Heima er bezt - 01.04.1956, Page 19

Heima er bezt - 01.04.1956, Page 19
 I Nr. 4 Heima 115 -----------------------------— er bezt----------------------------- uðmundur var svo mikið út á við, að hann -.r kom ekki nema endrum og eins heini, J’ Hann vann mikið að ýmislegum félags- málum og var því oft að heiman í margvíslegum erindagjörðum. Var hann til dæmis formaður Bún- aðarsambands Suðurlands, starfaði mikið að kaup- félagsmálum, sveitantálum o. fl. o. fl. Haft var eftir tengdaföður lians, Jóni, að hann hefði einu sinni sagt: Það var skrýtið, sem kom fyrir um daginn. Hann Guðmundur var veðurtepptur 4 daga heima. Mikið var ferðast með hesta og vagna á þann veg, að aftan í göflum vagnanna var kengur, og næsti hestur bundinn þar aftan í og haft svo stutt í taumn- um, að hann kæmist ekki frarn með vagninum. Við fórum eina ferð um veturinn niður á Eyrarbakka, og hafði ég þá 5 hesta, oft einn, þegar Guðmundur fór króka hér og þar. Guðmundur vildi gera sem mest til að fræða mig og skemmta mér, og keypti hann okkur inn á bíó. Þar var sýnd Borgarættin, og því gleymi ég aldrei. þeirri ánægju. Þekkti ég þar bæði menn og hesta af Rangárvöllum. Höfðu verið teknar myndir þar, þegar fólk var að ferðast til kirkjunnar. Eitt atvik af Bakkanum man ég glöggt. Einn nágranni minn hafði beðið mig að taka leðurstígvél fyrir sig úr aðgerð og borga fyrir við- gerðina. Gerði ég það og greiddi gjaldið, án þess að taka kvittun, og datt mér slíkt ekki í hug, því að það þekktist ekki fyrir norðan. Þegar Guðmundur heyrði þetta, átaldi hann mig að sagði, að ég hefði gert þetta á eigin ábyrgð. Menn ættu alltaf að taka kvittun, þegar þeir borguðu fyrir aðra. Slíkt þekkt- ist ekki nyrðra. Þar var engin verzlun, nema í verzl- unarstöðum, en hér höfðu 10 menn í hreppnum verzlunarleyfi. Eitt af því, sem mér þótti undarlegt og óskiljan- legt var, hversu bændur voru alltaf að verzla hver við annan og mikill verzlunarandi ríkti meðal manna. Varla var hægt að segja, að verzlunarsamtök þekktust í þeim anda, sem ég hafði kynnst. Og fannst mér þessi mikli verzlunarandi aðallega verða til þess að gera hina ríku ríkari en hina fátæku enn fátækari og á þann hátt verða til þess að afkomu- möguleikar manna urðu æ misjafnari. Jón gamli á Hofi hafði búið á Hvoli í Mýrdal, og var Ragnhildur einkabarn hans. Settist Guðmund ur í það bú, þegar þau Ragnhildur giftu sig og bjó þar um skeið, en fluttist síðar að Hofi. Man ég, að ég spurði einhverju sinni Jón að því, hver myndi verið hafa orsök þess, að Guðmundur yfirgaf Hvol og tók Hofið, þar sent allt var úr sér gengið og niður- nítt. Hann sagðist ekki vita neina ástæðu til þess aðra en þá, að honum myndi hafa fundizt hann búinn að gera allt, sem gera þurfti fyrir Hvol, og ekki hafa fleiri verkefni þar, en á Stóra-Hofi skorti ekki verkefni til margra ára. FERÐAST TIL A Ð SKOÐA MIG U M Um vorið var hjá Guðmundi, Guðmundur Þórð- arson frá Lambalæk í Fljótshlíð. Einn dag bað hús- bóndi minn hann að fara með mig í Fljótshlíðina og lánar okkur hesta. Við skoðuðum margt þann dag og fórum inn að Barkarstöðum og gistum þar. Um morguninn geng ég þar upp í brekkuna og skoða mig um. Og fannst mér þá, að hvergi þætti mér eins fallegt í Fljótshlíð eins og þarna. Lækirnir Paradisarhellir.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.