Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Side 29

Heima er bezt - 01.05.1953, Side 29
Nr. 5 Heíma er bezt 157 Úr fylgsnum . . . Framh. af bls. 153. hana ekki enn inn í tjaldið. Nokkrir menn komu með skildi og stafi og réttu að henni bikar með áfengum drykk. Hún tók bikarinn, söng og tæmdi hann. „Nú kveður hún þá, sem henni eru kærir“, sagði túlkurinn við mig. Þessu næst var réttur að henni annar bikar. Einnig hann tók hún og hóf söng á löngu kvæði. Þá bauð gamla konan henni að flýta sér, tæma bikar- inn og ganga inn í tjaldið, þar sem lik herra hennar lá. En nú hafði ótti gripið konuna og hún hikaði. Samstundis tók þá gamla konan um höfuð henni, dró hana inn í tjaldið og gekk sjálf inn á eftir henni. Menn- irnir tóku þá þegar í stað að slá með stöfunum í skildina, að menn skyldu ei heyra óp kon- unnar, sem hefðu getað fælt aðrar konur frá að velja sams- konar dauðdaga með húsbónda sínum og herra. Sex menn gengu þessu næst inn í tjaldið og lögðu konuna við hlið líksins. Tveir gripu um fætur henni, tveir um hendur. Og gamla konan, sem kallast dís dauðans, lagði snöru um háls henni, fékk mönnunum tveim hana í hendur, að þeir skyldu toga í, gekk síðan sjálf fram til konunnar með breið- blaðaðan hníf og rak hann milli rifbeina hennar. Hún dró hann þegar í stað út aftur, en menn- irnir tveir kyrktu hana með því að toga í snöruna og gaf hún upp andann. Nú gengu nánustu ættingjar hins látna fram, tóku viðarbút, kveiktu í honum, gengu með hann aftur á bak til skipsins og báru eld að þeim viði, sem lagð- ur hafði verið undir skipið. Því næst komu einnig aðrir, sem viðstaddir voru, með einn viðar- kubb hver. Eldur var kveiktur í öðrum enda hans og honum kastað á bálið. Brátt lék eldur um allan viðinn, náði svo til skipsins og síðan tjaldsins, þar sem lík mannsins og konunnar lágu. Að lítilli stundu liðinni stóð skipið með öllu, sem í því var, í björtu báli, og loks var ekki annað að sjá á staðnum en ösku- hrúgu. Þar sem skipið hafði staðið urpu þeir nú einhverju, sem líktist keilumynduðum haugi og uppi á honum reistu þeir stóran tréstólpa, 'sem þeir ristu á nafn hins látna höfð- ingja.“ Þannig lýkur frásögn hins arabiska ferðamanns. Hann getur hér um konu, sem vill fylgja húsbónda sínum og herra í dauðann og er fórnað. Þessi siðvenja er ekki norræn og hef- ur aldrei tíðkast á Norðurlönd- um svo að sögur hermi. Hins vegar tíðkaðist þessi siður með- al slavneskra þjóða í grárri forneskju og er ekki ólíklegt — ef marka má sögu þessa Araba — að hinir norrænu víkingar, sem fluttu austur til Rússlands, hafi tekið þennan sið upp eftir nábúum sínum. Saga þessi minnir einnig all- mjög á dauða Brynhildar Buðla- dóttur eins og frá honum er sagt í Sigurðarkviðu hinni skömmu og Helreið Brynhildar. Bryn- hildur hafði búið Sigurði Fáfn- isbana fjörráð, þeim manni, er hún elskaði. Ofurharmur greip hana eftir dauða hans og hún ákvað að fylgja honum á hel- veg. Hún skipti gulli sínu og dýr- gripum milli þeirra, sem við- staddir voru og mátti hver taka sem hann vildi. Því næst fór hún í gullbrynju og veitti sér bana- sár með sverði sínu. í Eddu Sæ- mundar segir þannig: „Eptir dauða Brynhildar váru gör bál tvau, annat Sigurði ok brann þat fyrr, en Brynhildr var á öðru brennd ok var hon í reið þeiri, er guðvefjum var tjölduð.“ Á bál voru einnig bornir átta þrælar Brynhildar og fimm ambáttir, er hún hafði látið drepa, ásamt þrevetra syni Sigurðar og Gutt- ormi, banamanni Sigurðar. E. M. J. Óþekktir liðsmenn . . , ' Framh. af bls. 142. seinna urðu rithöfundum og fræðimönnum óþrjótandi efni til rannsóknar og rita. Sögurnar fræddu og skemmtu í skammdegi vetranna. Rímur og ljóð styttu stundir og studdu að viðhaldi og varðveizlu máls- ins. Ævintýrin þroskuðu imynd- unarafl unglinganna og lét þá gruna fleira en sögnin sagði. Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpað er, svo andann gruni enn þá fleira en augað sér. , (H. Hafst.). Og hverjir hafa það svo verið, sem gáfu sögn og ljóði líf, frá landnámstíð til okkar daga? Það var fólkið, sem lærði ljóð og sögur af vörum skálda og sagna- manna — síðar einnig af bók- um. — Margt af þessu fólki voru fátækir förumenn, fyrirlitnir af ríkismönnum, en flestum fá- tækum fengur í fámenni og frosti fjalladala. Og ekki má heldur gleyma ömmunum, sem rauluðu í rökkrinu, og sögðu börnunum sögur. Og jafnvel mega þeir vera með, sem kváðu rímur við raust og köstuðu fram laglegum lausavísum. Allt líf er jafnt að eðli og ætt, sem eitthvað hefur veröld bætt. S. G. S. Með sanni mætti því segja, að þetta fólk hafi varðveitt fjöregg þjóöarinnar, en fræðimenn og skáld ungað því út. — Og þó hefði unginn aldrei fengið vængi og söngur hans illa hljómað, ef förumenn og fá- tæklingar hefðu ekki tekið und- ir með honum og gefið söng hans fyllri hljóm og meira líf. Jóh. Ásgeirss. Ólafur í Króki . . . Framh. af bls. 136. Svo rann hvítasunna, björt og fögur, með sólblik á sæ og fugla- söng í laufgrænum skógarhlíð- um. Kvöldið áður hafði Ólafur gamli dregið á stein tvo góða borðhnífa og þrautbrýnt þá síð- an, svo að stóðu á hári. Snemma morguns á hvítasunnudaginn reis hann úr rekkju og gekk fá- klæddur út á tröppur sínar, nær mannhæðar háar á annan veg- inn. Hafði hann síðan snögg handtök, brá borðhnífnum og skar sig á háls í kross, frá eyra til eyra, og steyptist um leið út af tröppunum og hálsbrotnaði. Ég fékk fréttina í rúmið með morgunkaffinu! —

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.