Heima er bezt - 01.04.1956, Side 42

Heima er bezt - 01.04.1956, Side 42
138 Heima Nr. 4 --------------------------------er bezt---------------------------- smávægilegt var að ræða, lét hann Robish vera í þeirri góðu trú, að hann væri sjálfs sín húsbóndi. En ef mikið út af bar, eins og þegar Robish ætlaði sér að drepa Dan, kom Glenn til skjalanna. Fram- koma Glenns virtist mótuð af fyrirframgerðri ná- kvæmri áætlun, og Dan þótti sem hann gæti fallizt á þessa taktvísi, er alls var gætt. Aftur á móti var Píank Griffin honum ráðgáta, — þessi drengur dáði auðsæilega mjög stóra bróður' sinn og var eins og leikfang í höndum hans. Annars gat Dan ekki gert sér þetta ljóst. Robish, — ja, hann var skapbrigða- maður mikill, óáreiðanlegur, rustalegur og óút- reiknanlegur. A vissan hátt var hann hættulegastur þeirra félaga, og ekki var til nokkurs hlutar að reyna að semja við Robish, það var eins og að fara að ræða slík mál við einhverja skepnu. Síminn hringdi. A eftir varð ógnþrungin þögn, sem hristi drungann af öllu fólkinu. Dan stóð upp. Glenn Griffin kom út í ganginn með skammbyss- una í hendinni, og bróðir hans Hank fór upp eins og að gefnu merki. Dan gat sér þess til, að hann vildi hlera samtalið í símanum, sem var í svefn- herberginu. „Gjörið þér svo vel, Rauðkolla. Þér fáið ánægj- una. Takið símann, en verið varkár. Ef einhver spyr eftir herra James, þá er það ég, en ef spurt er um eitthvert ykkar, látið manninn þá tala að vild sinni. Og fljót nú!“ Er hringt var í þriðja sinn, tók Cindý heyrnar- tólið upp með stökum virðuleik í svipnum og sneri þrjózkulegu bakinu að Glenn Griffin. „Halló. . . . ó-já. . . ., Karl. Ég. . . . ég. . . . mér líður ekki sem bezt. Býst við, að það sé bara kvef- vella. Heyrðu, þú skilur, að ég get ekki. ... Nei, mér er það alls ómögulegt. Ég er lasin, eins og ég sagði þér.“ Hún hlustaði lengi og sneri sér svo hjálparvana að Dan og Elenóru, um leið og hún yppti öxlum. „Nei, Kalli, en reyndu að skilja það. Þú gerir það, er það ekki? .... Jæja, blessaður, við sjáumst þá á morgun. Góða nótt!“ Hún lét heyrn- artólið á kvíslina og sneri sér síðan að Glenn Griff- in. „Stóðst ég prófið, herra kennari?“ spurði hún með hæðnishreim. Glenn leit upp í stigann, um leið og Hank var að koma niður, og kinkaði kolli. „Þér stóðust það,“ sagði hann. ,,Ef til vill eruð þér hyggnari, en ég gerði mér í hugarlund. Hver var þetta? Vinur yðar?“ „Þetta var Anthony Eden,“ sagði Cindý og gekk aftur að legubekknum. Ralph rétti henni hönd sína í viðurkenningarskyni. Ósjálfrátt varð Glenn á að brosa. „Skemmtið yð- ur bara, Rauðkolla. Ekki falla af mér fjaðrirnar við það.“ Samtalið fékk nokkuð á Dan. Cindý hafði grát- bænt Karl um að skilja sig, hafði verið hrædd um að móðga hann, enda þótt hún hefði oft látið sér í léttu rúmi liggja, hvað vinir hennar vildu og oft verið dálítið harðlynd í þeirra garð. En Dan var óánægður með sjálfan sig, að hann skyldi vera að fárast um þetta, eins og sakir stóðu þessa stundina. Hann leyndi gremju sinni og sagði snöggt: „Ral- phie, nú er mál til komið, að þú farir að hafa þig í rúmið!“ Ralph stóð upp án þess að andmæla og kyssti móður sína, sendi Cindýju fingurkoss, gekk út í ganginn ásamt föður sínum og upp á loftið. Glenn lagði ekkert til málanna, en gaf gaum að öllu án þess að brosa. Dan fór með honum eins og vandi hans var. Honum varð af tilviljun litið á Hank og sá bregða fyrir kynlegum svip í dökkum augum hans. Ef til vill var þetta aðeins ímyndun. Dreng- urinn laut fram á borðið, en kerrti höfuðið dálítið aftur. Hann var klæddur fötum af Dan. í auítna- svip hans þóttist Dan kenna saknaðar eða öfundar, bryddi jafnvel á hvoru tveggja. Uppi í svefnherberginu var Ralph óvenju stillt- ur og þögull. Flugvélalíkönin hans héngu þarna niður úr loftinu og alls staðar gat og að líta lítil skipslíkön. Hann háttaði, fór í náttfötin, gekk inn í baðherbergið, burstaði tennur sínar í flýti, — en Dan sat á rúmstokknum og mælti ekki orð. Hvernig átti hann að skýra allt þetta fyrir tíu ára gömlum dreng? Bar það vott um ragmennsku lians, að hann skyldi leitast við að hlífa drengnum við ógnþrungn- um hugsunum, sem mæddu á sjálfum honum? Um leið og Ralph fór upp í, sagði hann: „Þeir eru ekkert sérstaklega illilegir." „Kann að vera, en illir eru þeir samt, Ralph. Vertu ekki að slá ryki í augun á sjálfum þér.“ „Þú ert kvíðafullur." Hér var ekki um spurn- ingu að ræða, þótt raddblærinn gæti til þess bent, heldur úrskurð, — ákæru. „Já, drengur minn,“ sagði Dan blíðlega. „Ég er hræddur. Og [rað ættir þú líka að vera.“ „Þú tókst þó digra karlinum tak.“ „Nei, ég missti aðeins stjórn á skapsmunum mín- um, annað hafðist ekki upp úr því. Og ég læt slíkt ekki koma fyrir mig aftur.“ „Mamma er líka hrædd. En Cindý er það ekki. Og ég ekki heldur.“ o o * Framhald í neesta blaði.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.