Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 17
HVAÐ ER ... Helstu trúaratriði Sameiningarkirkjunnar: í upphafi ætlaði Guð Adam og Evu, hinum flekklausu fyrstu mannverum, að eignast flekklausa fjölskyldu. Pað sem setti strik í reikninginn var að Lúsífer, engill Guðs, girntist Evu í aldingarðinum og hafði mök við hana. Sá verknaður gerði Lúsífer að djöflinum og leiddi mennina til andlegs falls og setti þá í andstöðu við Guð. Jesús Kristur kom á andlegri bót mannkyninu til handa, en tókst ekki að frelsa holdið, því hann dó einhleypur á krossinum. Því hefur séra Moon verið falið að koma til leiðar, að helga mannlegt hold fyrir augliti Guðs. Hann er útvalinn til að koma á fót guðsríki á jörðu með því að stofna hina fullkomnu fjölskyldu, allir meðlima Sameiningar- kirkjunnar tilheyra fjölskyldunni. Þannig ætlar hann að frelsa þjóð sína og að lokum allan heiminn. Moon velur meðlimum kirkju sinnar maka. Fræg eru fjöldabrúðkaup hans, þar sem Moon hefur gefið saman hundruð þúsunda hjóna í einu, jafnvel gegn um gervihnött. Af þrettán börnum Moon og Han eru tólf á lífi. Þau endur- spegla tólf ættkvíslir ísraels. Sonur Moons, Heungjin Nim, sem lést í umferðarslysi 1984, sér um mál Moons á himnum. Hann er hinn himneski Kristur, en Moon hinn jarðneski. Guð hefur opinberað Sun Myung Moon sannleikann og hann er falinn 1 ritningum Hins guðdómlega lögmáls. Opinberanir séra Moons hafa mun meira gildi en Biblían. Búið er að ritskoða og breyta Hinu guðdómlega lögmáli all- nokkuð frá fyrstu útgáfu, því þar mun margt hafa staðið sem ekki var hægt að verja. Liggur því í augum uppi að þessi mooníska viðbót við Biblíuna er ekki Guðs orð. Sé hún í raun og sanni opinberun Guðs til síns útvalda, þá hefði hún varla þurft endurskoðunar við. Sameiningarkirkjan kennir að allir kristnir menn sem afneita séra Moon og Messlasi og frelsara heimsins munu að öllum líkindum verða dæmdir til helvitis. í raun leika kristnir menn sömu rullu gagnvart séra Moon og fræðimennirnir og farísearnir gagnvart Jesú, þeir ofsækja hinn útvalda guðs, Sun Myung Moon. Jesús varaði við villukennendum á borð við séra Moon. Hann sagði: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í minu nafni og segja: „Ég er Kristur!“ og marga munu þeir leiða i villu“ (Matt. 24:4-5). Jesús sagði einnig: „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Aöalheimild: Yamamoto, J. Isamu. 1995. Unification Church. Carlisle.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.