfitt efni
af nærgætni og alvöru án þess að verða væmin eða leita
ódýrra lausna. Glíman við lífið og dauðann verður heldur
aldrei auðveld eða einföld. Það er einnig styrkur myndar-
innar að hún tekur ekki afstöðu með eða á móti aðal-
persónunum heldur leiðir þær fram á sjónarsviðið og
lætur áhorfandanum eftir að hugleiða samskipti þeirra,
aðstæður og örlög. Dregin er upp mynd af mannlegum
styrk og veikleika, hatri og kærleika, angisl, trú og efa.
Glímt er við spurningar um mennsku og manngildi, bæði
sekra og saklausra, réttmæti manndráps, hvort sem um er
að ræða hrottalegt morð eða opinbera aftöku, og fyrirgefn-
inguna, hvort hún sé möguleg þegar um grimmdarverk er
að ræða eða einstakling sem virðist vera forhertur óþokki.
Vakið er til umhugsunar um alvöru lifs og dauða þar sem
fanginn dauðadæmdi þarf bæði að horfast i augu við
afleiðingar gjörða sinna og yfirvofandi dauða sinn. Þá eru
hugtök eins og réttlæti, endurgjald og friðþæging tekin til
umfjöllunar.
18