Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 32
128 Heima Nr. 4
--------------------------------er bezt----------------------------
forustukindur út með Vopnafirðinum norðanverð-
um, og verður síðar að því vikið. En rétt fyrir og
um miðja öldina var uppi í Skógum í Vopnafirði
mjög nafnfrægur forustusauður:
Skóga-Ýrsi. Hann var einkum nafntogaður fyrir
styggð og hversu fljótur hann var að hlaupa, svo
og ýmislegar brellur, og auk þess var hann mjög á
orði sem forustusauður. Hann mun hafa verið
ýróttur eða írauður, eins og það var kallað, þ. e.
guldröfnóttur. Allur hafði hann verið býsna ferleg-
ur ásýndum, að sögn gamalla manna, sem mundu
eftir honum, og eiginlega ekki líkur neinni venju-
legri kind, heldur miklu fremur nýbornum kálfi
með folaldsfætur.
Það, sem hér verður sagt frá Skóga-Ýrsa, hefi ég
eftir Þorsteini bróður mínum, sem er hálfu fjórða
ári eldri en ég og heyrði föður okkar, Guðmund
Jónsson, bónda á Rjúpnafelli, oft minnast á ýmsar
brellur hans, en honum hafði sagt frændi hans og
nafni, Guðmundur Þorsteinsson, sem þekkti Ýrsa
mæta vel af eigin reynd. Bjó hann á Rjúpnafelli
um og eftir miðbik aldarinnar á móti Árna Frið-
rikssyni frá Fossi, og kom það löngum í hlut þeirra
Rjúpnafells-bænda, að smala sumarhaga-svæði Ýrsa,
sem alltaf var hið sarna. Enda átti hann til, að fara
þangað einn síns liðs að vorinu yfir langan veg og
illfæra á. Og þaðan kom hann ekki aftur, að haust-
inu, fyrr en honum sjálfum þóknaðist, hvað sem
göngunum leið.
Þetta afréttarsvæði nefnist Hrútafjöll, eftir þrem
því nær samliggjandi fjöllum, sem heita: Hrútafell,
Kollufell og Vegafell. Eru þetta all-há og snarbrött
skriðufjöll, og haglendið því mestmegnis niður á
sléttunni umhverfis þau og svo langt suðvestur með
Dimmafjallgarði. Er jafnan gengið beggja megin
við fjöll þessi, og mætast leitarmenn eftir atvikum
einhvers staðar austanvert við þau á Selárbökkum.
Svæði þetta liggur norðvestan Selár og tilheyrir í
rauninni Dimma-fjallgarði, en er samt í leitar-
umdæmi Hauksstaðaheiðar, sem mestpart er geng-
in af Vesturárdælingum. Nú var það eitt sinn í
haustgöngum, að Ýrsi er staddur austanvert við
fjöllin. En þegar hann verður leitarmanna var,
ætlar hann að forða sér í kringum og vestur fyrir
þau, en mætir þá mót-leitarmönnum innan stund-
ar. Við það brá honum svo, að hann hentist, eins
og refur, á fullri ferð upp snarbratta hlíðina, og sáu
þeir fljótlega hilla undir hann uppi á fjallsegginni
í því hann hvarf þeim. Öðru sinni, þegar Ýrsi reyndi
að flýja undan gangnamönnum, fór verr fyrir hon-
um. Hann hafði þá orðið fyrir styggð í Hrútafjöll-
um og tekur nú sprettinn inn með Selá, og er kom-
inn langt inn á svokallaðan Sléttasand, inn með
Dimma-fjallgarði, en lendir þar beint í flasið á
tveimur leitarmönnum, sem farið höfðu með
Dimmukvísl, en voru nú komnir lieim á leið. Voru
það fyrrnefndir Rjúpnafellsbændur, Árni og Guð-
mundur. Reið sá fyrrnefndi rauðri hryssu, sem liann
átti, er var orðlögð fyrir fjör og flýti, enda oftast
kölluð vitlausa Rauðka. Árni, sem var reiðmaður
með ágætum, þóttist víst vera of vel ríðandi til að
láta Ýrsa ganga sér þannig úr greipum. Hófst nú
sá eltingaleikur, sem Guðmundi varð all-minnis-
stæður. Ýrsi reyndi að forða sér í fjallgarðinn, því
að þar var óhægra aðstöðu fyrir Árna, en Árni
þvældist fyrir og reyndi að sveigja hann til árinnar.
Þannig héldu þeir út sandinn með margs konar
eltingum, og hafði Árni heldur betur, þar til allt í
einu að Ýrsi snarstanzar, og Ámi sömuleiðis. Stóðu
þeir þannig hvor framan í öðrum um stund, þar
til Ýrsi snýr við og labbar í hægðum sínum á móti
Guðmundi, sem kom á eftir með nokkrar kindur.
Það sem eftir var ófarið út sandinn og yfir Selá
var Ýrsi hinn auðsveipasti. Skildu þeir hann svo
eftir, ásamt öðru fé, og héldu yfir að Skálamó, þar
sem þeir höfðu náttból, og hrósuðu sinni ferð.
Spáðu þá flestir gangnamenn, sem þar voru fyrir,
að Ýrsi mundi verða horfinn morguninn eftir, en
það varð þó ekki. Hann kom á Hauksstaðarétt dag-
inn eftir, öllum til hinnar mestu furðu. Þess er
getið, að sumar nokkurt hafi Ýrsi komið saman við
kvíaærnar þar í Skógum nokkru fyrir göngur, og
þótti mörgum ills viti, enda gerði litlu síðar kulda-
kast með snjógangi og illviðrum, en þó ekki svo
verulegt tjón yrði að. Lýkur hér að segja frá Skóga-
Ýrsa. Framhald i nœsta blaði.
Endurminningar . .
Framh. af bls. 125. ---------------
aði, og reisti hann síðan upp á bæjarhlaðinu. Var
mörgum tíðförult heim að „Hjáleigu" til að sjá
skepnuna. Virtust hestar hafa nokkurn beyg af
bjarnarfeldinum, og við krakkarnir vildum helzt
ekki koma of nærri honum, þótt dauður væri. —
Þótti kjötið „herramannsmatur". Jóhann seldi síð-
an belginn fyrir 70 krónur.
Þetta vor varð okkur börnunum minnisstætt á
tvennan hátt, er þessir tveir ísa-gestir voru unnir
um sama leyti og á sömu slóðum. Og heimur okkar
barnanna tók óðum að víkka.