Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1996, Qupperneq 25

Bjarmi - 01.05.1996, Qupperneq 25
INNLIT „Ég les líka mikið en þá helst barnabækur og sögur frá öðrum löndum. Mér finnst gaman að lesa sögur sem hægt er að nota með bömum. Einnig hlusta ég á tónlist en hún þarf að vera góð. Góð tónlist er fyrir mér tónlist með neista. Hún þarf að vera vel flutt og samin. Nú, svo hef ég mjög gaman af að fara í gönguferðir og skoða náttúruna.“ Að lokum spurði ég Bylgju Dís hvað einkenndi Henning Emil. „Hann er rosalega áhugasamur og ákafur um það sem hann er að gera hverju sinni.“ Henning var og spurður um Bylgju Dís. „Hæfileikarík. Áköf ef eitthvað gagntekur hana. Góð.“ Þessar umsagnir segja mikið um þau bæði og þeir sem þekkja þau vel geta eflaust tekið undir þetta. Ákafi og áhugasemi kemur m.a. fram í því starfi sem þau sinna meðal barna og unglinga. Það hefur verið gaman að heimsækja Bylgju Dís og Henning. Mér finnst það hvatning og uppörvun að hitta fólk sem er svo áhugasamt um starf í ríki Guðs. Ég velti fyrir mér hvernig þetta gengi allt upp en lausnin var einföld: Að hvíla i hendi Guðs - lifa í nánu samfélagi við hann. Einfalt og öruggt, okkur öllum til umhugsunar. Ég kveð þessi áhugasömu hjón og bið þeim Guðs blessunar. Þ.E. FJÖLSKVLDLITRVGGING Hæfilega víðtæk Hóflegt iðgjald Kynntu þér kjörín! til eflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588 9700 25

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.