Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 34

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 34
130 Heima Nr. 4 --------------------------------er bezt----------------------------- okkar stálgödduðu á stuttum tíma. Þótti nú sum- um illa áhorfast og vildu snúa aftur, en Stefán eggjaði okkur fast að lialda áfram, og fór svo að við héldum áfram nokkra stund, en alltaf harðn- aði veðrið og var orðið svo mikið, að varla var stætt. Stönsuðum við þá og bárum ráð okkar saman um, hvað gera skyldi, því sýnt þótti okkur, að þó að við kæmumst klakklaust yfir fjallið, sem var þó hin mesta glæfraför, mundum við ekki ná til nokkurra bæja að austanverðu. Snjór var orðinn mikill og færið þungt og versn- aði stöðugt. Kom þar, að við neituðum að halda lengra áfram og sögðum Stefáni að við mundum snúa aftur, hvað sem hann gerði. Vildi hann ekki slíta félagsskapinn og féllst á að leita bæja vestan skarðanna, sem var þó óvíst að mundi takast, eins og komið var. Héldum við nú niður í dalinn aftur, var veður þar ofsahvasst, með mikilli fannkomu. Þó var veðrið þar mildara og frost minna en uppi á fjallinu. Héldum svo af stað heimleiðis, og gekk sú ferð skrykkjótt og seint, því snjóinn urðum við að vaða í hné og mitt læri, því að nú gátum við ekki notið skíðanna, því veðurofsinn hrakti okkur til og frá. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en við komum út hjá Reykjum, sem er fremsti bærinn í dalnum. Ræddum við nú um, hvort við ættum að beiðast allir þar gistingar, fannst mörgum okkar það ekki sæmandi, þó að þetta væri stórt og gott heimili, að við átta saman settumst þar að, þar sem ekki var nema klukkutíma gangur heim að Hólum. Veður var líka dálítið lægra og rofaði ögn til. Varð það seinast að ráði, að tveir úr hópnum fóru að Reykjum til gistingar, en við hinir sex ætluðum að freista þess að ná heim, þó kvöld væri komið og myrkur að skella á. Þeir, sem að Reykjum fóru, voru þeir nafnarnir Stefán Sigurgeirsson og Stefán Stefánsson frá Sval- barði. Við hinir héldum förinni áfram, þangað til við komum að eyðibýli, sem er nokkurn veginn mitt á milli Reykja og Hóla og hét Haganeskot. Þar voru uppi standandi fjárhús, sem stundum voru notuð sem beitarhús frá Hólum. Þó höfðu þennan vetur ekki verið neinar skepnur þar og ekkert hey frá sumrinu áður. Þarna stönzuðum við, opnuðum húsin og fórum inn til að kasta mestu mæðinni, eftir gönguna. En ekki vorum við búnir að vera þar lengi, er við heyrðum að veðrið óx óðfluga. Litum við þá út og sáum að komin var hin ægilegasta stórhríð og sízt betri en fram á Skörðunum, sást ekki handa sk.il, enda var og komið náttmyrkur, sem gefur að skilja í há-skammdeg- inu. Var nú úr vöndu að ráða, hvort betra væri að setjast að í hússkriflinu, en þar var ekki vistlegt inni, eða halda aftur út í hríðina og freista þess að ná heim eða að minnsta kosti út að Hofi, sem er þar skammt fyrir utan og fremsti bær að austan í dalnurn, og næstur Hólum. Á Hofi bjuggu, eins og kunnugt er, Hjaltasynir forðum daga, sem frægir eru fyrir hina miklu erfi- drykkju, er þeir héldu eftir föður sinn. Eftir nokkurt þjark varð það að samkomulagi að leggja á ný út í bylinn, sem vitanlega var hin mesta fásinna. Héldum við svo af stað, en gættum að hafa veðrið alltaf í fangið. Gengum við svo alllengi, en ekki fundum við Hof. Er sléttlendi mikið frá Haga- neskoti og út að Hólum, og því mjög villugjarnt, en ekki munum við þó hafa farið í hringi, eins og villtum mönnum er gjarnt á. En þess þóttumst við verða varir, að við mundum ganga marga króka upp og ofan, því að stundum var slétt undir fæti, en stundum lentum við í bratta eða brekkum, og munum við þá hafa verið komnir upp í Byrðuna, sem kallað er, en það er fjallið fyrir ofan Hóla. Þanni? oena;um við klukkutíma eftir klukkutíma, og fóru nú lúi og þreyta að segja til sín Þannig mjökuðumst við áfram smátt og smátt, og þótti nú sýnt, að við mundum allir verða að liggja úti um nóttina, því ekki lægði veðrið, eða rofaði neitt til. Loksins komum við að skafli einum miklum. Þar stönzuðum við og tókum að ráðgast um, að grafa okkur inn í skaflinn og búast þar um yfir nóttina. Hefðum við tekið það ráð, mundi senni- lega hafa illa farið, því eins dasaðir og við vorum, mundum við vafalaust hafa sofnað og þá óvíst hve margir af okkur hefðu vaknað aftur til þessa lífs. Stakk þá einhver okkar upp á því, að við skyldum kafa upp skaflinn og vita hvað þar væri fyrir ofan. Varð það að ráði, og er við höfðum brotizt upp úr skaflinum, urðum við þess varir að við vorum staddir á dálitlum melhól, og þar rákumst við á Mtið vörðubrot, er við allir þekktum eða könnuð- umst við, og glaðnaði þá yfir okkur, því nú vissum við að við vorum örskammt sunnan við túnið á Hólum. Lögðum við tafarlaust af stað, og var sem öll þreyta væri horfin. Nú víkur sögunni heim að Hólum. Þar var fólk mjög uggandi um ferð okkar, þar sem það vissi, hvaða leið við ætluðum að fara, og þegar síðari bylurinn skall á, eins og áður segir, töldu allir víst að stórslys yrði. Voru heimamenn daufir í dálk- Framhald d blaðsíðu 132

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.