Heima er bezt - 01.08.1955, Síða 10

Heima er bezt - 01.08.1955, Síða 10
234 Heima er bezt Nr. 8 J. Th. Arnfred, skólastjóri, tók við af Appel og lét af störfum fyrir tveim árum. III. Að lokum skal svo getið nokk- urra þeirra ágætismanna, sem unnið hafa Askov-skólann upp til þess, sem hann er: Forustuskóla norrænna lýðháskóla og frjálsrar lýðmenntunar á Norðurlöndum. Er þar fyrst að nefna guðfræð- inginn Ludvig Schröder, sem var stofnandi Askov og fyrsti for- stöðumaður. Var hann sæmdur prófessorsnafnbót fyrir starf sitt i þágu danskrar lýðmenntunar og talinn með beztu skólamönnum Dana á síðari hluta 19. aldar. Hann lézt 1908. Þá skal nefna eðlisfræðinginn og stærðfræð- inginn prófessor Poul la Cour, einn bezta kennara, sem í Askov hefur verið og ritað hefur merki- leg rit í eðlisfræði og stærðfræði. (söguleg eðlisfræði og söguleg stærðfræði). Lézt hann einnig 1908. Þá var guðfræðingurinn og tónskáldið Heinrich Nutzhorn, sem var hvers manns hugljúfi og gladdi æskuna með hinum fögru tónum sínum. Þessir þrír mætu menn voru frumherjar skólans. En maður kemur í manns stað. Við forstöðu skólans tók svo tengdasonar Schröders, Jakob Appel, og hin unga kona hans, Ingeborg Appel, og með þeim ungir og dugandi, háskóla- menntaðir kennarar. Meðal þeirra var dr. phil. Marius Kristensen, sem var allra manna lærðastur í danskri tungu og norrænum bókmennt- um og mikill unnandi íslenzkra fræða. Þá voru meistararnir Jens Rosenkjær (náttúrufræðingur) og C. P. O. Christiansen (sagn- fræðingur), sem hvorirtveggja voru afburða lærdómsmenn og kennarar, og loks J. Th. Arnfred verkfræðingur, aðal eðlis- og stærðfræðikennari skólans eftir próf. La Cour og forstöðumaður hans frá dauða Appels 1932. Þó að allt væru þetta snjöllustu menn, mun Appel þó fyrir margra hluta sakir verða nem- endum skólans frá þeim árum, sem hér um ræðir, áratugunum 1910—1930, minnisstæðastur. Hann var stærðfræðingur og eðl- isfræðingur að mennt og mikill kennari og fyrirlesari. En hann var fyrst og fremst maður vilja og myndugleika og höfðings- skapar i öllu starfi sínu og fram- komu, svo að af bar, og auk þess allra manna fyrirmannlegastur í sjón. Þess vegna var hann svo vel til forustunnar fallinn. Hann fór tvisvar með embætti kennslu- málaráðherra í Danmörku og sómdi sér þar vel eins og i hinum stóra skóla sínum. Um ísland tal- aði hann ávallt með hlýjum hug og af djúpri virðingu, „hið mikla musteri minninganna“ (sögu og ljóða), eins og hann stundum nefndi land vort. Frú Appel stjórnaði skólanum í ráðherratíð manns síns og geta menn af því séð, hvað í hana var spunnið. Hún var fríð kona sýnum, stillt vel og móðurleg í allri framkomu, en gat verið ákveðin, ef því var að skipta. Hún kenndi annars stúlkum leikfimi og hafði þá jafnan með sér tvær yngstu dæt- ur sínar (5—10 ára). Voru litlu telpuhnokkamir auðvitað í leik- fimisbúningi eins og skólastúlk- urnar og hlupu um í salnum, meðan æfingar fóru fram. En augað vandist snemma fegurð íþróttanna, og það var víst það, sem móðir þeirra vildi. Um hvern og einn þeirra ágætu kennara í Askov, sem hér hafa verið nefndir, sem og hina, sem ekki vinnst tími til að nefna, hygg ég, að nemendur skólans myndu vilja segja það sama, sem FRÁ KENNARANÁMSKEIÐI í ASKOV. I annari röð, 2. frá vinstri, Sig. Guðjónsson, yzt t. h. í sömu röð, Stefán Stefáns- son. 1. f. v. í 3. röð, Guðjón Eiríksson, póstfutttrúi. 4. röð, Ingi Gunnlaugsson, póst- maður og ncestur honum, Þorbergur Kjartansson, kaupm. 5. röð, 3. }. h. Fr. Asmunds- son Brekkan, rithöf. Fyrir miðju: Jacob Appel, ]. Th. Arnfred og Axelsen-Drejer. Að baki þeirra dr. Marius Kristensen. I efstu röð, 4. f. h. C. P. 0. Christiansen síðar skólastjóri.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.