Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 12

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 12
Sigurður Ólason, röntgenlæknir. og vandvirkni. Stofnunin var áreiðanlega mjög heppin, er henni bættust starfskraftar Ólafs yfir- læknis, þegar hún skiptist í sjálfstæðar deildir við stofnun hins nýja Fjórðungssjúkrahúss. Sigurður Ólason var aðstoðarlæknir á sjúkrahús- inu, þegar flutt var í nýju bygginguna. Ffann er bor- inn og barnfæddur Akureyringur, var um nokkurra ára skeið héraðslæknir á Hólmavík, en fluttist til Akureyrar og gerðist starfandi læknir þar. Þegar Arni Guðmundsson, sem um langt árabil hafði ver- ið röntgenlæknir sjúkrahússins, fluttist til Reykja- víkur 1954, tók Sigurður við forstöðu röntgendeild- arinnar á Fjórðungssjúkrahúsinu. Sigurður er enn ungur maður, aðeins rúmlega hálffertugur, og á því sjálfsagt langan og góðan starfsdag fyrir höndum við stofnunina. Frú Þorbjörg Magnúsdóttir er svæfingarlæknir Fjórðungssjúkrahússins. Hún stundaði framhalds- nám sitt í Danmörku og Svíþjóð og hlaut viður- kenningu sem sérfræðingur í svæfingum árið 1952. Það var Fjórðungssjúkrahúsinu mikið og næstum sérstætt happ að ná frú Þorbjörgu í þjónustu sína, því að enn er fátt um sérmenntaða svæfingarlækna á Islandi. Aðeins einn íslenzkur læknir hafði stund- að svæfingar sem sérgrein á undan frú Þorbjörgu. Það má fullyrða, að ýmsar þeirra aðgerða, sem nú eru gerðar á handlæknisdeildinni, væru ófram- kvæmanlegar, ef frú Þorbjargar nyti ekki við. Bjarni Rajnar er aðstoðarlæknir. Hann er enn Frá röntgendeild (Ijúsm. Gisli Ólafsson). 108 Heima er bezt ungur maður, en á vafalaust eftir að geta sér góðs orðs og góðs frama engu síður en hinn kunni faðir hans, jónas Rafnar, yfirlæknir í Kristnesi. Bjarni var um skeið starfandi læknir á Akureyri, en réðist síðan til framhaldsnáms í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp, enda hefur hann nú að rniklu leyti tek- ið við stjórn fæðingardeildar sjúkrahússins. Torfi Maronsson er nuddlæknir Fjórðungssjúkra- hússins. Hann hefur um langt árabil verið starfandi nuddlæknir á Akureyri, en starfar nú jafnframt nokkurn tíma daglega við sjúkrahúsið. Fyllsta ástæða væri til að rekja hér nokkurn þátt um hjúkrunarkonurnar, en rúmið leyfir það ekki. Fátt er sjúkum manni jafn-dýrmætt og góð hjúkr- un. Starf hjúkrunarkonunnar þarf að vera unnið af þekkingu, nákvæmni, vandvirkni og alúð. Viðbrögð sjúklinga eru ákaflega misjöfn. Sumir eru rólegir og jafnvel glaðsinna í öllum raunum og þakklátir fyrir allt, sem fyrir þá er gert. Aðrir eru svartsýnir, amasamir, sísífrandi og meta lítils það, sem fyrir þá er gert. En góð hjúkrunarkona lætur slík viðbrögð aldrei hafa nein áhrif á þjónustu sína. Og þess mun gætt á Fjórðungssjúkrahúsinu. Þess mætti gjarna minnast oftar en gert er. En hjúkrunarkonur eru því vanar, að hljótt sé um störf þeirra. Eitt nafn hlýt ég þó rétt að nefna. Það er frú Ragnheiður Árnadóttir, sem verið hefur yfirhjúkrunarkona á sjúkrahúsinu undanfarin sex ár, en hafði áður starf- að þar sem hjúkrunarkona. Þessi hljóðláta, en þekka og trausta kona hefur unnið hugi allra, sem henni liafa kynnzt, og hún hefur rækt hið mikilvæga for-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.