Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 30
PÁLL GUDMUNDSSON: .__________________Z FORUSTU Aöllum húsdýrum, sem ég hefi umgengizt, hafa engin vakið jafn mikla atliygli mína og góðar forustukindur. Ég hefi aldrei getað gert mér fylllega ljóst, hvað hafi skapað þá eðlishneigð hjá þessari húsdýra-tegund öðrum frem- ur, a. m. k. þeirra, er ég hefi haft reynzlu eða spurn- ir af, að fara út í frost og ófærð, sé þeim einungis vísað á leið, og enda af sjálf-hyggjuviti, ef þannig hagar til, auk þess sem margar sagnir herma, að þær liafi gengið nauðugar út, ef foraðsveður var í nánd. Ber þetta vott urn yfirburða-skynfæri. Ann- ars hefi ég heyrt marga halda því fram, að meðal allra dýra-tegunda, senr nærast á jurtagróðri, finn- ist þessi afbrigði, nefnilega forustan. Má vera að það sé rétt, en ég efast mjög um það. Raunar hefi ég heyrt, að þessi eiginleiki sé til hjá tömdum hrein- dýrum í Lapplandi og Alaska, en að sjálfsögðu hefi ég óljósar sagnir af því. Þá segjast ýmsir bændur hafa átt forustukýr, og er ekki iaust við, að ég hafi orðið þessa ögn var meðal nautgripa. En þó er venjulega um að ræða gamlar kýr og götuvanar, án þess kannski að þær hafi nokkra forustu-hæfileika. Um geitfé veit ég lítið, en hefi aldrei heyrt getið um slíka eiginleika hjá því. Hesta þekki ég að vísu beggja megin hafsins, en ekki hefi ég orðið var við neina raunverulega forustu hjá þeim, því ég hygg að innræti skapmikilla fjörhesta eigi ekk- ert skylt við forustuhneigð sauðkinda. Eina vitnið um forustuhross væri þá helzt Kengála heitin á Bjargi, eins og Grettla lýsir henni. í sannleika hefir mig oft furðað, hversu litla hvöt okkar mörgu og góðu rithöfundar hafa fundið lijá sér til að minnast á íslenzka forustuféð öðruvísi en sem nytjadýr, að varla eða ekki skuli vera til vísa eða sögukorn um fráfærurnar, t. d. jafn átakan- leg og enda ómannúðleg athöfn sem þær voru. En hins vegar þessi sífellda og síendurtekna lof- gjörð um hestana, og enda, nú í seinni tíð, tekið að stofna félög þeim til dýrðar. Um kýr hafa verið gerðar eins konar þjóðtrúar-þulur, og enda ljóð, svo sem um Hélu Páls Ólafssonar. Þá hefir hund- anna verið minnzt að verðugu, og enda kattanna, og þá fyrst og fremst í snilldar-sögum Þorsteins Erlingssonar, „Málleysingjarnir“. En um sauðkind- ur hefi ég fátt eða ekkert heyrt né séð annað en meiningarlausan þvætting, svo sem þetta endemi: „Ærnar mínar lágu í laut, leitaði ég að kúnum. Allt var það í einum graut uppi á fjallabrúnum.“ Samt ber þess að minnast, að önnur aðal-persón- an í Aðventu Gunnars Gunnarssonar er forustu- sauður, og líka skrifar Jón Trausti mjog virðulega um forustu-Surtlu Ólafs í Heiðarhvammi, einkum þar sem hann lætur Dóra litla leita athvarfs hjá henni í bamalegri ofsa-hræðslu. Má og vel vera, að í seinni tíð hafi eitthvað hlutlægara verið skráð í Dýravininum og víðar, þó að mér sé ekki kunn- ugt, þar sem við, hér vestanhafs, erum orðnir all- mjög úr tengslum við íslenzkan bókamarkað. En það, sem einkum ýtti undir mig til að hrófla þessu máli, var sögukorn, sem ég sá síðast-liðinn vetur í Dvöl, um eltingarleik við forustusauði. En af því að sagan er bersýnilega skrifuð í því skyni, að víðfiægja manninn, sem í hlut átti, en ekki sauð- ina, fékk ég löngun til að skrásetja nokkrar sagnir af þessum skepnum, sem ég hefi eftir skilríkum mönnum, svo og endurminningar um sama efni, sem loðað hafa við mig síðan ég var unglingur heima á Rjúpnafelli. Verða þetta engar öfgakennd- ar vitsmuna-sögur um forustufé, heldur einungis 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.