Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 21

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 21
116 Heima Nr. 4 --------------------------------er bezt---------------------------- hoppuðu stall af stalli, og skógarhríslur voru hér og þar, þar sem sauðfé náði sízt til að granda þeim. Á Barkarstöðum bjuggu Tómas og Margrét. Sömu nöfn og afa míns og ömmu. Þau áttu, að mig minn- ir 6 dætur og 2 sonu, og voru þau flest heima. Þegar ég kom úr gönguferðinni, fagna ungu stúlkurnar mér vel, og sögðust hafa verið hræddar urn að ég væri strokinn. Svo sátum við öll saman til morgun- verðar, og þar fundust mér heitir ofnar í kring um mig, þar sem ungu stúlkurnar voru. — Og þær vildu sýna mér allt, sem þær gátu. Ein fór upp í vefstólinn til þess að sýna mér, hvernig hún óf. Var það ekki að ástæðulausu. Ég hafði aldrei séð kvenfólk vefa fyrr en á Suðurlandi, — þó breyttist það fyrir norðan skömmu síðar. Svo fóru þær að sýna mér öll sín föt, — tóku upp úr kommóðum og skúffum og sögðu mér, hvar þær hefðu fengið þetta eða hitt. Þær voru svo alúðlegar og vildu reyna að skemmta mér með þessu. Þær höfðu nýlega saumað gömlu konunni, móður sinni, upphlutsbúning, og þær drifu liana til að fara í búninginn og sögðu svo við mig, hvort mér sýndist ekki gamla konan sóma sér nógu vel, þegar hún væri komin í þetta. Fram yfir hádegi dvöldum við þarna, en kvödd- um þá þetta prýðilega fólk. Fórum svo að Fljótsdal, innsta bænum í Hlíðinni. Héldum við svo heim- leiðis, en komum við í Múlakoti og skoðuðum hinn fagra garð Guðbjargar. Þá voru þar 24 ára tré 9 álna há. í aðra ferð lánaði Guðmundur mér hross og fylgd, áleiðis austur undir Eyjafjöll. Þar skoðaði ég Para- dísarhelli, hinn fræga, þar sem Hjalti hafðist við. Gaman var að sitja á stallinum og horfa yfir landið. Sást yfir fljótið og öll umferð um sveitina, en hellis- munninn svo lítill, að lítt bar á honum, — og er þetta óvinnandi vígi, erfitt að komast upp svo bratt bergið og verður að fikra sig eftir grastóm. Við komum til síra Jakobs í Holti. Var hann skemmtilegur heim að sækja og sýndi okkur og sagði margt um fyrirhugaðar endurbætur á túni og engi. Þá skoðaði ég Rútshelli við Hrútafell. Einnig skoðaði ég Steinahelli hjá Steinum. Hann er á mörk- um Austur- og Vestur-Eyjafjalla, og höfðu sveitirnar þar sameiginlegan þingstað og fundarstað margra bændafunda allt fram yfir síðastliðin aldamót. Við komum að Drangshlíð og gistum að Skarðs- hlíð, sem mér finnst eitthvert fegursta bæjarstæði, sem ég hef séð á landinu. Á þessum bæjum bjuggu Gissur og Hjörleifur Jónssynir. Frá Skarðshlíð fór- um við austur að Skógafossi. Þegar ég sá Skógafoss rennisléttan við bergið, datt mér í hug slegið hár á konu séð aftan á hnakkann. Þá skoðaði ég einnig Seljalandsfoss, og er hann merkilegur að því leyti, að hægt er að ganga hringinn í kringum bununa og horfa gegn um vatnið. Þriðji merkilegi fossinn Að neðan til vinstri: Seljalandsfoss. Til hægri: Drangshlið undir Eyjafjöllum. Nr. 4 þarna er Gljúfrabúi. Hann steypist ofan í djúpt gljúfur, svo kemur vatnið framundan nokkru neðar í mestu rólegheitum. í þessari ferð komum við að Þorvaldseyri, sem mér fannst eitthvert mesta fyrirmyndarheimilið að ýmsum framkvæmdum, sem ég sá í minni ferð. Þar var íbúðarhús 27x121,4 alin að stærð grunnflatar, og heyhlaða Var 56x14 álnir og 5 á hæð. Stóð öll á timburstoðum. Mátti aka vögnum eftir henni endi- langri og þvert yfir hana. Þar voru girt tún og engi, steypt sundker (til að baða sauðfé) o. fl. Páll Olafsson, þjóðhaga smiður bjó þá á Þorvalds- eyri. Keypti hann jörðina af Þorvaldi, sem kallaður var Þorvaldur á Eyri. Hafði hann byggt hina stóru hlöðu, áður en hann seldi. Hélt Páll áfram stórfram- kvæmdum á jörðinni. Mér fannst þeir á Þorvaldseyri langt á undan sinni samtíð í framkvæmdum og búnaði. Næstu nótt gistum við að Hamragörðum, og dag- inn eftir fórum við heim. Fyrir alla þessa fyrirgreiðslu tók Guðmundur, liúsbóndi minn, ekki eyri, og dró ekki eyri af mínu kaupi. F E R Ð I N N O R Ð U R Frá Stóra-Hofi lagði ég alfarinn heim 18. júní. Þá lagði ég leið mína upp á Land, kom að Stóru-Völlum og gisti að Múla hjá Guðmundi hreppstjóra og Bjarnrúnu Jónsdóttur, sem var Þingeyingur, frá Björgum í Köldukinn. Þar þótti mér merkilegt að sjá, hvernig uppblástr- inum var viðnám veitt. Guðmundur vann sífelldlega að því að koma upp girðingum og spýtnagerðum til þess að hefta sandrokið. Enda vann hann þar glæsilegan sigur. Næsta dag fór ég niður að Fljótshólum í Flóa. Þar dvaldi ég hjá Sturlu, gömlum sveitunga mínum, og Sigríði, konu hans, frá Hæli. Þann 25. júní fór ég til Reykjavíkur á hesti og bíl, nokkuð af leiðinni. Daginn eftir var ég mest á götunum, horfði á ýmislegt viðvíkjandi konungs- komunni. Var þá ekki alltaf þægilegt að sjá það, sem helzt var óskað. Þótti mér merkilegt að sjá, hve kon- ungshjónin voru alþýðlega klædd. Mörg konan í Reykjavík hefur víst verið meira skreytt en drottn- ingin sjálf. Konungur gekk með loðhúfu, hefur lík- lega átt von á kulda. Minnist ég þess, að einn snið- ugur náungi sagði við mig á götunni, að konungur væri þá með lambskinnshúfu norðan úr Bárðardal. Daginn eftir skoðaði ég búsáhaldasýningu og Skógafoss. hlustaði á erindi Sigurðar Sigurðssonar, búnaðar- málastjóra, út af sýningunni. Næsta dag skoðaði ég svo heimilisiðnaðarsýninguna, og á eftir voru funda- höld, og fluttu þar erindi Halldór, skólastjóri á Hvanneyri og Páll Zóphoníasson, ráðunautur. Hinn 29. fórum við Sturla austur að Fljótshólum, og tók ferðin sólarhring, því að við komum víða við. Þar á meðal komum við að Holti og samfögnuðum ungum hjónurn. Þau voru þá nýgift, Sigurgrímur og Unnur, systir Sturlu. Þetta vor hættu þau búskap í Odda, Björg Þórð- ardóttir og Sigurður Jónsson. Fékk ég hjá þeim beizli, hnakk og 3 tamin hross til norðurfararinnar, og tvævetran fola tók ég líka. Öllu þessu átti ég að koma í verð fyrir þau, þegar norður kæmi. Þá var ég búinn að kaupa eitt hross sjálfur. Nú var ég albúinn til norðurferðar. Var ég víða búinn að fara, hafði fræðst mikið. Og átti ég það fyrst og fremst að þakka mínum hugul- sömu húsbændum, sem reyndust mér á allan hátt Heima er bezt U7

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.