Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 40
HVAÐ UNGUR NEMUR ÞÁTTUR ÆSKUNNAR RITSTJÓRI: STEFÁN JÓNSSON NÁMSTJÓRI HELGAFELL - VOR í EYJUM Breiðafjarðarbyggðir eru sögulega merkar að fornu og nýju. Þar eru margir sögustaðir, en Helgafell í Þórsnesi er tvímælalaust frægastur sögustaður í byggðum Breiðafjarðar. Eg vil leiða ykkur með mér upp á Helgafell á kyrru, björtu vorkvöldi. Þá er útsýn þaðan fegurst. En allir, sem ganga á Helgafell, þurfa að kunna uppgöngureglurnar og fylgja þeim fast, annars hefur gangan á fellið ekki fullt gildi, samkvæmt þjóðtrúnni. En uppgönguregl- urnar eru þessar: Fyrst skal ganga heim að bænum, en hann stendur suðvestan undir fellinu, fagurlega settur. Blómabrekka fögur á bak við bæinn er þakin blómum. Mest ber á flækjujurtinni (vicia cracca), og þegar hún stendur í fullum blóma, er brekkan alblá til að sjá. Rétt ofan við kirkjugarðinn er leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Þar er numið staðar. Frá leiðinu er svo gengið á fellið. Þegar gangan er hafin, má enginn tala, ekki hlæja og ekki líta til baka. Allir eiga að ganga prúðir og hljóðir upp á fellið og festa hugann við fagra hugsjón eða ósk, sem hver og einn hugsar sér að bera fram í huganum, þegar komið er upp á fellið. Þegar upp er komið, er þar allstórt grjótbyrgi, hlað- ið úr stórgrýti — vafalaust mjög gamalt, og ef til vill frá söguöld. Skal ganga inn í byrgið, snúa andliti í austurátt og bera fram óskir sínar í hljóði, en enginn má segja, hvers óskað er. Ekki er því að leyna, að svo er að sjá, sem einhver dulin öfl helgi þessa göngu á fellið. Kyrrð og alvara færist yfir hópinn. Enginn vill missa af réttinum til að bera fram óskir sínar á fellinu, en sá réttur fellur niður, ef reglur eru brotnar. Oft hef ég gengið á Fellið með glöðum hópi æsku- manna. A göngunni heim að bænum leika allir á als oddi. Hlátrar óma, og hnyttin svör fljúga, en við leiðið stillast allir. Helgi staðarins grípur hugina. Hér er líka óskastaður. Vaka ekki hljóðar óskir í brjósti hvers einasta ungmennis? Á Helgafelli er hollt að setja sér mark til að keppa að og bera fram hljóðar óskir um framtíðina. Þjóðtrú og trú á dulin öfl er rík í eðli íslendinga. Heill og óheill fylgja ýmsum sögulegum stöðum allt frá fyrstu byggð landsins. Fáir vilja ganga í berhögg við fornar venjur og sagnir, en margir láta þessi mál hlut- laus. Ekki veit ég hve sterk er trúin á Helgafell sem 320 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.