Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 17
GuSmimdur Jónsson
Guðmundur Jónsson, garðyrkjutnaður, er jccddur 29. maí 1891 að
Stapa í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. Hann ólst upp i Skaga-
firði, en fluttist paðan alfarinn árið 1916. Árið 1918 fluttist Guð-
mundur til Danmerkur og lcerði þar garðyrkju. Hann setti þar á stofn
sjálfstœtt garðyrkjufyrirteeki og stundaði aðallega skipulagningu skrúð-
garða. Árið 1946 fluttist Guðmundur aftur til Islands og hefur stund-
að hér gárðyrkjustörf siðan.
Nýlega er kotnin út bók eftir Guðmund Jónsson, sem hann nefnir
„Heyrt og séð erlendis." í þeirri bók segir Guðmundur frá tnörgurn
skemmtilegum og kynlegum atburðum, sem fyrir hann báru meðan
hann dvaldist erlendis.
Hér birtist einn kafli bókarinnar: „Heimsókn hjá Jóhanni Sigur-
jónssyni
J
lokið fjórða bekkjar prófi, til þess að fara utan og
stunda dýralækninganám í Kaupmannahöfn. En
hann hætti líka fljótt við það, vegna þess að hugur-
inn tók að hneigðjast að leikritaskáldskap. Sagt er,
að Björnstjerne Björnsson hafi séð fyrstu tilraunir
Jóhanns við að skrifa leikrit og vakið eftirtekt
danskra rithöfunda á honum sem álitlegu rithöf-
undarefni. Árið 1905 kom á prent eftir hann leikrit-
ið ,,Dr. Rung“, og var það fyrsta leikritið, sem sam-
ið hefur verið á danska tungu af íslendingi. Ári síð-
ar fullgerði hann leikritið „Gaarden Hraun“, en
það komst ekki á prent fyrr en 1912 og var ekki
leikið fyrr en Jóhann hafði hlotið almannalof fyrir
leikritið „Bjærg-Eyvind og hans Hustru“, sem 1911
var leikið í Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn
og er það af leikritum Jóhanns, sem lang mest hefur
þótt varið í, enda hefur það verið leikið víða um
heim við góðan orðstír og áunnið höfundi sínum
frægðarorð, sem hefur haft þær afleiðingar, að hann
er talinn einn af beztu leikritaskáldum Norður-
landa á síðari tímum. Enn fremur samdi Jóliann
tvö önnur leikrit: „Önsket“ og „Lögneren", sem að
vísu vöktu mikla eftirtekt, þótt hvorugt þeirra þætti
geta jafnazt á við „Bjærg-Eyvind og hans Hustru".
Eftir lát hans kom út dálítið ljóðakver eftir hann á
dönsku. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 1919, að-
eins 39 ára gamall, og var lát hans á svo ungum
aldri talið mikið tjón fyrir bókmenntir síðustu tíma.
Eg get ekki neitað því að frá mínu sjónarmiði er
það dálítið einkennilegt, að í Danmörku, sem átt
hefur góð leikritaskáld og á enn, skyldu á fyrsta
fjórðungi 20. aldar engin leikrit vera rituð á danska
tungu, sem nokkuð þótti í varið, nema þau, sem
Islendingarnir Jóhann Sigurjónsson og Guðmund-
ur Kamban rituðu. Við íslendingar megum ekki
gleyma því, að þessir tveir menn voru leikritahöf-
undar á danska tungu, án þess að þeir biðu á nokk-
urn liátt tjón á þjóðerni sínu. Og það er trú nn'n og
von, að einmitt vegna þess, að þeir gerðu rithöf-
undarstarf á danska tungu að lífsstarfi sínu, verði
Danir ávallt réttlátir í dómum síntun um bók-
menntaleg réttindi íslendinga.
Ég kom einu sinni á heimili Jóhanns Sigurjóns-
sonar og konu hans, ásamt ungu, dönsku skáldi.
Það var fyrsta árið, sem ég var í Danmörku. Þótt
við stæðum við allmarga klukkutíma hjá þeinr
hjónum, talaði ég mjög lítið við Jóhann, því ég
forðaðist það eins og heitan eldinn vegna þess, að
ég taldi það skyldu mína gagnvart Dananum, sem
var kunningi minn og nýbyrjaður að yrkja, að lofa
honum að tala við skáldið, án þess að ég blandaði
mér í samtal þeirra. En aftur á móti ræddi ég mik-
ið við frú Sigurjónsson, og þar var sannarlega ekki
í kot vísað, því ég efast um, að ég hafi nokkurn-
tíma talað við konu, sem hefir skilið manninn
sinn eins vel og hún. Og enginn getur fengið mig
til að trúa því, að Jóhann hefði getað skrifað slíkt
listaverk sem „Bjærg-Eyvind og hans Hustru“, ef
hann hefði átt konu, sem ekki hefði skilið hann.
Til þess að sanna það, að þessi skoðun mín sé ekki
alveg vitlaus, vil ég geta þess, að eitt sinn á Jóhann
að hafa sagt: „Þegar ég orti söng Kára í Bjærg-
Eyvind og hans Hustru, „Hele er mine Strömper
og hele rnine Sko, og ingen Ting som ængster mig
í Verden“, þá átti ég hvorki heila sokka né skó, en
bara yndislegustu stúlkuna í víðri veröld." Með
allri virðingu fyrir kvenþjóðinni leyfi ég mér að
Framhald á blaðsíðu 133.
Heima er bezt 113