Bjarmi - 01.05.1996, Síða 22
UM VÍÐA VERÖLD
H onglwng:
Lútherskir mennta
leiðtoga
Lútherski prestaskólinn í Hongkong þykir
afar míkilvæg menntastofnun. Skólinn er til
húsa uppi á hæð einni en fyrir framan hann
gnæfir stór, hvítur kross. Þegar sól sigur til
viðar er sterku Ijósi varpað á krossinn svo að
hann sést langt að.
Þetta er stærsti lútherski guðfræðiskólinn í
Asíu og sá sem eflist hvað mest. Nemendur 1
fullu námi eru nú 200 talsins frá 17 löndum og
eiga rætur í 70 kirkjum og samfélögum. Að
auki eru 135 manns i kvöldnámi.
Þegar hugsað er til meginlands Kína er
kristilegu starfi i nýlendunni Hongkong oft líkt
við gróðurhúsavinnu. Þar er frækorni sáð,
plöntur vaxa upp - og þær verða síðan gróður-
settar á meginlandinu ef Guð lofar. Kristnir
Hongkongbúar vona að dyrnar að Kína opnist í
framtíðinni, jafnvel þegar á næsta ári þegar
Kínveijar taka við stjórn nýlendunnar af Bretum.
Þá verður gífurleg þörf á fólki sem getur veitt
forystu i hinum mörgu söfnuðum. Kínverjar
eru taldir vera um 1,2 milljarðar.
Um tíu þúsund kirkjuhús hafa verið opnuð i
Kína undanfarin 15 ár. Hússöfnuðirnir, sem
eru óskráðir, eru fjölmargir, sumir ætla um 20
þúsund. Þvi hefur verið varpað fram að kirkjan
í Kína kunni fyrr en varir að verða háborg
kristninnar.
En hana vantar leiðtoga og fræðara og má
líkja því við neyðarástand. Afleiðingin er m.a.
sú að margs konar villu gætir meðal safnað-
anna enda fullyrt að þetta sé ekki aðeins sú
kirkja sem vaxi hraðast í víðri veröld heldur
séu villukenningar hvergi eins magnaðar og
þar. Góð kennsla í kristnum fræðum er því
höfuðatriði. Þetta hafa menn í huga í guðfræði-
skólanum í Hongkong.
Kristnir hugsjónamenn hafa og lengi útvarp-
að kjarngóðri fræðslu til Kína. Fjölmargir
Kínverjar hlusta á kristilega útvarpið - á laun -
og sumir njóta engrar annarrar tilsagnar um
kristna trú. Ýmsir telja vist að kristníboðið 1
útvarpi eigi hvað drýgstan þátt í því hversu
mjög kristnum mönnum fjölgar í Kína. Þeir
fullyrða að boðun fagnaðarerindisins í útvarpi
til Kína sé eitthvert merkasta verkefnið á
vettvangi kristniboðsins sem um getur.
Sagt er að krossinn við lútherska guðfræð-
iskólann í Hongkong sé í senn elskaður og
hataður. Hann átti að verða helmingi hærri en
hann er en yfirvöld komu í veg fyrir það. Þau
sögðu að allir, sem væru neðar í hæðinni, sæju
hann og sumir, sem væru ekki kristnir, myndu
skelfast þá sjón. Það er von og bæn þeirra, sem
reka skólann, að fólkið verði upplýst um gildi
krossins, um hann sem dó á krossi fyrir syndir
alls mannkyns, svo að hver sem trúir á hann
eignist gleði í stað ótta og öðlist von um eilíft
líf.
Víetnam:
Miklar vakningar
Að minnsta kosti 100.000 manns af Hong-
ættbálki í Norður-Vletnam hafa komist til trúar
á Jesú Krist í kjölfar kristilegra útvarpssendinga
frá Far East Broadcasting Company á Filipps-
Tailandi og Burma fyrir áhrif sömu
útvarpssendinga. Dagblað í Víetnam hefur
fjallað um vakningamar og lýst áhyggjum yfir
þvi sem er að gerast.
Frakkland:
Vaxandi fjölhyggja
og heiðni
í Frakklandi munu vera um 50.000 nornir i
fullu starfi en evangelískir prestar eru aðeins
um 5.000. Einungis 0.5% frönsku þjóðarinnar
teljast evangelísk-kristnir, eða rúm 250.000 af
58 milljónum, samkvæmt upplýsingum frá
Lausannehreyfingunni.
Opinberar tölur í Frakklandi sýna að í land-
inu eru 172 sértrúarsöfnuðir. Þar af eru 48
tengdir nýaldarhreyfingunni, 19 austurlenskri
trúarbragðablöndu, 18 fást við heilun, 16
ýmiss konar dulspekí, fjórir kenna sig við
satanisma og þrír við heiðni.
eyjum. Einnig hafa orðið vakningar í Laos,
Frá Qumran við Dauðahaf. Á myndinni sjást rústir af híbýlum essena, gyðinglegs trúarsafnaðar,
sem hafði bækistöðvar í Qumran á dögum Jesú.
Dauðahafshandritin á tölvum
Óhætt er að segja að gamalt og nýtt sameinist þar sem nú er unnt að fræðast um og skoða
Dauðahafshandritin á tölvum. Þau hafa nú verið gefin út í margmiðlunarbúningi á geisladiskum þar
sem saman fara myndir, texti og lifandi mpdskeið. Myndgæði eru sögð mjög góð. Hægt er að velja
mismunandi efnisþætti auk þess að skoða handritin sjálf, t.d. uppgröft þeirra, rannsóknir á þeim,
rókræðuna um þau, sögulegar staðreyndir o.fl.
Árið 1947 fannst fjöldi handrita í leirkrúsum i hellum í Qumran við Dauðahaf. Þau eru frá því á
öldinni fyrir fæðingu Jesú. Bæði er um að ræða handrit að ýmsum ritum Gamla testamentisins og önn-
ur rit gyðinglegs trúarsafnaðar, s.k. essena, sem virðist hafa haft bækistöðvar í Qumran á dögum Jesú.
22