Bjarmi - 01.05.1996, Qupperneq 29
Sr. Bragi Fríðríksson
ORÐIÐ
SIGURÞAKKIR
Guði séu þalikir, scm gefur oss sigurinn fyrir Drotlin yom,
Jesú Krisí (l.Kor.15,27).
Guði séu þakkir. Frá honurn er allt, sem þakka ber.
Kristinn maður veit það og viðurkennir. Hann þakkar
gæði öll Guði einum, skapara sínum og íöður almátt-
ugum. Hann veit að veður öll, vitund og velferð er í
höndurn Guðs og hann setur traust sitt á Guð en hvorki
veður- eða viðlagaguði né huldar vættir. Guði séu þakkir
fyrir lífið allt og blessun ríka.
Guði séu þakkir, lof og dýrð fyrir Jesú Krist og sigurinn.
Sigur. Hvaða sigur? Við þekkjum frásöguna. Jesús er
leiddur fyrir æðstu menn. Hann var hrakinn og hæddur.
Það var hrækt á hann og gerl gys að honurn. Hann var
húðstrýktur og síðan dæmdur til dauða á krossi. Það var
ekkert sigurtákn á þeirri tíð. Krossinn var rnerki hins
kvalamesta smánardauða. Vinir stóðu fjarri. Hinir hæða
Krist og hrópa: Ef þú ert konungur Gyðínga, þá bjargaðu
sjálfum þér.
Hér virðisl algjör ósigur blasa við augurn, vanmáttur,
uppgjöf. Orð Drottins Jesú gætu ogbent til örvæntingar er
hann hrópar: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið
mig?
Þessi orð vora honum nákunnug. Þau era að finna í 22.
Davíðssálmi. Orð sálmsins eru forspá um þessa atburði.
Þar segir: Hendur mínar og fætur hafa þeir gegnurn-
stungið. Þeir horfa á mig og hafa rnig að augnagamni. Þeir
skipta með sér klæðum mínum og kasla hlut um kyrtil
minn. En þar segir síðar: Þú hefur bænheyrt mig. Frá þér
kemur lofsöngur í stóram söfnuði. Komandi kynslóðum
mun sagt verða frá Drottni og lýð, sem enn er ófæddur,
mun boðað réttlæti hans.
Að baki hinna djúpsáru orða á vðrum frelsarans er samt
sigurtónn og á páskum fer sá sigurhljómur um alla kristn-
ina. Og það birtir okkur, að þrátt fyrir allt mótlæti, alla
angist, alla neyð er Guð hjá okkur og mun aldrei bregðast.
Hann bænheyrir. Þetta er styrkur trúarinnar á öllum tímum,
en hann kom fram í fullkomnustu mynd sinni hjá Jesú
Kristi á krossinum.
Það er fullkomnað. Það voru hans rniklu sigurorð. Hann
lét líf sitt sem lausnargjald og fullkomnaði þannig kærleiks-
verk sitt. Hanif vann sigur á dauðanutn og hinu ilfa, svo
að við mættum öll lifa fyrir þann sigur. En tökum eftir
orðunum. Guð gefur þennan sigur fyrir Jesú Krist. Það er
páskagjöfin. Og þessi sigur veittist vinum Jesú og loks Páli
frá Tarsus, sem skilur þetta svo vel og þakkar þennan sigur
svo innilega.
Það er Páll, sem talar fyrir rntinn allra boðenda trúar-
innar á Krist er hann ritar vinum sinum í Korintu og segir:
Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm
Guðs, kom ég ekki heldur með frábærri mælskusnilld eða
speki, því að ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar,
nema Jesú Krist og hann krossfcstan. Og ég dvaldist á
meðal yðar í veikleika, ólta og mikilli angist. Og orðræða
min studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við
sönnun anda og kraftar, til þess að trú yðar væri ekki
byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.
Þetta er boðskapur kirkjunnar á öllum tímum. Við
höfum það eitt erindi að boða Jesú Krist, krossfestan og
upprisinn. Á þeim grundvclli og engú öðru h\álir trúin. í
Krísti er kærleikur Guðs, kraftur hans og eilífur sigur
veittur. Sigur Krists á hæð háðungar og ytri hönnunga
hefur gefið og gefur enn þann kraft sem byltir brotgjörnu
lífi, sættir sálir við skapara sintt og veitir innri frið sem er
æðri allri speki og skilningi en staðreynd samt. Það
þekkja allir jaeir sem þann kraft og kærleika hafa reynt.
í þessu verður krossinn sigurtákn. Sigurhátið verða
páskar aldrei í dimmum gröfum eða lokuðum hjörtum.
Dýpst í hverjum vanda, sorg og neyð er Drottinn nálægur
og íyrir sakir Jesú Krist er sigurinn unninn í hjarta hvers
manns sem trúir á hann. Broddur dauðans er brotinn.
Hver sorgarstrengur er sleginn til sigurs. Kristur er upp-
risinn. Hann ríkir að eilífu.
Megi þitl hjarta, lesandi minn, enduróma af þeirn sigur-
söng. Verum þakklát Guði, sem gefur oss sigurinn fyrir
Drottin vorn, Jesú Krisl.
Sr. Bragi Friöriksson,
prófastur í Kjalarnes-
prófastsdæmi.
Petta er boðskapur kirkjunnar á öllum tímum.
Við höfum það eitt erinái að boðajesú Krist,
krossfestan og upprisinn.
29