Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 47
Nr. 9-10 Heima 327 -----------------------------— er bezt----------------------------- verk með þvl að hjálpa vinstúlku þinni, sem er í vanda stödd, en stritast við að vera heiðarleg allt þitt líf. En það lítur nú hver á málin frá sínu sjónarmiði.“ Um stund átti Jóhanna í harðri baráttu við sjálfa sig. Það var barátta milli þess, sem hún áleit skyldu sína, og á hinn bóginn var þráin að hjálpa Jennýju, sem hún dáði og elskaði. Y’rssulega fannst henni margt rétt í því, sem Jenný hafði sagt. „Taktu reikniheftið,“ sagði hún stillilega. „Það ligg- ur á píanóinu. En þú mátt ekki skrifa skýringarnar orðréttar upp.“ Vinstúlkurnar þrjár urðu alveg orðlausar. Aldrei hafði Jóhanna tekið þátt í slíku. Já, hún Jenný gat vaf- ið öllum um fingur sér. I raun og veru voru þær allar þakklátar Jóhönnu fyrir hennar óvænta göfuglyndi. Nanna greip eina köku af kökudiskinum og gat þess um leið, að alltaf ætti Jóhanna svo ágætar kökur! Jenný flýtti sér að afrita dæmið. „A að margfalda þarna með þremur eða fimm, Jó- hanna?“ spurði Jenný. „Með fimm,“ svataði Jóhanna. „Þakka þér fyrir. Viltu stinga köku upp í munninn a mer. Jenný var að enda við að afrita dæmið, þegar vinnu- konan kom inn og sagði að skilaboð væru komin til Jennýjar litlu um að koma sem fyrst heim. „Sagði hún Jenný litla?“ sagði Lilja. Hún var nýlega orðin 16 ára. „Ég skal segja henni, að þetta megi hún aldrei gera aftur,“ sagði Jóhanna kurteislega. Svo bætti hún við: „Segðu mér, Jenný. Hvenær ætlar þú að fara að setja upp hárið?“* „Ekki næstu hundrað árin,“ svaraði Jenný, án þess að líta upp úr dæminu. „Bráðum fer ég að setja hárið upp,“ sagði Nanna. „Það er að segja, ef mamma leyfir það. Sjáið þið stelp- ur. Ég hef svo Ijótt og rytjulegt hár. Það er svo slétt og óverulegt, þegar það liggur svona laust. Það yrði mikið skárra, ef ég setti það upp. Jenný dró andann léttar og þurrkaði af pennanum á sokknum sínum, — en Jóhanna hélt sig við sama um- talsefnið og spurði: „Hvernig ætlarðu að setja hárið upp, Nanna? Ætlarðu að teygja það aftur og hafa hár- ið í hnút eða vöndli ofan á hvirflinum?" „Það hef ég ekki ákveðið enn. Ef til vill set ég hárið upp í hnút í hnakkanum. Ertu nú búin, Jenný?“ Nú datt Jóhönnu í hug, að það gæti valdið óþæg- indum, ef dæmin yrðu alveg eins orðuð og útreikningur allur eins. „Hvenær verður dæmunum skilað aftur?“ sagði hún hugsandi. „Þú hefur gætt þess, Jenný, að afrita ekki dæmið alveg óbreytt.“ „Auðvitað gerði ég það,“ svaraði Jenný. En auðvelt var að sjá það á svipnum, þegar hún leit upp, að því hafði hún alveg gleymt. Hún leit glettnislega til Lilju og Nönnu og bætti við: „Þetta er nú ekki í fyrsta skipti, sem ég afrita dæmi.“ „Það er víst beðið eftir þér, Jenný,“ sagði Nanna. Hún mundi það allt í einu, að vinnukonan heiman frá Jennýju hafði beðið lengi frammi. En skyldutilfinn- ingin var ekki sterk hjá Jennýju. Hún muldraði kæru- leysislega: „Já, ég átti vitanlega að korna samstundis, eins og frænka er vön að segja.“ Rétt í því að allar stúlkurnar stóðu upp og sýndu á sér fararsnið, kom Andrés, bróðir Nönnu og Lilju, að sækja þær. Andrés var ætíð eins konar skotspónn Jennýjar. Hún gat aldrei stillt sig með að stríða hon- um. Hann hafði hárautt hár, stór ljósgrá augu og stór- an ófríðan munn, sem eina framtönn vantaði í. Hann gekk háleitur og stamaði dálítið, — einkum þegar hann átti tal við Jennýju, sem hafði þann sið að horfa fast framan í þá, sem hún talaði við. „Hæ-hæ. Hér er Andrés kominn," sagði Jenný háðs- lega, en Jóhanna lagaði kjólinn og rétti honum hend- ina kurteislega og hneigði sig létt. Jóhanna gerði sér aldrei mannamun. Það var alveg sama, hvort pilturinn var fríður eða ófríður. Hún reyndi alltaf að vera hlv- leg og aðlaðandi. Núna leiddist henni mest, hve slæð- an hennar var leiðinleg. „Gjörið svo vel að setjast,“ sagði hún kurteislega. „Má ekki bjóða þér köku, elskan,“ og Jenný rak kökudiskinn alveg upp að nefinu á Andrési og brosti háðslega. Andrés blóðroðnaði og stamaði: „Nei — nei — þökk fyrir.“ „Þykir þér ekki kökur góðar}u hélt Jenný áfram. Tónninn í orðum hennar sýndi það, að hún teldi hann mesta furðuverk veraldar. Það þykknaði í Lilju, en Nanna þóttist ekki taka eftir neinu. „Jú, stundum — ekki alltaf,“ stamaði Andrés. Andlit Andrésar var nú orðið eins eldrautt og hárið, og ekki bætti það fyrir, þegar Jenný sagði ósköp sak- leysislega: „Jæja, svo þér þykir kökurnar ekki nógu góðar. Það er heldur ánægjulegt fyrir þig, Jóhanna.“ „Jæja,“ sagði Jóhanna. Hún var aldrei snör að koma fyrir sig orði. „Nei, það sagði ég ekki,“ muldraði Andrés aumingja- lega. „Ég sagði bara...." Andrés fékk ekki að ljúka við setninguna. Lilja stóð snögglega upp og sagði: „Komið þið, krakkar. \rið þurfum að komast heim.“ Jóhanna hringdi á vinnukonuna og bað hana að koma með kápurnar. # Hárgreiðslan var þá allt önnur en nú. — Þýð. Framhald í næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.