Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 7
I BRENNIDEPLI Samviskubit frá seinni heimstyrjöld Snúum okkur nú að starfi pví sem pú hefur verið að vinna meðal úlendinga á íslandi. Hvernig hófst pað? Þegar við komum til landsins hafði ég þegar fundið þörf hjá mér að starfa meðal útlendinga. Það á sér forsögu. Ég bjó í stórborg í Japan. Þar var mikið að fólki frá öðrum Asíulöndum. Það fólk er mjög lágt sett ef svo má að orði komast en í Japan er mikil stéttaskipting. Þetta fólk vinnur gjarnan fyrir sér í næturklúbbum og á öðrum slíkum stöðum fyrir mjög lág laun. Kirkjan mín var staðsett í jaðri svæðis þar sem þetta fólk hélt til og það kom gjarnan þangað til þess að biðjast fyrir. Japanir hafa mikið samviskubit yfir því að þeir komu illa fram við margar litlar þjóðir í Asíu í seinni heim- styrjöldinni. Þessir nágrannar okkar bera kala til japönsku þjóðarinnar. Japanska kirkjan hefur því að markmiði sínu að hjálpa þessu fólki sem býr við svo bág kjör. Þykir kirkjunni brýnt að breyta hugmynd þess um okkur Japani. Þegar ég svo kom til íslands þá sá ég færi á því að þjóna fólki frá Asíu en einnig fólki af öðrum þjóðernum. Ég sjálfur er útlendingur og því var þetta mjög viðeigandi verkefni fyrir mig. Þetta var það sem kom mér af stað í upphafi. Kona mín fékk starf í Háteigskirkju. Söfnuðurinn vissi af áhuga mínum um þessi mál og veitti mér tækifæri til þess að koma þessari þjónustu af stað. Við gerðum samning um 70% starf í 2 ár. Þvi miður á söfnuðurinn í fjárhagserfiðleikum vegna byggingu safnaðarheimilis og gat því ekki kostað þetta starf áfram af sínum fjármunum. Mér finnst enda ekki eðlilegt að einn söfnuður þurfi að kosta slíkt starf til lengri tíma. Starfið ætti að vera preststarf í sérþjónustu á vegum þjóðkirkjunnar Hvað meðframhaldið? Þjóðkirkjan hefur verið mjög upptekin af sínum innri málum frá og með jólum. Því lagðist þetta starf af nú í vor er mínum samingi lauk. Nú er ég að tala við kirkjumála- ráðuneytið, en illa gengur vegna sumarleyfa. Vonandi verða þessi mál komin í rétt horf í janúar. Kirkjuráð hefur ályktað að þörf sé á því að viðhalda þessu starfi. Annars finnst mér að kirkjan ætti að vera virkari þátttakandi í málefnum útlendinga. Tökum sem dæmi þá flóttamenn sem hingað voru að koma frá Bosníu. Félagsmálaráðuneytið og Rauði krossinn hafa með mál þeirra að gera en kirkjan kemur þar hvergi nærri. Þegar fólk hefur misst heimili sín, er fjarri ættingjum og vinum og kemur til nýs lands til að hefja nýtt líf og nýja von þá ætti kirkjan að taka á móti því. Kirkja, sem boðar kærleikann, á að sýna í verki að hún elskar þá sem þjást. Geri hún það ekki, hefur hún brugðist köllun sinni. í hverju var starfpittfólgið? Starfinu var einkum hægt að skipta í þrjá þætti. Einn þátturinn var viðtöl og ráðleggingar og einnig hjálp við fólk sem misst hafði forræði og umgengnisrétt yfir börnum sínum. Ég veit um að minnsta kosti sex slík tilfelli. Ég er ekki lögfræðingur en þetta fólk þarf að fá að tala við einhvern og þarf einnig einhvern sem stendur þeirra megin og sýnir þeim samúð. Þessi þáttur starfsins tók u.þ.b. helming tíma míns. Annar þáttur var að fræða um kristna trú. Margir þeirra sem hingað koma þekkja Tökum san dæmi \dflóttmenn san híngað voru að komafrá Bosníu. Félagsmála- ráðuneytið og Rauði krossinn hafa með mál \eina að gera en kirkjan kemur þar hvergi nœrri. Pegarfólk hefur misst heimili sín, er fjani ættingjum og vinum og kemur til nýs lands til að hefja nýtt líf og nýja von þá ætti kirkjan að taka á móti því. hana alls ekki, t.d. fólk frá Thailandi og litlum þjóðum í Asíu. Þessum þætti hefur alls ekki verið sinnt innan kirkjunnar í dag. Fólkið þarf að fá fræðslu frá kirkjunni og fá að vita hvað kirkjan getur veitt því. Ég ljósritaði bækling í smáu upplagi en skorti fjármagn til þess að ég gæti látið prenta upplýsingabækling í stærra upplagi, en það vildi ég gjarnan gera. Þriðji þáttur starfsins fólst í því að finna leiðir fyrir kirkjuna til að bregðast við mismun- andi nýjum trúarbrögðum og og trúarhópum í þjóðfélag- inu. Hér er ég t.d. að tala um búddista, votta Jehóva, mormóna og fleiri. Nú er farið að bera meira á slíkum hópum og þeir munu verða meira áberandi í framtíðinni að mínu mati. Það er mikilvægt að umræða um þessi málefni fari af stað. Afhvaða pjóðerni varfólkið sem leitaði til pín? Það var fólk frá ýmsum löndum t.d. Thailandi, Kanada, Ameríku, Zaire, Mexíkó, Japan, Filippseyjum, Kína, Bretlandi, Búlgaríu og Póllandi. Ekki kannski svo stór hópur en u.þ.b. 1-3 frá hverju landi. Þjónusta min náði einnig til íslendinga sem oft komu í fylgd útlendinga t.d. sökum hjúskapar þeirra. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.