Heima er bezt - 01.04.1956, Side 10

Heima er bezt - 01.04.1956, Side 10
Ljósm. E. Slgurgeirsson. Irá rannsóknarstofunni. Til vinstri: Ólafur Sigurðsson, yfirleeknir lyflœknisdeildar. er að minnast og þakka. Hér eru þtj engin tök á að gera það sem vert væri. Fjórðungssjúkrahússins verður þó tæp- ast minnzt, jafnvel ekki í stuttri blaðagrein, Ún þess að dvelja örstutt við fáeina úr starfsliðinu. Við hljótum þar fyrst að minnast þess manns, sem senn hefur starfað við sjúkrahúsið fulla tvo áratugi og öðrum fremur hefur skapað og mótað það í þeirri mynd, sem það er nú. Það er Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir. Hann er fæddur að Hallgilsstöðum í Hörgárdal 8. sept- ember 1901. Foreldrar hans voru Pétur bóndi Jóhannsson og kona hans Sigríður Manasessdóttir. Guðmundur varð stúdent 1925 og lauk prófi í læknavísindum við Háskóla íslands sex árum síðar. Við lokapróf hlaut hann I. ágætis- einkunn, þá hæstu, er tekin liafði verið í læknadeildinni. Meira námsafrek var ekki unnið í læknadeildinni fyrr en 17 árum síðar. Að loknu námi hérlendis stundaði Guð- mundur framhaldsnám í Svíþjóð. Eftir glæsilegan náms- feril varð hann svo aðstoðarlæknir við Landsspítalann í Reykjavík og starfaði þar um tveggja ára skeið. Guðmundur Karl hlaut viðurkenningu sem sérfræð- ingur í handlækningum árið 1936, og þá um haustið fluttist hann norður og tók við embætti sjúkrahúslæknis á Akureyri. Þar hefur lrann síðan starfað, og vonum við Norðlendingar, að við fáum að njóta hans áratugi enn. Ég er ekki læknisfróður, en öllum, sem einhver kynni hafa af störfum Guðmundar Karls, bæði lærðum og leik- um, mun fyllilega ljóst, að hann er afburðasnjall skurð- læknir. Þann almannaróm mætti styðja mörgum ummæl- um þeirra, sem bezt hafa vit á, en ég læt mér nægja að taka hér upp orð Péturs læknis Jónssonar, er hann mun mælt hafa fyrir munn fjölmargra starfsbræðra, þegar Guðmund- ur Karl varð fimmtugur. Pétur ritaði þá m. a. í Morgun- blaðið: „Okkur, collegum Guðmundar, sem höfum séð hann starfa, dylst ekki, að hann er í allra fremstu röð skurðlækna, hvað handbragð og þekkingu snertir.“ 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.