Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 44
19. Að lokum hrindir Jónas Stínu, svo að hún dettur. Get ég þá ekki stillt mig lengur. Eg ræðst móti Jónasi, slæ hann í handlegginn og hrópa: „Láttu nú stað- ar numið! Ef þú lætur Stínu ekki í friði, þá er mér að mæta!“ 20. í sama bili ræðst Jónas að mér, og hörkuáflog takast með okkur. Ég finn brátt, að hann er mér miklum mun sterkari, en ég kann nokkuð fyrir mér, og tekst að halda í horfinu. 21. Jónasi tekst þó að fella mig, og veltum við nú báðir niður kambinn. Endar sú för með því, að við stingumst á höfuðið niður í vatnið. Var það ef til vill bezta lausnin. 22. Við skreiðumst nú á land gegn- drepa og lúpulegir. Rétt í því barst okkur til eyrna rödd, sem skipar okkur að hafa okkur hæga. Þetta er fiskimað- urinn, er Stína átti að kaupa fiskinn hjá. Hann kemur nú til að stilla til friðar. 25. Er Jónas hefur lokið sögunni, sem hann hafði fært í stílinn, þrífur frú Myring heljartaki í handlegg Stínu og æpir: „Litla nornin þín, þú hyggst valda ósamlyndi með þeim bræðrum!" 23. Við hlýðum skipun hans. Og þeg- ar hann hefur fengið Stínu fiskinn, seg- ir hann okkur að fara út í bátinn og róa beina leið heim. Við hlýðum orða- laust öllu, sem hann segir okkur. 26. „En vita skaltu það, að til er ráð við því.“ Froðufellandi af bræði þrífur hún spanskreyr og ræðst að barninu. Mér hitnar heldur í harnsi við þessar aðfarir. 24. Þegar heim kemur er það fyrsta verk Jónasar, að segja frá áflogunum og afleiðingum þeirra. Frú Myring hlustar með athygli á frásögnina, og ég sé, að hún fölnar af bræði. 27. Án þess að hugsa mig um, hleyp ég til frú Myring og hrifsa af henni spanskreyrinn. „Sláðu mig,“ hrópa ég reiðilega, „en láttu Stínu vera! Hún er saklaus af því, sem gerðist í dag...."

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.