Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 25
heldur uppi aga hjá þeim, sem eru mjög ungir, passa bækur, taka til o.s.frv. Allir, sem hafa hlutverk í messunni, safnast saman fyrir hana og eiga sambænastund. Þaðan ganga þeir út til verksins. Þetta er mikil trúarleg upp- bygging fyrir okkur öll.“ Hver er árangur poppmessanna? „Þetta er sáning. Fólk, sem kemur í poppmessur, verður oft að þátttakendum í öðrum liðum starfsins. Við erum i raun ekki að gera neitt annað en að kalla fólk til lifandi trúar á Jesú Krist og segja því að kirkjan standi opin sem heimili. Æ fleiri vakna til þeirrar vitundar. Poppmessumar eru ekki eitthvert andlegt húllum hæ, heldur uppbygging safnaðar." Nú erum við á 4. ári og höfum unnið skv. þessu plaggi. Um þessar mundir er heimsóknarþjónusta til aldraðra að fara af stað. Það var einn liður í þessari áætlun. Markmið okkar er að allir eigi eðlilegt erindi til kirkj- unnar, þ.e. að söfnuðurinn leggi netin sem víðast í sam- félaginu. Það á að vera sama á hvaða aldri menn em, af hvaða kyni, hvaða atvinnu þeir stunda, þeir eiga ekki að komast hjá þvi að verða varir við kirkjuna, hið kristna samfélag. Við viljum að þeim séu gefnar ástæður fyrir þvi að fara í kirkjuna, að enginn maður í samfélaginu komist hjá því að heyra kall Krists til afturhvarfs. Við hugsum mikið um það hvernig hægt sé að tengja bæjarlífið, hið Framhald á bls. 29. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson í guðsþjónustu í Landakirkju. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar hjá Fróöa hf. Hugmyndafræði safnaðarstarfsins Hajið pið eitthvert sérstakt markmið í safnaðarstarfinu og takið pið einhver ákveðin skref í átt að því markmiði? „Fyrsta veturinn, sem við vorum hér, var hópur um safnaðaruppbyggingu í gangi. Við fengum fólk með okkur allan þann vetur og greindum safnaðarstarfið og aðstæður þess. Siðan var lagt fram plagg, .Æskileg framtíðarsýn”, þar sem skrifað var niður hvað við vildum gera næstu 5 árin. Fólk, sem kemur í poppmessur, verður oft að þátttakendum í öðrum liðum starfsins. Við erum í raun ekki að gera neitt annað en að kallafólk til lifandi trúar á Jesú Krist og segj a Jm' að kirkjan stanii opin sem heimili.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.