Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 2
Eitt af því, sem vér íslendingar höfuni enn naumlega gert oss fyllilega ljóst, er gildi þjóðhöfðingja vors fyrir land og þjóð. Þetta er að vísu ekld óeðiilegt, þar sem forsetadæmið íslenzka er ekki enn nema rúmlega tíu ára gamalt, og um engar erfðavenjur er að ræða í því sam- bandi. Hið gamla íslenzka þjóðveldi var án þjóðhöfðingja. Að vísu hefir þess verið getið til, að lögsögumanns- dæmið hafi á einhvern hátt nálgazt forsetadæmi í þjóð- félaginu, en svo var þó ekki lagalega, og ekki verður séð, að lögsögumaðurinn hafi haft nokkur völd í þjóð- félaginu, þótt hann muni að vísu hafa oft haft nokkur áhrif, einkum í sambandi við að setja niður deilur og um lagasetningu. Þjóðveldið forna var um inargt laust í reipum. Það bar á ýmsa lund svip smáríkja, sem að vísu voru sameinuð um ein lög og eina þjóðarstofnun, Alþingi. En á hinn bóginn verður þess ekki vart, að til væri nokkur sameiginleg hugsjón, sem tengdi þjóðina saman í eina heild. Vér viturn að vísu ekki, að hve miklu leyti almenningur hefir gert sér það ljóst, að allir fslendingar væru eitt ríki og ein þjóð, en ýmislegt bendir þó í þá átt, að sú tilfinning hafi verið næsta óljós. Atburðir Sturlungaaldar gætu bent til þess, að forvstumenn hins forna þjóðveldis hafi meira hugsað um athafnafreisi sjálfra sín sem einstaklinga en um frelsi og velgengni hinnar íslenzku þjóðarheildar. Þetta var í sjálfu sér eðlileg þróun, þegar þess er gætt, hvernig til hins íslenzka landnáms var stofnað, eftir því sem sögur vorar herma. Landnámsmennirnir fluttust frá Noregi sakir þess, að þeir þoldu ekki ofríki Haralds konungs hárfagra. En það ofríki var í rauninni aðallega föst skipan þjóðríkis með lögum þeim og aðhaldi, sem nauðsyn krefur, og framkvæmdarvaldi til að halda þeim uppi. Þessu sameiginlega framkvæmdavaldi slepptu for- feður vorir úr löggjöf sinni, þegar þeir settu þjóðveldið á stofn 930. Eftir að íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu og urðu þegnar erlends konungs, var þess naumast að vænta, að meðal þeirra þróaðist skilningur á gildi þjóðhöfðingjans fyrir þjóðina. Enda er það fullkunnugt, að fjarri fór því, að hið erlenda konungsvald væri Islendingum happa drjúgt. Til þess var konungurinn landi og þjóð of fjarlægur og lítt kunnugur þjóðarhögum og þjóðar- þörfum. Og þótt Island yrði sjálfstætt konungsríki 1918, varð konungurinn eigi að heldur sameiningartákn þjóðarinnar. Að vísu rækti Kristján konungur X. þjóð- höfðingjaskyldur sínar við Islendinga af fullum dreng- skap og virðugleika, sem geymt mun að verðleikum í sögu þjóðar vorrar. En hann var erlendur maður og þjóðhöfðingi í öðru landi, og ýmsir munu hafa litið á konungsdæmi hans á íslandi sem tákn þess, að enn vær- um vér eigi sjálfstæð þjóð. Þegar lýðveldi var stofnað á íslandi 1944, eignumst vér í fyrsta sinn innlendan þjóðhöfðingja. Nokkuð var um það deilt, hvert vera skyldi valdssvið hans. Sumir vildu hafa hann valdamikinn pólitískan leiðtoga líkt og forseta Bandaríkjanna. Aðrir kusu að fá honum lík völd og konungum í þingræðislöndum, og sú stefna sigraði, að minnsta kosti í bili, hvað sem ofan á kann að verða í nýjum stjórnskipunarlögum. Eins og nú er háttað stjórnskipan vorri, er forseti Islands því fremur tákn sjálfstæðis þjóðarinnar en valda- maður í ríkinu, og þannig mun bezt fara. Vér íslend- ingar erum deilugjarnir, og oss er tamt að líta á oss fyrst og fremst sem einstaklinga. Af þeim sökum er þjóðinni það nauðsyn, ef hún vill vernda sjálfstæði sitt og virðingu, að eitthvað það sé til í þjóðfélaginu, sem er ofan við dægurþras og deilur. Einhver friðhelg stofnun, sem vér getum allir virt og unnað sem tákni þess bezta, sem þjóðfélag vort hvílir á, frelsi og mann- réttindum. Og slík stofnun er forsetadæmið eins og því er nú farið. Forsetinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskrá landsins. En hann á ekki einungis að vera það á pappírnum heldur í augum alþjóðar. Og vér verðum að gera oss það ljóst hver og einn, að það er oss sjálfum menningarauki og þjóðinni heillavænlegt að líta þeim augum á embætti og starf forseta landsins. í hans höndum er hlutlaus yfirsýn um mál vor, óháð einkasjónarmiðum flokka og stétta. Hann er sættir manna, en ekki sá, sem stjórnar hatrömmum deilum um dægurmálin, eins og hinir pólitísku forvstumenn hljóta að vera. Ut á við er hann fulltrúi hins sjálfstæða ríkis. Og á úrslitastundum er það þjóðhöfðinginn, sem mest hvílir á, og viðbrögð hans geta ráðið örlögum þjóðar- innar. Þegar til stjórnarkreppu horfir, er það starf for- setans að leysa málin, svo að sem flestir megi vel við una innan þeirra takmarka, sem stjórnarskráin heimilar. Og þá ríður mjög á, að gætt sé hinnar fyllstu varúðar og hlutleysis, sem vart er hægt að vænta af þeim mönn- um, sem samtímis standa í harðri landsmálabaráttu. En ef þjóðin gerir sér ljóst, hvers virði það er henni að eiga innlendan þjóðhöfðingja, sem hafinn er yfir hinar hvers- dagslegu deilur og metur gildi hans rétt, standa og vonir 282 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.