Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1996, Page 27

Bjarmi - 01.05.1996, Page 27
heimamönnum í hendur fleiri verkefni þar sem orð Guðs hefur fest rætur og starfið er á góðum grunni. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda byggja um 4 1/2 miljón manna ofangreint landssvæði og má heita að þeir séu allir múslímar þó að lútherska kirkjan eigi þar örfáa „tengiliði". Nágrannalandið Sómalía telst vera múslíma- ríki. Alls eru í Eþíópíu einni um 80 þjóðflokkar sem hver á sína menningu og talar sitt tungumál. Um suma þeirra má segja að þeir bíði enn dögunar í andlegum efnum. Með spenntar greipar Það þykir athyglisvert hversu bænin skipar háan sess í lúthersku kirkjunni í Eþíópíu. Kristna fólkið kemur saman til bæna snemma á morgnana. Og heimilisguðrækni með bænagjörð er í hávegum höfð. Kórar, sem syngja í guðs- þjónustum, leggja þunga áherslu á bænina. Kórfélagar biðja á æfingum og þegar þeir koma fram. Menn biðja jafnvel klukkustundum saman. Bæn er fastur liður í lifi safnaðanna. Barist við berkla Heilsugæsla hefur verið gildur þáttur í starfi kristniboð- anna í Eþíópíu frá upphafi og er nú æ meir í höndum kirkjunnar. Um þessar mundi breiðast berklar mjög út og virðast haldast í hendur við sjúkdóminn eyðni. Þeim sem fá hiv-veiruna hættir til að veikjast af berklum og þeir smita aðra með hósta. Yfirvöld ætlast til þess að fólk fái berklalyf ókeypis en mikill skortur hefur verið á þessum lyfjum. Erfitt er að vinna bug á berklum meðal landsbúa. Sjúk- dóminn má lækna á einu ári. Eftir nokkurra mánaða með- ferð líður fólki betur og hætta þá margir að fara eftir reglum hjúkrunarfólksins. Seinna kemur það aftur enn veikara en fyrr og þá verður að gripa til fleiri tegunda lyfja. Mjög margir hafa fengið hiv-veiruna. í einum bekknum í menntaskóla nokkrum reyndust 18% nemenda smitaðir. Hjúkrunarfólkið þarf að eiga mikla þolinmæði og kærleika í glímunni við margvíslega sjúkdóma og við sjúklinga sem oft skortir skilning vegna vanþekkingar. Fulltrúar Allah athafnasamir Múslímar í landinu færa sig upp á skaftið. Sumir ætla að þeir séu orðnir allt að 40-55 af hundraði landsmanna. Þeir vinna beinlínis að boðun trúarinnar á Allah og líkja á ýmsan hátt eftir kristnum trúboðum, prédika og hjálpa sjúkum og fátækum. Auðug Arabaríki gefa peninga til að byggja moskur í landinu og ungir Eþíópíumenn fara til náms í þessum ríkjum og verða margir fyrir trúarlegum áhrifum. Á sumum svæðum er farið að bregða fyrir konum sem hylja sig svörtum blæjum nema augun. Þetta er nýj- ung. Æskufólki er boðið starf ef það vill fylgja kenningum Múhameðs. Öfgamenn hafa líka látið á sér bera. Nemendur í skólum kristniboðsstöðvanna hafa margir staðiö sig með mikilli prýði og skólarnir njóta álits. Myndin er tekin á hátíöisdegi í Konsó í Eþíópíu. Skólabörn ganga tylktu liði meö fána lands síns. Kristnum mönnum fjölgar óðum í Afríku og er vöxturinn einna mestur í lúthersku kirkjunni í Eþíópíu. Myndin er af „sveitakirkju" í Konsó. Nýlokið er guðsþjónustu þar sem hópur ungmenna var fermdur. Það eru því örlagatimar í Eþíópíu. Dyrnar eru opnar. Spurningin er hverjir ganga inn um þær. Kristniboðsvinir hljóta að vinna að því að Bláland haldi enn áfram að færa Guði gjafir hröðum höndum, gjafir þakklætis, lofgjörðar og þjónustu vegna fagnaðarerindisins um Jesú Krist. Jesús sagði við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar“ (Matt. 9,37-38). Pað eru því örlagatímar í Eþíópíu. Dyrnar tru opnar. Spumingin er Itverjir ganga inn um þær. 27

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.