Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 22

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 22
með ágætum. Og þrátt fyrir allt þetta borgaði Guðmundur mér fyllsta umsamið kaup, án þess að draga nokkuð frá. 1. júlí lögðum við Vernharður Jónsson, bróðir Sturlu, af stað frá Fljótshólum norður í land. Komum við að Holti og Tryggvaskála fyrsta daginn, en gistum á Efri-Brú í Grímsnesi. Fórum við svo daginn eftir upp á Þingvelli, dvöldum þar lengi og skoðuðum margt. Þótt enginn væri þar til að segja frá stöðunum, könnuðumst við við ýmislegt frá sögunum og nutum þess að skoða landið. Reikuðum við þar um klukkutímum saman. Fórum við svo norður yfir Uxahryggi og gistum að Brennu í Lundareykjadal. Veður var þessa daga bjart og hlýtt og hið ákjósan- legasta, en nú tók að rigna. Á Brennu seldi ég brúna folann. 3. júlí fórum við frá Brennu til Norðtungu, en komum við í Lundi hjá síra Sigurði Jónssyni og áttum þar dvöl. Þá birti upp aftur. Margt skoðuðum við í Norðtungu, þar á meðal steypta fjárrétt, sem ég hygg, að muni hafa verið sú fyrsta, sem var steypt hér á landi. Og þann dag hittum við þingeyskt fólk margt, sem þangað kom á hrossum frá Borgarnesi og hafði verið við konungskomuna. Að morgni fór allur hópurinn af stað norður og komum við að Sveinatungu og Fornahvammi en gistum að Grænumýrartungu í Hrútafirði. Þann 6. var veður enn bjart. Komum við að Staðarbakka, Melstað og Lækja- móti en gistum að Hnausum. Þann 7. fórum við yfir Ásana hjá Auð- kúlu og Löngumýri, fórum yfir Blöndu í dragferju hjá Syðra-Tungu- koti, en gistum að Víðimýri. Þann 8. komuinst við ekki nema að Fremri-Kotum. Fórum Héraðs- vötn á dragferju og gekk það mjög illa. Tók það hálfan daginn að kom- ast yfir Vötnin. Ekki var ferjumennina um það að saka, en aðstaða var svo erfið vegna vatnavaxta. Flóðu Vötnin út yfir bakka sína, og var mikill eltingarleikur við hrossin að koma þeim út í Vötnin. Hinn 9. var enn bezta veður. Við fengum fylgd yfir Norðurá frá Kotum og héldum svo til Akureyrar og gistum þar. Þann 10. var mikil rigning, en allur hópurinn lagði þó af stað yfir Vaðlaheiði, og komust flestir heim til sín það kvöld. Ferðin norður hafði verið hin ánægjulegasta, og góður andi ríkti meðal ferðafélaganna. Víða var það á tjaldstað eða áningarstöðum, að sungið var og leikið sér og hlegið dátt, eins og oft í þá daga, þegar menn voru margir saman á hestum á ferðinni. En þegar eitthvað virtist á bjáta og erfiðleikar voru á ferðalaginu, þá var öllu vel tekið, og gert gaman að öllu, þegar það var hjá liðið. Allur viðurgerningur og móttökur og fyrirgreiðsla á bæjum var með ágætum, og nutum við hvarvetna góðrar gestrisni. Nú var ég kominn lieim í blessaðan dalinn minn eftir 10 daga ferða- lag frá Fljótshólum. Og fannst mér það ferðalag hafa verið jafnánægju- ríkt og heillandi eins og mér fannst suðurferðin ömurleg og óhugnan- leg. Nú þegar ég lít yfir þann tíma, sem ég er búin að Vera að heiman, finnst mér það óslitið skemmtitímabil, og fróðleiks notið svo mikið sem myndi vera móti skólagöngu heilan vetur. Af því dreg ég þá ályktun, að bændasynir geri alltof lítið að því að ferðast milli héraða og ráða sig þar lengri eða skemmri tíma í vistir og á þann hátt kynnast háttum og siðum og verktilhögun í fjarlægum héruðurn. Það myndi mörgum heilladrjúgur fróðleikur. 118 Heima er bezt Heima er bezt 119

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.