Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1996, Side 10

Bjarmi - 01.09.1996, Side 10
BROTIÐ TIL MERGJAR Dr. Sigurbjörn Einarsson 1. Þegar ritstjóri Bjarma bað mig að skrifa greinarkorn um kristna mýstik spurði ég ekki, hvaða merk- ingu hann legði í þetta útlenda orð. Við þóttumst skilja hvor annan. Það var ekki sjálfsagt. Þetta orð er notað i margri merkingu og sætir oft óvandaðri með- ferð, óvart eða vísvitandi. Þess hefur stundum gætt í um- ræðum um svo kölluð dularfull fyrirbæri. Þegar því er haldið fram, að það sé mýstík að láta hugann snúast um slík efni, þá er það rugl með hugtök. Að segja það er ekki út af fyrir sig dómur um þann marg- brugðna skapnað, sem oftast er verið að vísa til, þegar talað er um „dultrú" hér á landi. En þess kyns trú heitir ókúltismi á útlensku og er skýrt að- greind frá mýstík í allri vísindalegri umfjöllun, enda skörp skil þar á milli í veruleikanum. Dr. Sigurbjörn Orðið mýstík er griskt að uppruna og tengdist í fyrnd- Einarsson biskup inni trúarathöfnum, sem voru framdar á laun, aðeins „inn- vígðir“ gátu tekið þátt í þeim og voru bundnir þagnar- skyldu um það, sem fram fór. Merkingin varð víðtækari með tímanum. Kristnir guðfræðingar notuðu þetta orð framan af einkum um þá helgu iðju að ihuga Guðs orð i því skyni að finna hina huldu fjársjóði, sem þar eru fólgnir. Seinna færðist merkingin alls kostar yfir á þá reynslu, sem hinn huldi maður hjartans öðlast, þegar hann lifir mest í bæn sinni, íhugun, samfélagi sínu við Guð. Þetta orð kemur ekki fyrir í Nýja testamentinu, en þar er annað griskt orð samstofna, þýtt leyndardómur. Jesús notar það, hann gefur leyndardóm Guðs ríkis (Mark. 4). Hann vegsamar föður sinn fyrir að opinbera það smæl- ingjum (fátækum í anda), sem er hulið spekingum og hyggindamönnum (Matt. 11). Sú opinberun verður í þeim, sem taka á móti honum í trú, Guðs ríki er hið innra með þeim (Lúk. 17). Þetta áréttar hann skv. Jóhannesar- guðspjalli með líkingunni um vínviðinn og greinarnar Qóh. 15), sem er undirstaða hinnar miklu áminningar: Verið í mér, þá verð ég líka i yður. Sú áminning er fyrirbæn, það sýnir Jóh. 17. Að lifa kristnu trúarlífi er að taka vakandi huga undir þessa áminningu og gera fyrir- bænina að sinni. 2. Öll Biblían vitnar um undrið eina, lifandi Guð, leyndar- dóm allra leyndardóma. Nýja testamentið er fagnaðarboð um afhjúpun leyndardómsins í hjarta Guðs: Svo elskar hann, að hann gefur sjálfan sig (sjá Jóh. 3,16). Þessi leyndardómur eða leynda speki Guðs er Jesús Kristur (Kól. 2,2; 1. Kor. 2,7). Og hann er ekki leyndarmál, held- ur ber að kunngjöra hann með djörfung (Ef. 6,9). Jesús stofnaði ekki leynifélag handa innvígðum. Hann stofnaði kirkju, samfélag manna, sem hann nær að samstilla um þá bæn, þann vilja, þá gleði að mega vera rödd, hönd, líkami hans á jörð, eða greinar á þeim lífsmeiði, sem er hann. Það sem Guð hefur gert í eitt skipti fyrir öll og allri veröld til hjálpræðis er óhagganlegur, ytri, eilifur veru- leiki. En það kemur mér ekki að haldi (Hebr. 4,2) nema ég taki í trú við því orði, sem boðar það, svo að það verði mér innri veruleiki. Með þessu var það sagt, sem augljósast er og mestu skiptir um kristna mýstík. Ekki hefur tekist vel að islenska þetta orð. En það er ljóst, að um er að ræða innri reynslu. Öll trú, sem svo getur kallast, er innri veruleiki að einhverju marki, hún er þáttur eða uppistaða í vitundar- lífinu. En þarna kennir margra stiga og blæbrigða. Gerð manna er ólík, einnig umhverfi þeirra og áhrif þess. Og trúarbrögð eru mörg, með sundurleitar forsendur og við- horf. í fræðilegri umfjöllun merkir mýstík andlega reynslu með ákveðnum séreinkennum, sem fylgja henni alls staðar, hvert sem hið trúarlega baksvið eða jarðvegur er. Ég leyfi mér að nota nafnið innsjá. Innsjár er sá, sem „sér“ inn í sjálfan sig, upplifir sjálfan sig eða reynir það, sökkvir sér niður í djúp hugar síns. Þetta er sameiginlegt auðkenni, hvort sem hindúar eiga i hlut, múslímar, búddhamenn eða kristnir. Og þótt þeir byggi á ólíkum grunni og hafi mismunandi markmið i huga, þá eiga þeir 10

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.