Heima er bezt - 01.08.1955, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.08.1955, Qupperneq 18
242 Heima er bezt Nr. 8 ilum. Sýslumaður og meðdóms- menn ákváðu, að landamerkin skyldu vera um Veiðihól. Og við það hefur setið síðan. Hvorugur var ánægður. Eins og fyrr segir mun Ög- mundur lítið hafa skipt sér af sveitarstjórn eða félagsmálum yfirleitt. Greiddi hann hin opin- beru gjöld skilvíslega og innti af hendi öll lögskil, svo að ekki varð að fundið. Þegar Einar prestur Sæmundsson kærði flesta bænd- ur í Grafningshreppi fyrir tíund- arsvik 1826, þá var Ögmundur sá eini af bjargálna mönnum, sem prestur undanskildi, og orðar það þannig í kæruskjalinu: „Hjá Ögmundi á Bíldsfelli er víst snotur tíundargjörð.“ Þegar þetta var hefur Ögmundur verið fyrirvinna hjá móður sinni. En það sýnir, að prestur hefur á- litið hann sérstaklega áreiðan- legan og vandaðan mann. Um hina segir hann, sem undan- skildir eru, að þeir séu svo fá- tækir, að þeir hafi líklega ekkert til að draga undan, og því sé ekki ástæða til að kæra þá. Þegar lögréttir Ölfuss og Grafningsmanna voru færðar frá Hvammi vestur í Hveragerði um 1845, var Ögmundur mótfallinn þeirri breytingu. En þegar búið var að ákveða það á löglegan hátt, þá sætti hann sig við orðinn hlut og lagði til menn að sínum hluta til að byggja nýju réttirnar. Þrír bæir voru í félagi um sama dilkinn og voru tveir menn sendir frá hverjum bæ; grjótið var fært að á handbörum. Ögmundur var þar sjálfur með vinnumann með sér. Ögmundur var sjálfkjörinn verkstjóri í sínu dilkfélagi. Byrj- aði hann á því að hvetja menn til dugnaðar og kvaðst ætlast til þess, að þeir gætu lokið við verkið á einum degi. Það tókst þeim, en heldur þótti þeim verkstjórinn vera kappsamur og fljótur að taka eftir, ef einhver gekk linlega að verkinu. Þegar fram á daginn kom, sást það greinilega, að verkið gekk mun betur hjá flokki Ögmundar en annara, sem þarna voru þennan dag við réttabygginguna. Fóru þeir því að vinna af meira kappi, til þess að verða ekki langt á eft- ir Ögmundi og félögum hans. Um kvöldið varð Ögmundur fyrstur að ljúka sínu hlutverki og gat því farið fyrstur heim með sína menn. En þá áttu all- ir hinir eftir meira og minna af sínu hlutverki. í stuttu máli sögðu allir, sem ég heyrði minn- ast á Ögmund á Bíldsfelli — en þeir voru margir —, að hann hafi verið einn mesti fyrirmyndar bóndi sinnar tíðar í jarðrækt og dugnaði. Enda tóku nágrannar hans hann þar að ýmsu leyti til fyrirmyndar, þó að enginn þeirra gæti til fulls jafnast á við hann. Ögmundur var alla ævi heilsu- góður. Hann andaðist 24. janúar 1866, 66 ára gamall. Banamein hans er skráð í kirkjubók Úlf- ljótsvatnskirkju: „Taksótt". Heimilið á Bíldsfelli þótti fyr- irmyndarheimili í tíð þeirra hjóna, Elínar og Ögmundar, hvað alla háttprýði og reglusemi snerti. Enda hafði húsfreyjan að sínum hlut ekki síður orð á sér fyrir húsmóðurstörfin en hús- bóndinn fyrir dugnað sinn og búsýslu utanhúss. Hún var gáf- uð kona og kenndi börnum sín- um allt það bezta, sem hún kunni. En bókakostur mun hafa verið heldur lítill, nema guðs- orðabækur. Öll lærðu þau að lesa og skrifa, auk kristinna fræða, og sum þeirra, sem bókhneigð- ust voru, meira í ýmsum grein- um. Öll börn þeirra höfðu al- menningsorð á sér fyrir dugnað og mannkosti. Elín hætti búskap, þegar Ög- mundur maður hennar andað- ist. Tók þá Jón Ögmundsson, sonur þeirra, við búi á Bílds- felli. Hann hafði þá búið 2 ár á Torfastöðum og var giftur Þjóð- björgu Ingimundardóttur frá Króki. Elín dvaldist hjá þeim hjónum á Bíldsfelli til dauða- dags* Hún lézt 28. október 1878, talin 76 ára. Það þótti höfðinglegt af Jóni syni hennar, hvað hann gerði myndarlega útför hennar. Þar voru viðstaddir m. a. 3 prestar, sem allir fluttu ræðu. Sóknar- presturinn.séra Eggert Sigfússon í Klausturhólum, séra Jón Jóns- son á Mosfelli og séra Jens Páls- son, sem þá var aðstoðarprest- ur föður síns, séra Páls Mattias- sens í Arnarbæli, auk margra úr Ölfusi og Grímsnesi og víðar að. Sumardagur I dag er sól og sumar og sunnan blása vindar, það syngur fugl í runni einn ljúfan gleðibrag. Nú grænir eru balar og gamlir fjallatindar þeir glitra móti himni um júlí-sólskinsdag. A fætur snemma er farið og frískur morgunblærinn hann fyllir Ioftið angan, sem heillar manninn strax. Hve gott er út að koma, nú glampar allur særinn. Við göngum rösk til starfa í byrjun vinnudags. t Að verki strax er gengið um völlinn breiðist taðan, hún verður máske þur, áður en dagur líður hjá. Og það er líka gott, því að heima bíður hlaðan, sem hana á að geyma, unz jörðin byrgist snjá. Svo vinnur hver sem má, því að verkið þarf að ganga, af vinnugleði sumir þá máske raula lag. Og kaupakonan unga, svo kát með bros á vanga, hún keppist við að raka um sumar- langan dag. Að kvöldi dags er haldið heim, að loknum störfum, og hvílast munu flestir, þá nóttin svífur á. En ég vil setjast úti og sinna andans þörfum, sem minn hugur þráir, er hljóðna fuglar smá. Nú hvílir sveit í friði um fagrar nætur stundir og fríðu blómin krónunum aftur ljúka hljótt. I drauma minna veldi verða dásamlegir fundir við draumgyðjuna mína — ég býð því góða nótt. Steinþór B. Kristjinsson, Hjarðardal.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.