Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Page 32

Heima er bezt - 01.05.1953, Page 32
160 Heima er bezt Nr. 3 I því bili, að straumurinn grípur kofann, tekst mér að skríða upp á þakið. Eg heyri, að Mikki svamlar um í vatninu inni fyrir og ýlfrar ámátlega. Ég reyni af fremsta megni að hughreysta Mikka. Hann sefast dáh'tið, þegar hann heyr- ir, að ég er svo nálægt honum á þessu íerða- lagi hans. Línus stendur á .... .... bakkanum og hrópar til mín. Hann segist ætla að ná í bát og koma mér til bjargar. Mér tekst nú að losa fjöl í þakinu og brátt hef ég gert svo stórt gat á það, .. .... að ég kemst í gegnum það og næ til Mikka, sem heilsar mér með gleðilátum. Eg dreg veslings vin minn upp úr vatninu og skreiðist aftur upp á þakið með hann. Við höldum áfram ferð okkar, sitjandi á mænisásnum. Okkur rekur áfrafn með mikl- um hraða, og ég óttast, að nú sé hvcr síð- astur. Línus leitar árangurslaust að bát, sem hann geti notað okkur til hjálpar. Hann fylgir okkur eftir á landi i lengstu lög, en þar kemur að hann kemst ekki lengra, og við missum sjónar á honum. Um kvöldið rekur hið ótrausta far okkar að Iandi, og strandar við tanga nokkurn. Við hröðum okkur í land, glaðir yfir að hafa sloppið lifandi úr þessari hættuför. Nú er um að gera að komast heim aftur. Ég legg leið mína um veg, sem liggur í öf- uga átt við leiðina, sem við sigldum. Það dimmir óðum og leið okkar liggur í gegnum skóg. Við komum að afskekktu húsi. Ég ber að dyrum og ætla að spyrja mig til vegar. Stillileg kona kemur til dyra og horf- ir rannsakandi og tortryggnislega á mig.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.