Heima er bezt - 01.08.1955, Síða 2
226
Heima er bezt
Nr. 8
Þ jóðlegt
h e i m i I i s r i t
(yrtiMtö
Úr „Hrimsósóma” Skáld-Sveins
IIEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar-
leea . Áskriftagjald kr. 67.00 . Úteefandi: Bókaútgáfan Norðri .
Heimiiisfaní blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f.
Abyrfðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson •
Ef nisyf irlit
Bls. 297 Um líf og dauða að tefla, eftir Bjarna Sigurðsson.
— 231 Lýðháskólinn í Askov, eftir Sigurð Guðjónsson.
— 235 Þvæla — þvaga. eftir Helga Guðmundsson.
— 236 Gamlar minningar, eftir H. Kr. Benediktsson.
— 238 Herman Wildenvey, eftir Ó. G.
— 240 Bíldsfell og bændur þar, eftir Kolb. Guðmundsson.
— 242 Sumardagur, kvæði.
— 243 Á verði um gullkistuna, eftir G. G. Hagalín.
— 250 Miðsumarsvaka í Norður-Svíþjóð.
— 253 Apavatnsbragur. Myndasagan og margt fleira.
Forsí ðumyndin
Fuglarnir á Tjörninni
Reykjavíkurtjörn er einhver mesta prýði höfuð-
staðarins. Það er fallegt kringum tjörnina, vel hirt-
ir garðar og myndarlegur gróður. Fuglalíf er tals-
vert á tjörninni. Eitthvert mesta yndi barna og full-
orðinna er að ganga fram með tjörninni og skoða
fuglana og gefa þeim. Einkum vekja andarung-
arnir athygli yngstu borgaranna. Nokkrir svanir
hafa líka aðsetur sitt þar, og virðast þeir njóta lífs-
ins í fyllsta mæli.
f bænum sjálfum hafazt dúfurnar við. En upp á
síðkastið lítur svo út, sem herferð hafi verið hafin
gegn þessum fallegu og algerlega meinlausu fuglum,
sem hvervetna erlendis eiga friðland í borgunum
og þykja hin mesta prýði. En hér hefur röksemdin
gegn dúfunum verið sú, að óþrif væru að þeim. O-
jæja, flest má færa fram vitlausum málstað til
stuðnings, ef vilji er fyrir hendi. Satt er það að
vísu, að dúfurnar hafa það til að láta eftir sig mið-
ur hreinlega hluti hér og þar á gangstéttum og
húsaþökum, en skyldi ekki vera nær fyrir herfor-
ingjana 1 dúfnastríðínu að líta sér nær. Er ekki ým-
islegt annað óhreinlæti hér, sem menn eiga sök á?
Frh. á bls. 252.
Skáld-Sveinn var uppi um 1460—1530. Hefur hann
verið talinn afbragðsskáld á sinni tíð. Prentað er
kvæðið í Vísnabók Guðbrands biskups. Telur hann
það þá gamalt. Lítið sem ekkert er vitað um ævi
skáldsins, en sjá má af þessu kvæði hans, að hann
hefur hugleitt það, sem gerðist í samtíð hans, og
ekki líkað vel. Ekki er laust við að talsvert sé líkt
með 16. öldinni og þeirri 20. Hér fara á eftir fyrstu
erindin, en kvæðið er langt:
Hvað mun veröldin vilja,
hún veltist um svo fast
að hennar hjólið snýr?
Skepnan tekur að skilja
að skapleg setning brast,
og gamlan farveg flýr;
hamingjan vendar hjóli niður til jarðar,
háfur eru til einskis vanza sparðar,
leggst í spenning lönd og gull og garðar,
en gætt er siður hins, er meira varðar.
Þung er þessi plága,
er þýtur út i lönd
og sárt er að segja í frá,
millum frænda og mága
magnazt stríð og klönd,
klagar hver mest er má;
á vorum dögum er veröld í hörðu reiki,
varla er undur, þó að skepnan skeiki,
sturlan heims er eigi létt 1 leiki,
lögmál bindur, en leysir peningurinn bleiki.
Svara með stinna stáli
stoltarmenn fyrir krjár,
en vernda litt með letur;
þann hefur meira úr máli,
manna styrkinn fár
og búkinn brynjar betur;
panzari, hjálmur, pláta, skjöldur og skjómi
skúfa lögin og réttinn burt úr dómi,
að slá og stinga þykir nú fremd og frómi,
féð er bótin, friður sátt og sómi.
Hvert skal lýðurinn lúta?
Lögin kann enginn fá,
nema baugum býti til;
tekst inn tollur og múta,
taka þeir klausu þá,
sem hinum er helzt í vil.
Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi,
völdin efla flokkadrátt í landi,
harkamálin hyljast mold og sandi, —
hamingjan banni að þetta óhóf standi.