Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1996, Side 20

Bjarmi - 01.05.1996, Side 20
MENNING OG LISTIR Með hjálp hans geta draumarnir rœst Viðtal við Guðrúnu Asmundsdóttur, leikkonu Sem umsjónarmaður lista- og menningardálks Bjarma fannst mér mikilvægt að líta á uppfærslu Vegarins á leikritinu: „Ég hef séð Drottin,” eftir Guðrúnu Ásmunds- dóttur. Sýningin var byggð á píslarsögu Jesú Krists og var sérstök áhersla lögð á Maríu Magdalenu sem sjónarvott að atburðunum og á heimili Maríu, Mörtu og Lasarusar í Betaníu. Fjörtíu og fimm manns tóku þátt í uppfærslunni. í hópnum voru leikarar, tónlistarfólk, ljósa- og tæknimenn. Leikritið var sýnt tvívegis fyrir fullu húsi, á föstudaginn langa og páskadag, og var þess vegna aukasýning á þriðjudaginn þar á eftir. Hér var um vel heppnaða sýningu að ræða, þar sem tónlist gegndi stóru hlutverki. í framhaldi af sýningunni langaði mig að ræða við Guðrúnu um tilurð verksins og eins um möguleika leikhússins sem aðferð við kristna boðun. Ég hringdi í hana og bar upp erindið, hún tók mér vel og í sameiningu fundum við tíma. Á þriðjudagseftirmiðdegi hittum við Haraldur Guðjónsson ljósmyndari brosandi konu í hlýlegu umhverfi. Ég hef séð Drottin Guðrún fékk fyrir nokkrum árum hringingu frá forstöðumanni Hvítasunnusafnaðarins. Honum þótti leitt að jólasveinninn væri búinn að stela jólunum frá börnunum og bað Guðrúnu um að setja upp leikrit sem sýndi hina sönnu jólagleði. Hvítasunnumenn hafa boðið skólabörnum árlega á þessa sýningu sem heitir ,Jólasaga“ og er þetta hluti af kristniboði þeirra og hefur það verið vel heppnað í alla staði. í framhaldi fékk Guðrún hringingu frá forstöðumanni Vegarins, hann segir henni að þar séu nokkur sem vilji endilega setja upp leikrit og spyr hvort hún geti hjálpað. Guð- rúnu leist illa á þetta vegna mikilla anna, en: „Ég fann að þetta var eitthvað sem Guð vildi þrátt fyrir að það væri fáranlegt. Við höfðum ekki nema mánuð og við áttum eftir að gera handritið. En svo komu hérna tvær stelpur ungar, voðalega skemmtilegar og sætar, þetta var ekkert mál fyrir þeim, það þurfti ekkert að setja sig í stellingar, átti ekki bara að semja handrit? Svo sat ég uppi í vinnu- herberginu mínu og þuldi, önnur var við tölvuna, hin sat með Biblíuna svo við færum örugglega rélt með textann. Handritið var tilbúið eftir viku. Þá var byrjað að vinna. Nú á allt eftir að rekast á, hugsaði ég, ég er að æfa aðalhlutverk í Borgarleikhúsinu, ég er að leika í Kennslustundinni og er leikhúsrotta á morgn- ana, en þetta tókst. Það er ég alveg klár á að það var Guðs vilji að ég hefði svona mikið að gera, því að ef ég hefði ekki haft svona mikið að gera þá hefði ég farið fram á allt of mikla vinnu af þeim og síðan hefði ég gefið sjálfri mér dýrðina." Nú vildi gesturinn vita meira um undir- búninginn. „Æfingar hófust aldrei án þess að beðið væri fyrst enda vissum við það að ef að heil- agur andi Jesú Krists væri ekki með okkur þá yrði þetta bara vindhögg, þetta yrði bara einhver vitleysa. Að láta trúað fólk leika þetta gaf þessu sérstaka vídd. Þetta var fyrir þeim hið innsta hjartans mál og þá kom hið sanna, hið rétta fram. Eins og þessi strákur sem lék Jesú, hann hafði einhverja heiðríkju í and- litinu, svo útskýrði maður fyrir honum hvað Jesús væri að hugsa við ákveðið tilefni og þá lék hann þetta svo vel. Það var vegna þess að kærleikur hans til Jesú gaf þessu öllu svo mikinn lit og svo hugsaði ég: Hvaðan kemur svona ung- menni með eitthvað svo fallegt og lýrískt við sig? Ég spurði því: „Hvað gerir þú?“ „Ég er kjötiðnaðar- maður,“ svaraði hann. Eins var með tónlistar- fólkið. Það var minnst á að það vantaði lag, lagið þurfti að lýsa líðan lærisveinahópsins nóttina voðalegu sem Jesús var svikinn. Þeir eru tvístraðir, hræddir og þora ekki að líta hver framan í annan. Það var komið daginn eftir. í leikhúsi hefði þurft að ráða tónlistarfólk og halda marga fundi o.s.frv.11 Aðspurð um áhersluna á Betaníu svarar hún: „Ég vildi hafa mynd af Betaníu því að mér þykir alltaf svo vænt um þetta heimili, þetta var athvarf lærisveinanna enda gestrisið fólk sem þar bjó.“ Guðrúnu finnst það brennandi að nota leik- húsið meira í allri boðun því það hafi marga kosti fram yfir aðrar leiðir sem farnar eru. „Þessi boð- skapur er ekki leiðinlegur, það getur stundum verið erfitt að fylgja honum, en hann er aldrei leiðinlegur.“ Kaj Munk á glansmyndaskytteríi Eins og margir vita samdi Guðrún leikrit um Kaj Munk. „Ég hafði gaman af honum bæði fyrir kímnina og svo brussuganginn. Það hefur alltaf vakið athygli mína, fólk sem er ekkert of visst um eigið ágæti og efast stundum um sjálft sig. Mér þykir alltaf vænt um ákveðna sögu af Kaj Munk þegar hann var staddur í veislu sem var haldin honum til heiðurs sem ungum leikritahöfundi vegna vel- heppnaðrar frumsýningar. Hver af öðrum stóð upp og lýsti því yfir hversu stórkostlegt leikrita- skáld væri hér á ferð sem líklega mætti vænta mikils af í náinni framtíð. Þá var komið að skáld- inu að þakka fyrir sig. Þá stóð Kaj upp, kafrjóður 20

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.