Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 12
BROTIÐ TIL MERGJAR hverjum kristnum manni, þó að það risti misjafnlega djúpt hjá þeim, er hugsun, sem kristnir innsjármenn eru alteknir af. Þeir vilja skynja eilífðina í bijóstinu, vilja að hugurinn opnist alveg og haldist opinn fyrir hinum eina sanna veruleik. Til þess að ná þessu hafa menn gengist undir harða ögun, mikla sjálfsafneitun, stórkostlega einbeitta, andlega þjálfun. Af því er mikil saga. En allir, sem sögur fara af á þessum vígstöðvum, eru sammála um, að svo mikilvægt og nauðsynlegt sem það er að leggja alla orku, alla sál sína fram til þess að geta öðlast æðstu reynslu, þá sé hún gjðf, þegar hún kemur, maður lifir slíkar stundir sem ólýsanlega náð. Kristnar heimildir um innra líf eru ríkulegar, meðal annars um reynslu manna, karla og kvenna, sem stund- uðu innsjárlíf (upplitningarlíf er það nefnt í íslensku riti frá fornöld). Klaustrum var og er ætlað að vera athvarf þeirra, sem helga sig þeirri köllun. Kristnar munka- og nunnureglur hafa þó jafnan lagt áherslu á, að þeir, sem Víst gflíu menn lent í öfgum við flð flgfl sjálfa sig (í leikfimi guðhmðslmnar, sbr. 1. Tím. 4,7 áfrummálinu). Kynslóð slappleikans og allsherjar eftirlátssemi við munaðarkröfur mætti fió vara sig á aðfordœma þá, sem mátu Guð og sáluhjálp sína svo mikils. Hitt mun fremur vera raunhœft víti til varnaðar nú á tímum, að mönnum hcetti til að ánetjast sjúklegri fíkn í hughrif. gefast Guði með þessum hætti, geri það ekki í eigin þágu. Það er fyrsta krafan að uppræta sjálfshugðina, eigin- gimina. Fyrsta og síðasta krafan dag hvem ævilangt (sbr. Lúk. 9,23). Menn hafa og verið sannfærðir um, að ein- beitt bænalíf sé ómetanleg þjónusta við þá, sem þurfa að „mæðast í mörgu“ við veraldleg störf og strit. Auk þess hafa margar reglur verið atkvæðamiklar á sviði líknarmála. í þvi efni hefur kristnin verið einstæð miðað við hlið- stæðar lífemishugsjónir í hveijum öðmm átrúnaði. Það er og athyglisvert, að í kristninni hafa sumir þeir, bæði konur og karlar, sem tóku mest á við að stunda sitt innra fíf og létu eftir sig mestar heimildir um það, sem gerðist í huga þeirra, fengið vilja og orku til stórvirkja. Víst gátu menn lent i öfgum við að aga sjálfa sig (í leik- fimi guðhræðslunnar, sbr. f. Tim. 4,7 á frummálinu). Kynslóð slappleikans og allsherjar eftirlátssemi við munaðar- kröfur mætti þó vara sig á að fordæma þá, sem mátu Guð og sáluhjálp sína svo mikils. Hitt mun fremur vera raun- hæft víti til varnaðar nú á tímum, að mönnum hætti til að ánetjast sjúklegri fíkn í hughrif. Hinn innri maður er við- sjáll náungi. Svikult er hjartað (Jer. 17,9). Jesús þekkir það (Mark. 7,21). Vitrir hugsjáendur vita, að menn þurfa að vera á verði gagnvart sjálfum sér. Þegar hugardjúpin opnast getur margt óheilbrigt komið upp, sem þar hylst í grugginu, og margt leitað á utan úr ósýnilegu umhverfi, þar sem er bæði ljós og myrkur. Innhverf íhugun er háskaleg án traustrar leiðsagnar og ef hún er ekki samfara hreinsun og helgun hugans. Kristnir meistarar beina innri sjón til Krists og allri hugsun að honum. Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans (Fil. 3,10). Eftir orði hans og í hans nafni leggja þeir út á djúpið. ,Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef“. Þessi orð Hallgríms eru gild kjörorð fyrir kristið trúarlif á ðllum stigum þess. Hærra eða dýpra getur enginn stefnt né náð en að verða í huga sínum samgróinn Jesú, mótaður af valdi hans. 4. Þeir kristnir fullhugar, sem á fyrstu öldum kirkjunnar settust að i eyðimörkum Austurlanda til þess að „fyllast allri Guðs fyllingu" (Ef. 3,19) létu eftir sig vitnisburði, sem hafa vakið vaxandi athygli á síðari árum. Innfjálg guð- rækni miðalda bar ýmsa sígilda ávexti í bókum, svo sem rit Tómasar a Kempis, Breytni eftir Kristi. Úr sama jarðvegi er bók, sem heitir Þýsk guðfræði, og er leiðarvísir handa þeim, sem þrá nánara samband við Guð. Það var Lúther, sem fyrst kom þeirri bók á prent og hann sagðist hafa lært meira af henni um sum mikilvæg efni en öllum öðrum, ef frá væri talin Biblían og Ágústínus. Hann gagnrýndi sjúkan ofvöxt og spillingu klaustranna og var þunghöggur þar. Og hann snerist af postullegum eldmóði gegn þeirri hugsun, að menn gætu með þjálfun, iðkunum, meinlætum og s.n. yfirbótaverkum unnið sig upp í augum Guðs, unnið að einhverju leyti fyrir sáluhjálp sinni. Jesús einn frelsar. En Lúther lagði þyngstu áherslu á, að trúin er innra líf, Kristur vill verða meðvitaður veruleiki, hann leysir, frelsar hjartað með því að vekja það til vitundar um synd sína, útlegðina frá Guði, og um hjálp sína, náð hins kross- festa, líf hins upprisna, ljós heilags anda hans. Og hann taldi, að vitundin um Guð, hin innri bæn, gæti lifað og dafnað við veraldleg skyldustörf, og að hið daglega líf með kvöðum þess, byrðum og gleðiefnum gæfi næg tilefni til að venja hugann að Guði og þjóna honum i samskiptum við aðra menn. Sú guðrækni, sem dafnaði í lútherskri kristni eftir siðbót, einkennist af miklum innileik. Það sýna sálmar, 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.