Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Síða 22

Heima er bezt - 01.05.1953, Síða 22
150 Heima er bezt Nr. 5 skyndilega og gerði þreifandi jarðfjúksbyl, en fólkið á Strönd taldi víst, eftir tímanum, sem liðinn var frá því Sigga lagði af stað, að hún væri komin heim. Á Brekku var talið víst, .að Sigga mundi koma heim um kvöldið og vonað þó, að hún hefði ekki verið farin frá Strönd, er byl- urinn skall á. Ekki var fólkið þó rólegt yfir þessu. Stormurinn hélzt um kvöldið og lægði þó lítið eitt um níuleytið, svo að sást til hæða. Bað Björn tvo vinnumenn sína þá að skreppa suður að Strönd. Þegar þeir komu þangað, varð öllum bilt við, er þeir þóttust sjá, að Sigga mundi hafa villzt. Fóru þeir þá samstundis til baka og fengu þriðja manninn með sér, vinnu- mann þar. Áttu þeir fullt í fangi með að rata að Brekku, svo myrkur var bylurinn, enda hafði þá hvesst upp aftur. Varð nú dauft yfir, og ráðgast um, hvað hægt væri að gera, en öllum kom saman um þáð, að þýðingarlaust væri að ætla sér að gera leit í þessu veðri, því að menn réðu sér illa og sæju varla handa sinna skil. Stóð fólk þarna ráðþrota og bað þess og beið, að veðrið lægði. En stormurinn hélzt allt kvöld- ið og alla nóttina, svo að ekki þótti viðlit að aðhafast neitt. Þetta varð því mikil hörmunga- nótt fyrir alla, og þá einkum foreldrana, sem vöktu milli von- ar og ótta. Og heimilisfólkið á Strönd var kvíðafullt. Vinnu- maðurinn þaðan kom ekki heim, og var það vottur þess, að þeim hefði ekkert orðið ágengt. Á mánudagsmorguninn var enn bylur yfir alla sveit. Grím- ur á Bakka vaknaði nokkru fyr- ir fótaferðartíma og heyrði, að bylurinn lamdi enn á bænum. Hallaði hann sér þá útaf aftur og sofnaði fljótt. Dreymdi hann þá, að hann væri uppi á hól sunnan við Stekkjatúnið á Brekku, er þau Sigga höfðu lengi kallað hólinn sinn. Sam- stundis sér hann, hvar Sigga liggur í grænu grasi sunnan í hólnum, lítur til hans og segir: „Ég vissi það, að þú mundir koma hingað til mín. Ég sett- ist hérna sunnan í blessaðan hólinn okkar til þess að hvíla mig, og hef nú legið hérna litla stund. Elsku Grímur, ég er orð- in ósköp þreytt. Viltu nú ekki bera mig í rúmið mitt? — Berðu mig heim!“ í því að Sigga sleppti seinasta orðinu, vaknaði Grím- ur aftur. Lá hann síðan and- vaka fram á fótaferð og naut draumsins, án þess að velta því fyrir sér, hvort hann gæti haft nokkra raunverulega þýðingu. Bylurinn hélzt fram á miðj- an dag, þennan ömurlega góu- þræl. Þá slotaði loks veðri, svo að segja jafn skyndilega og það kom, og gekk þó ekki alveg nið- ur. Allan daginn var nokkur skafrenningur. En nú var sam- stundis hafin leit og jafnframt sendur hraðboði til bæjanna í kring með bón um liðveizlu. Allsstaðar var brugðið fljótt við og eftir stuttan tíma voru fjórir flokkar teknir til starfa. Bakki var meðal þeirra bæja í sveitinni, sem eru lengst frá Brekku. Þangað barst þessi raunasaga þó fyrir miðmunda og varð öllum illt við. Grím og Einar setti hljóða, en Ella grét eins og barn, því að grunur dauðans beit á hana. Grímur var svo að segja umsvifalaust altilbúinn og beið eftir Einari litla stund. Kvöddu þeir svo Elínu og Grímur bað hana að sætta sig við systur- hvarfið, hann vonaði að hún fyndist. Svo fóru þeir þrír saman og hlupu við fót í áttina að Brekku. Grímur réð strax ferðinni, bæði stefnu og hraða. Þeir stefndu að Brekku. Þegar þeir eru komnir langleiðina, sjá þeir til leitar- manna á gangi, til suðurs og norðurs, tveir og tveir saman. Grímur gefur sig ekkert að þeim. Sendimaður vildi hafa tal af þeim og taldi Grímur það rétt, en hélt sjálfur áfram í sömu stefnu og áður sunnan við Brekku og Einar fylgdi honum. Oft hafði Grímur heyrt talað um drauma og þýðingu þeirra, en til þessa hafði hann ekki orðið þess var, að sínir draumar væru ann- að en rugl og markleysa. Nú breyttist þetta viðhorf til draumanna allt í einu. Sam- stundis og hann heyrði, hvern- ig komið mundi vera, þóttist hann viss um, hvar líklegast væri að leita. Hann hélt því áfram viðstöðulaust austur á Hádegishól. Það var hóllinn þeirra barnanna. Þegar þangað kom, var þar ekkert að sjá, ann- að en vindbarða, trafhvíta snjó- fönn sunnan i hólnum. En und- ir þessari köldu sæng hlyti Sigga að hvíla. Og þó að þeir yrðu einskis varir þá, var eins og hann heyrði nú aftur elsku- lega rödd hennar segja: Berðu mig heim! Þeir höfðu reku með sér, tré- reku. Þær voru til á hverjum bæ fyrir hundrað árum, snjórekurn- ar. Og það eru nú liðin rúm' hundrað ár frá þessum atburði. Héðan hafði Sigga síðast kall- að til hans, og Grímur sneri sér undan og grét um stund. Hann var viss um, að undir þessari köldu sæng hvíldi hún nú. Og þeir fóru að moka til, eftir fyr- irsögn hans, sunnan í hólnum, ofan frá, meðfram jörðinni, „ganga ekki um fönnina“ — „fara varlega", sagði Grímur. Og Einar fór að orðum hans, þótt hann hefði enga trú á, að það væri til neins. Hann vissi, að Grímur hafði nóg að bera, þótt hann ,yki ekki á það með mót- þróa. Þeir ruddu snjónum frá til hliðar af breiðu belti, víðri geil, niður hólinn, mokuðu til skiptis lengi, lengi, án þess að verða nokkurs varir. Fönnin varð þykkari og þykkari, eftir því sem'neðar dró. Vonleysið og til- gangsleysið dró úr Einari, en Grímur var öruggur. „Fara var- lega, gætilega, en halda áfram.“ Þetta sækist hægt. Skaflinn nær upp undir hendur. Hvað um það. Áfram, segir Grímur, ofan í miðja brekku. Þar koma þeir að þrepi. Grímur þekkti það, það gat eins verið svæfill. Þeir taka sér hvíld. Einar setzt efst í hóln- um; það var orðið gott veður, glaða sólskin. Grímur hyggur að öllu. Úti í horni vestan megin í þessum tröðum, verður hann þess var, að snjórinn er heldur lausari, ekki eins fastur; þegar hann rótar þar ofurlítið til, kemur fram smáloft. Hann hef- ur orð á þessu við Einar. Það vekur athygli hans, en með sjálfum sér býst hann við, að þetta sé hugarburður einn, kem- ur þó til Gríms og sýnist hið

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.