Heima er bezt - 01.08.1955, Síða 11

Heima er bezt - 01.08.1955, Síða 11
Nr. 8 Heima er bezt 235 ÞVÆLA — ÞVAGA Gaman og alvara C. P. 0. Christiansen, síðast skólastjóri, einn af frömuðum ný- norrœnu hreyfingarinnar, sbr. grein um Bukdahl í júníhefti þessa rits. Jón biskup Ögmundsson sagði um hinn góða kennara, ísleif biskup Gizurarson: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið, hann reyndi ég svo að öllum hlutum.“ Og fegurra lof er ekki hægt að gefa neinum manni, hvorki lífs né liðnum. — IV. Auðvitað hefur svo Askov- skólinn haft mikil og víðtæk áhrif í dönsku þjóðlífi. Þúsundir æskumanna hafa sótt hann á liðnum árum og farið þaðan menntaðri og víðsýnni, glaðari og styrkari til starfa sinna, svo að segja á öllum sviðum þjóðlífs- ins og sennilega enzt það vega- nesti til æviloka. Og einnig á ís- lenzkt þjóðlíf hefur norræna lýðháskólahreyfingin haft sín áhrif. Því að héraðsskólar vorir verða að teljast grein á þeim mikla meiði, þó að reknir séu með nokkuð öðru sniði en lýð- skólarnir í hinum Norðurlönd- unum. Eiga þeir menn því vissu- lega þakkir skilið, sem stuðlað hafa að stofnun þeirra hjá oss og í gamla daga voru fengnar hér melþvögur utan úr Selvogi. Þær voru af Strandarkirkjusöndum þeim, sem sr. Eiríkur á Vogsós- um lét púkana flétta reipin úr. Þær voru notaðar til að skrúbba með þeim strokka, trog og byttur, kyrnur og aska. Þá átu jnenn úr öskum. Þeir voru aðallega smíðaðir norður á Hornströndum, tveggj a marka askar handa kvenfólki og þriggja marka handa körlum. — Ekki var það venja þá, að fólk leyfði af mat sínum heldur var hitt, að það fengi ekki nægju sína. Á það bendir gömul vísa: „Innan sleiki ég askinn minn, ekki er saddur maginn. Kannast ég við kreistinginn kóngs á bænadaginn.“ Þá sleikti fólk innan askana með fingrinum, sem síðan heitir sleikifingur. Svo voru hvolparnir látnir hreinsleikja, því að þeir hafa næma tungu. Síðan var blásið í kross í ask- inn, honum skellt aftur og lát- inn upp á hillu, og var þá allt í lagi. — Þá höfðu menn asklokið sitt fyrir sjónarsvið, enda var það þjóð vor og löggjafarþing fyrir það mikla fé, sem nú er til þeirra lagt, sem og til annarra æsku- lýðsskóla lands vors. Mönnum blöskrar stundum, hve mikið þetta fé er. En hitt er víst, að nú- verandi kynslóð íslendinga verð- ur aldrei dæmd fyrir það, sem hún gerði til vaxtar og frama æsku landsins. Þvert á móti mun það ávallt sýnast, að hún skildi hið gamla spakmæli, að „mennt er máttur“, og sennilega sá mátt- ur, sem að lokum ræður mestu um örlög einstaklinga og þjóða í heimi hér. Vér óskum því, að þjóð vor mætti ávallt vaxa að þeim göfuga mætti og trúum því, að þá fari allt vel fyrir henni. allt útskorið með höfðaletri. Nú er þetta svið orðið stærra og víðara, svo sem kunnugt er. Þá voru askarnir þvegnir upp úr hangikjötssoði á aðfangadags- kvöld jóla og skammtaður í þá jólagrauturinn daginn eftir. Sá atburður gerðist á Hólum í Hjaltadal endur fyrir löngu, að vinnustúlka þar var að bera askana fram í búr til að skammta í þá kvöldmatinn, en um löng og dimm moldargöng var að fara. Hvarf hún þá inn i einn vegginn með askahrúg- una í fanginu, og hefur ekki síð- an sézt af henni né öskunum tangur né tetur. Þetta skeði í tíð Galdra-Lofts og var honum kennt. Hann var hrekkjalómur, skömmin, og fyrirtektasamur. Hann hvarf í sjóinn undir Jökli. Friður sé með honum. Spónamatur. í gamla daga var það kallað rugl eða hræringur þegar hrært var saman fornskyri og gul- rófnakáli, hellt svo út á heitri mjólk og þá ysti þetta og hét þá kélystingur. Allar sortir af grautum, þar með taldar baun- ir, ábrystur og vellidrafli, var kallaður spónamatur, en harð- fiskur og allt harðæti, brauð og ket og allt sem nota þurfti hníf við — átmatur. — Þá átu menn með spónum. Þeir voru smíðaðir úr hrúts- hornum og líka úr nautshorn- um, og þóttu þeir eigulegri. Hvorutveggja voru útskornir á sköftunum með höfðaletri. Þeg- ar spænir voru orðnir eyddir og aflagaðir voru þeir kallaðir geplar. Spænir voru notaðir til af- mælisgjafa og sumargjafa. Bóndi einn i Miðengi gaf vinnukonu sinni spón í sumar- gjöf. Stuttu síðar er húsfreyjan á gangi úti við og verður henni þá litið ofan í heygeil eða hey- skjól og sér að bóndinn og vinnukonan eru að bauka eitt- hvað þarna ofan í. Henni mis-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.