Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 10
290
Heima
---er bezt
Nr. 9-10
sem staðfestingu á, hversu hátt þér metið gildi vísinda-
legrar menningar. Þess vegna býður háskólinn yður og
frú yðar velkomin með innilegum fögnuði.“
Um þessar mundir var Nathan Söderblom erkibiskup
í Uppsölum, og var Asgeir Asgeirsson boðinn og vel-
kominn á heimili hans, þegar hann vildi. Þá mun hafa
komið'til mála, að hann vrði prestur í Uppsalastifti um
skeið, en af því varð ekki vegna ófriðarins og erfiðra
samgangna við ísland.
Eftir að þau Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirs-
son giftust haustið 1917, settust þau að á föðurleifð
hennar, Laufási við Reykjavík. Gerðist hann þá starfs-
maður í Landsbanka Islands næstu tvö ár. Sú fyrsta
viðkynning af bankamálum og fjármálum mun hafa
haft meiri þýðingu fyrir framtíðarstörf og áhugamál
Ásgeirs Ásgeirssonar en menn grunaði þá.
Árið 1919 verður Ásgeir Ásgeirsson kennari við
Kennaraskóla íslands og síðar Fræðslumálastjóri 1927.
Á þeim árum fór hann víða um land og kynntist þá
mönnum og málefnum. Hann bar hag og störf kennara
mjög fyrir brjósti, enda naut hann almennra vinsælda
af stéttinni, eins og glöggt kom frarn í forsetakosning-
unurn 1952.
Árið 1923 var Ásgeir Ásgeirsson kosinn á þing fyrir
Vestur-Isafjarðarsýslu, aðeins 29 ára að aldri, og var
hann jafnan endurkosinn þar um 29 ára skeið. VTakti
hin fyrsta kosning nokkra eftirtekt, og eins sumar hin-
ar síðari, enda skipti Ásgeir Ásgeirsson um flokk, og
var auk þess eitt sinn í framboði utan flokka, en jafnan
bar Ásgeir Ásgeirsson sigur af hólmi, enda var hann
nákvæmur um hagsmunamál héraðsins og vinsæll, svo
af bar, af alþýðu rnanna. I málflutningi öllum og fram-
komu fékk hann brátt orð fyrir að vera traustur og
fastur fyrir, en þó ekki bardagamaður. Var það kunn-
ugt öllum landslýð, að hann átti oft þátt í málamiðlun,
þegar í odda skarst, og fáa átti hann óvini meðal þing-
rnanna. Hann var fjármálaráðherra frá 1931—34 og for-
sætisráðherra tvö seinni árin, en þá voru átökin hvað
hörðust um kjördæmaskipun og kosningarétt. Einnig
var hann forseti Sameinaðs þings Alþingishátíðarárið
1930. Var það einróma álit allra, að hversu vel tókst til
um það hátíðarhald, hafi ekki sízt verið Alþingisforset-
anum að þakka, og hin snjalla hátíðarræða hans snart
margar taugar í brjósti þeirra, er hlýddu. Niðurlag
þeirrar ræðu hljóðar svo:
„Guð gefi, að oss takist að leysa svo vel sem upphafið
spáir viðfangsefni mannlegs samlífs og skapa hér göfugt
og glæsilegt þjóðlíf í fögru og svipmiklu landi. Til
þess höfum vér hin ytri skilyrði. En skipulagið er ekki
einhlítt. Á Alþingi eiga að sitja vitsmunir Snorra goða,
stjórnvísi Þorgeirs, göfgi Halls af Síðu og manndómur
Jóns Sigurðssonar, en hann bar allt þetta í brjósti.
I dag erum vér sama hugar og forfeður vorir á hin-
um fvrsta fundi Alþingis. Þingstaður er hinn sami og
hátíð vor um margt lík hinu forna þingi. Tíu alda
þingsaga talar til vor í þessu heilaga musteri manndóms
og drengskapar undir bláum himni. Það hitar um hjarta-
ræturnar. Tign fjallanna, niður ánna, grænka jarðar-
innar og blámi himinsins rennur saman við minning
Forsetinn syndir flesta daga í Sundlaugunum. Myndin tekin við
Sundlaugamar.