Heima er bezt - 01.08.1955, Page 27

Heima er bezt - 01.08.1955, Page 27
Nr. 8 Heima er bezt 251 rofinn, og þú verður einn þeirra, sera gengur milli þols og höfuðs á honum, og svo fylgir reimleikinn þér til íslands. Sænskir draugar á íslandi! Skyldu þeir þurfa vegabréf?“ Karl hló innilega yfir þessari fyndni sinni, en gleði mín var fjarri þetta kvöld. Seinna vissi ég, að það sem átti eftir að ske þessa nótt, hefur haft þessi döpru áhrif á mig. Veðrið var óbreytt, nema hvað nú rigndi meira. Nú heyrðum við rjálað við hurðina á kofanum. Ég fór til dyra, og lítil, regn- klædd stúlka skauzt inn. Þetta var Giska, ein af finnsku stúlk- unum, sem sáu um matreiðsluna fyrir okkur. Hún staðnæmdist á miðju gólfi og regnið draup af henni. Hún fór úr regnkápunni og tók af sér sjóhattinn, sem hún var með á höfðinu. „Hundaveður í kvöld“, sagði hún. Hún talaði sænskuna með hljómlausum framburði, eins og flestir Finnar. Svo tylti hún sér á stól fyrir framan eldstæðið. Hún var náföl. Ég hélt að það væri af kulda. „Er nokkurntíma svona veður heima hjá þér, ísland? Eru regn- droparnir ekki heitir eins og vatnið, sem kemur upp úr jörð- inni?“ Ég horfði á hana meðan hún talaði, andlit hennar var svo einkennilega lífvana. Ég brosti við, mér hlýnaði í skapi við að heyra minnst á heita vatnið, sem kemur upp úr jörðinni. Þar áttum við þó eitt- hvað sem flestar aðrar þjóðir gátu ekki gumað af. „Á hvaða leið ert þú Giska?“, sagði nú Karl. Hann horfði rannsakandi á stúlkuna. „Ég er á leið inn í bæinn“, svaraði hún. Hún starði inn í eldinn á meðan hún talaði. Kom bara við til að hvíla mig.“ „Hvar er Erkko“, spurði ég. Erkko var unnusti hennar, gjörfulegur Finni með stálhart blik í augum, sem lét hlut sinn aldrei fyrir neinum. „Erkko“, endurtók hún. Nú skutu augu hennar gneistum. „Hvað kemur mér við hvar hann er.“ Rödd hennar titraði lítið eitt um leið og hún svaraði, svo stóð hún upp, tók kápu sína og sagði: „Blessaðir, strákar. Þakka ykkur fyrir allt. Svo var hún horfin út í storminn og rigninguna. Við litum hvor á annan. Und- arlegt framferði á Gisku í kvöld. Stormurinn hristi kofann okkar, eins og til að sýna okkur hve máttvana við værum gegn ægi- valdi örlaganna. Við skriðum í svefnpokana og hlustuðum á óveðrið úti fyrir. Karl sofnaði nærri strax og bylti sér í pokanum. Eitthvað hélt fyrir mér vöku. Ég gat ekki gleymt fölu, lífvana andliti finnsku stúlkunnar. Hvað eftir annað fannst mér ég sjá svört, stingandi augu hennar. Ég reis upp við dogg og horfði í deyjandi eldinn. Allt í einu hrökk ég við. Það voru barin bylmingshögg á hurðina. Karl rumskaði ekki. ,,Hver er það“, kallaði ég. „Opnið þið, það er Nilsson“, var svarað dimmum rómi. Nilsson var flotformaðurinn okkar, risi að vexti og ramur að afli, og hafði á skrokknum þrjú ör eftir hnífstungu. Hann var drengur hinn bezti en funabráð- ur. „Opnið þið strax, strákar“, endurtók hann. Ég opnaði og inn komu Nilsson og Erkko, unnusti Gisku. Vatnið draup af þeim. Nilsson gekk að fleti Karls. „Vaknaðu, Karl“, öskraði hann og hristi Karl þar til hann vakn- aði. Karl vaknaði, reis upp og spurði hvað gengi á. „Hefur Giska komið hér“, spurði Finninn. Rödd hans var hörð og stálharða blikið, sem var svo einkennandi fyrir hann, lýsti úr augum hans. „Eigum við að passa þitt kven- fólk“, svaraði Karl önugur. „Enga útúrsnúninga“, sagði Nilsson. Orðin voru snörp eins og svipuhögg, svo við litum ósjálf- rátt á hann. „Hér er alvara á ferðum“, bætti hann við. „Giska kom hér fyrir 2 tímum, hún sagðist vera á leið í bæinn“. Ég horfði á Erkko um leið og ég sagði þetta. Andlit hans var sem höggvið í stein. Þetta var maðnr, sem bauð öllu byrginn. Ég fékk hálfgerða andúð á honum á þessu augnabliki. Nú var það Nilsson, sem tók til máls. „Þú,Erkko, ferð í kofana, vekur strákana og segir þeim að koma öllum hingað eins fljótt og auð- ið er. Við erum 14 í kofunum núna. Það er bezt þið komið við í geymslunum og takið með 14 krókstjaka og luktir“. Erkko hvarf út í óveðrið. * „Hvað er um að vera“, spurði Karl. Nilsson var seztur, hann var að troða í pípu sína. Hann flýtti sér ekkert að svara. Að lokum sagði hann: „Mér er ekki um þetta. Giska og Erkko rifust í kvöld, og rifr- ildið endaði með því að Giska rauk út hamslaus af reiði, og út í óveðrið fylgdi henni hæðnishlát- ur Erkkos. Hann hefur með- höndlað hana eins og ambátt síðan hann náði valdi yfir henni“. Nilsson talaði lausum rómi, það var hljómur af trega í rödd hans og nú mundi ég að ég hafði heyrt því fleygt, að Erkko hefði tekið Gisku frá Nilsson. „En getur ekki verið að Giska hafi farið í bæinn, eins og hún talaði um“, sagði ég. „Nei, því miður, göngubrúnni var lokað snemma í kvöld; þegar áin óx, gróf hún undan einum stólpanum og brúin féll niður á kafla.“ Nú heyrðum við hávaða úti fyrir, strákamir voru komnir. Við höfðum klætt okkur meðan við spjölluðum við Nilsson. Við fórum í yfirhafnir okkar og gengum út. Úti stóðu allir strák- arnir, þeir þögðu allir, þegar við komum út. Alvaran skein út úr hverju andliti. Hver maður tók krókstjaka og lukt. Nilsson skipulagði leitina. Hann skipti okkur í þrjá flokka. Einn flokkurinn skyldi leita við Nilettavatnið, sem var í tveggja km. fjarlægð. Annar flokkurinn fara upp með ánni. En sá þriðji í honum vorum við Nilsson, Erkko, Karl Olsson, ég átti að leita niður með ánni. Storminn var heldur að lægja. Við kveikt- um ekki á luktunum og héldum svo niður með ánni. Við leituðum með ánni. Regn- ið heltist niður og þrumurnar drundu. Á aðra hönd er dimmur og ógnandi skógurinn, mér finnst hann vera eins og svört ófreskja, sem vilji teygja hramma sína yf- ir okkur, og tek eftir því, að Erkko leitar kæruleysislega og

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.