Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 5
. Sól skein í heiði þegar tíðindamaður Bjarma keyrði um i gamla Vesturbænum í leit að bíla- stæði, sem reyndust vera af skornum skammti. Hlutust af þessu nokkrar tafir. Erindið var að hitta fyrir prest nokkurn á Bárugötunni, a.m.k. einn af tveimur í þeirri götu, þvi að þar býr sr. Toshiki Toma ásamt konu sinni, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur aðstoðarpresti í Háteigskirkju. Eftir að hafa komið fram afsökun á þvi að hafa komið of seint fannst tíðindamanni tilvalið að hefja spjallið á því hve erfitt gæti reynst að finna bílastæði þar um slóðir. Viðmælandi minn, Sr. Toshiki Toma, samsinnti mér með brosi og kaffi var hellt í bollana. Nú gat spjall okkar hafist fyrir alvöru. Las ævisögu Jimmy Carter Fyrsta spurning mín er: Hvaöan ert þú og hví eru staddur hér? Ég er fæddur í Tokyo, Japan. Á meðan ég var í námi þá fór ég í námsferð til ísrael og kynntist þar konu minni: Við giftum okkur í Reykjavík en héldum siðan til Japan þar sem ég starfaði sem prestur í 2 ár. Að þeim tíma liðnum, árið 1992, ákváðum við svo að halda til íslands þvi að þar voru jafnari möguleikar fyrir konu mína að starfa. Hvaða menntun hefur þú? Ég lagði stund á stjórnmálafræði og því næst guðfræði í lútherskum háskóla, en í Japan er það algengt að fólk hafi lokið námi i einu fagi áður en lagt er stund á guðfræði- nám. Afar erfitt er að gerast prestur i Japan, frekar frábrugðið því sem gerist hér á landi Nú ert þú vígður lútherskur prestur. Er það ekki óalgengt að Japanir séu kristnir? Ein milljón Japana eru kristnir, eða um 1% þjóðar- innar. Af þessu 1% eru u.þ.b. 60-70 þúsund lútherskir. Lútherska kirkjan skiptist í 4 hópa og 20-30 þúsund manns tilheyra minni kirkju. Hvaða trúarbrögð eru ríkjandi í Japan? Flestir Japanir eru shintoistar og eða búddistar. Shintoismi er eins konar andatrú og er rikjandi þáttur i japanskri menningu, tengdur keisaraveldinu. Fólk er gjarnan búddatrúar en fer einnig í shintomusterið. Einnig höfum við marga nýja trúarhópa, bæði góða og slæma. Sumir eru allt að því að vera hryðjuverkasamtök. í Japan er trúfrelsi virt. Fyrir seinni heimstyrjöld voru allir neyddir til þess að tilbiðja keisarann. Að seinni heim- styrjðld lokinni höfðu Bandarikjamenn mikil áhrif í Japan. Lýðræðishugmyndir þeirra skutu rótum og nú er það bundið í stjórnarskrá Japan að ríkið megi ekki styðja einn trúarhóp frekar en annan. Pó er undantekning hvað varðar keisarann og hans fjölskyldu. Stjórnarskráin kveður nefnilega einnig á um að Japan skuli hafa keisara og embættið er undir áhrifum shintoisma. Þegar keisarinn var í BRENNIDEPLI Kirkjan verður að þj óna öllum - annars brpqst hön köllun sinni Viðtal við sr. Toshiki Toma til að mynda settur í embætti var vigslan að hætti shintoista. Þetta var nokkuð umdeilt. Hvemig stóð á þvi að þú varðst kristinn? Á aldrinum 15-16 ára er mjög algengt að fólk fari að velta fyrir sér tilgangi lífsins. Þannig var þvi farið með mig. Ég las margar bækur um heimspeki, búddisma og þess háttar. Á þessum tíma var ég einnig áhugasamur um stjómmál. Þetta var um það leytið sem Jimmy Carter var kosinn forseti Bandaríkjanna. Ég las ævisögu hans og þar sá ég hvemig hann lét kristindóminn hafa áhrif á stjóm- málaákvarðanir sínar. Þá fór ég af alvöru að hafa áhuga á kristindóminum og um hvað hann snerist í raun. Það var lúthersk kirkja á móti húsinu mínu heima. Ég ákvað að fara þangað. Þar kynntist ég góðu fólki og hóf að lesa í Biblíunni. Þar voru starfandi japanskur prestur og kristni- boði frá Bandaríkjunum sem höfðu mikil áhrif á mig. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.