Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 31

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 31
Nr 4 Heima 127 --------------------------------er bezt---------------------------- tilraun til að skilja og gera sér ljósar gáfur þess og eðlisfar, og vekja jafnframt á því athygli annarra, sem kannske kynnu að taka í sama streng. Eftir bókmenntum vorum að dæma, leikur ekki vafi á, að forustufé hefir jafnan verið uppi allt frá landnámsöld, og getur hver, sem því nennir, fund- ið slíkt dæmi í fornsögunum, svo sem Harðar sögu og Hólmverja, Heiðarvígasögu og víðar. Tel ég því óþarft að fjölyrða nákvæmar um það. Samt finnst mér ekki ónauðsynlegt að minna á það, sem Jón, prófastur, Steingrímsson segir í ævisögu sinni, að faðir hans, er hann bjó á Þverá í Blönduhlíð, hafi misst allt sitt fé í áhlaupa-veðri að vorlagi, nema 40 kindur, sem forustusauðirnir komust með til beitarhúsanna. Líka má minna á athyglisverða sögu, sem Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði segir um moruhnýflóttan forustusauð, sem faðir hans átti, er hann bjó á Ríp í Hegranesi. Margt virðist mér benda til, að viðkoma forustu- fjár hafi gengið í eins konar bylgjum, náð hámarki, en úrkynjast þess á milli og jafnvel þverrað með öllu eða þá a. m. k. flutzt milli hinna ýmsu lands- hluta eða byggðarlaga með þessum hætti, sem er líklegra. Því að helzt lítur út fyrir, að það forustu- fé, sem ég hefi kynnzt eða haft spurnir af, sé fjár- kyn út af fyrir sig. Allt er það mislitt, að heita má, oftast svart eða tvílitt, í nokkrum tilfellum þó mórautt eða grátt, og undantekningarlítið kollótt eða hnýflótt, þó að stundum spretti því venjuleg horn. Spurnir hafði ég einnig af hvítum forustu- sauðum, og voru þeir líka ýmist hnýflóttir eða koll- óttir. En flestir munu þeir hafa þótt heldur bág- rækir, sem slíkir, og litlir fyrir sér. Eftirfarandi sögu sagði mér maður að nafni Bjarni Skaftfell, ættaður úr Vestur-Skaftafellssýslu, vandaður maður og greinargóður: Það var skömmu fyrir síðustu aldamót, að nokkrir bændur úr Fljóts- hverfinu lögðu upp með fjárrekstur, um fjórtán hundruð fjár, til Reykjavíkur. Fóru þeir skemmstu leið, að fjallabaki, og varð fyrrnefndur Bjarni, sem þá var unglingur, til að fylgja þeim að Hverfis- fljóti. Komu þeir þangað snennna dags, og var fljótið þá í vexti. Er það skemmst af að segja, að þeir stríddu allan daginn við að koma fénu yfirum, en tókst það ekki fyrr en undir sólsetur, og voru þá komnir langt niður með fljótinu. í þessum rekstri var svartkollóttur forustusauður, og fór hann fjórt- án sinnum fram og til baka yfir fljótið, án þess að nokkur kind fylgdi honum. Færði hann sig sífellt til móts við reksturinn eftir því sem hann þokað- ist niður með fljótinu. Skyldi hann ekki hafa fengið stöku eða svo að launum, ef hann hefði verið hest- ur? Það hygg ég, að ekki hafi verið mikið um gott forustufé í Vopnafirði frá því um miðja 19. öld- ina, fram um 1880, en úr því fóru að kórna franr r PÁLL GUÐMUNDSSON er fœddur á Rjúpnafelli í Vopnafirði 26. júní 1887, sonur Guðmundar bónda Jóns- sonar af Hauksstaðaætt, og Önnu Margrétar Þorsteins- dóttur frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hann ólst þar upp í foreldrahúsum, þar til hann hvarf vestur um haf ásamt móður sinni og tveimur brœðrum vorið 1911, þá 24 ára að aldri, en föður sinn missti hann 1908. Strax á barns- aldri komu fram hjá honum búmannshæfileikar og áhugi fyrir sauðfé, og virðist sá áhugi ekkert hafa rénað eftir að hann fluttist burt af landinu. M. a. heldur hann því fram, að forystufé sé sérstakur kynþáttur. Hann dvaldist lengst af í Winnipeg fjögur fyrstu árin vestanhafs, en fluttist vestur í Vatnabyggð svonefnda i Saskatchewan vorið 1915, og hefur siðan rekið búskap, einkum kornrækt, i nánd við smáþorpið Leslie.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.