Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 2
130
Heima er bezt
Nr. 5
í b ó k a s ö I u
Bómenntir þjóðarinnar að
fornu og nýju hafa verið sá afl-
gjafi, sem við eigum að þakka,
að þjóðin og þjóðernið, sérstæö
menning og margt fleira, hefur
staðið af sér alla storma hingað
til. Óheillavænleg erlend áhrif
hafa jafnan strandað við þann
múr, sem bókmenntirnar voru
til varnar þjóðinni. Og einnig
nú, þegar að þjóðinni sækja
miður holl áhrif og vopnaglam-
ur, er þýðing bókmenntanna
ómetanleg, enda er ört vaxandi
skilningur meðal almennings á
þessum efnum — og þörf til að
lesa góðar bækur.
Bókaútgáfan Norðri hefur
skilið þessa þörf með því að
koma til móts við bókalesendur.
Verði bókanna hefur útgáfan
jafnan stillt mjög í hóf, og nú
fyrir skemmstu hefur forlagið
tekið upp þá nýbreytni, sem
hingað til hefur verið óþekkt
hér á landi, að gefa mönnum
kost á að kaupa megnið af bók-
um sínum í flokkum og greiða
þá með mjög hagstæðum af-
borgunarskilmálum. Eru um 10
—20 bækur í hverjum flokki,
og skiptir Norðri bókum sínum
í 11 flokka. Er til þess ætlazt, að
þessum flokkum geti menn
breytt að nokkru leyti. Þeir eigi
þess kost að fella úr 3—5 bækur
og kjósa sér aðrar í staðinn.
Flokkarnir eru misdýrir, en um
viðskiptakjörin er það sameig-
inlegt, að útborgun í öllum
flokkum er kr. 50.00, og afborg-
unin er sú sama, ávallt kr. 50.00
á ársfjórðungi eða kr. 200.00 á
ári.
Hér er því um að ræða þau
kostakjör, sem gera hverjum og
einum fært að eignast bækur.
Þeir, sem mikla hafa getuna,
kjósa sér marga eða ef til vill
alla flokkana, sumir velja tvo
eða þrjá, en þeir, sem minnstu
mega af sjá, geta í einum flokki
eignazt allt upp í tuttugu bækur
sér til gagns og gamans, og þess-
Myndin sýnir þær bœkur, sem eru i 2. bókafiokki Norðra.
ara vildarkjara geta menn not-
ið, hvar sem þeir eru á landinu.
Svipuð kerfi og þetta, eru
mikið notuð á Norðurlöndum og
hafa gefizt mjög vel. Á þennan
hátt getur líka efnalítið fólk
eignast vísi til bókasafns með
hægu móti. — í bókaflokkun-
um eru fræðibækur almenns
efnis, skáldsögur sumra þekkt-
ustu höfunda íslenzkra, ævisög-
ur, sagnaþættir og þýddar
skemmtisögur og margt fleira.
Hefur verið gefin út ítarleg bók-
arskrá, þar sem eru tæmandi
upplýsingar um þessa merkilegu
nýjung. Bókaskráin fæst hjá
öllum bóksölum eða beint frá
útgáfunni, burðargjaldsfrítt.
Loks er vert að menn minn-
ist þess, að hver sá eyrir, sem
þeir gjalda fyrir bækur Norðra,
tryggir það, að hann fái gegnt
því hlutverki, að gefa út bækur,
sem skemmti, án þess að skaða
— og rit og ritsöfn, sem veiti
holla og nauðsynlega fræðslu og
stuðli að verndun fornra mann-
dyggða og íslenzkra menningar-
erfða.
Myndirnar
1. Sigamennska hefur löngum
verið talin mikil íþrótt, enda
hefur bjargsig lengi verið
þýðingarmikill þáttur í af-
komu þeirra, sem eiga heima
í nágrenni við fuglabjörgin.
H e i m a er bezt hefur áður
flutt ítarlega frásögn af
bjargsigi í Drangey. — Á
þessari mynd er sigamaður-
inn að taka sér hvíld í bjarg-
inu. Til hægri ofan við siga-
manninn sézt á hleðslu gam-
als fiskbyrgis. í slíkum
byrgjum var skreið þurrkuð.
Hér var það, sem „Tyrkinn“
skaut á fólkið, sem flúði í
fiskbyrgin, er þeir rændu í
Eyjum 1627. Ljósm.: Þ. Jós.
2. Losað um kolahlassið á vöru-
bifreiðinni. Víða er nú notazt
við aðrar og auðveldari
hleðsluaðferðir en þá, sem
þarna er sýnd. Tækninni
á forsíðu
íleygir áfram með hverju ári
sem líður. Ljósm.: Þ. Jós.
3. Lagt af stað í róður. Litlu
mótorbátarnir okkar, ásamt
hinum hraustu og harðdug-
legu sjómönnum, b.afa um
áratugi stuðlað að aukinni
velmegun íslenzku þjóðar-
heildarinnar, og hafa þar því
hliðstæðu hlutverki að gegna
og bændurnir, sem sækja
auð í skaut moldarinnar. Við
samanburð við þessar tvær
atvinnugreinar hins íslenzka
þjóðfélags, verður flest ann-
að „aumasti hégómi“.
Ljósm.: Þ. Jós.
4. Girðingarvinna hefur jafnan
talizt til vorverka í sveitum.
Á undanförnum árum hefur
óvenju mikið verið girt hér á
landi vegna sauðfjársjúk-
dómanna, er hér hafa herjað.
Ljósm.: Þ. Jós.
HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum • Kemur út mánaðarlega • Áskriftagj.
kr. 67.00 • Utgef.: Bókaútgáfan Norðri ■ Abyrgðarm.: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri:
Jón Björnsson • Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f.