Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 40

Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 40
HVAÐ UNGUR NEMUR ÞÁTTUR ÆSKUNNAR RITSTJÓRI: STEFÁN JÓNSSON NÁMSTJÓRI HELGAFELL - VOR í EYJUM Breiðafjarðarbyggðir eru sögulega merkar að fornu og nýju. Þar eru margir sögustaðir, en Helgafell í Þórsnesi er tvímælalaust frægastur sögustaður í byggðum Breiðafjarðar. Eg vil leiða ykkur með mér upp á Helgafell á kyrru, björtu vorkvöldi. Þá er útsýn þaðan fegurst. En allir, sem ganga á Helgafell, þurfa að kunna uppgöngureglurnar og fylgja þeim fast, annars hefur gangan á fellið ekki fullt gildi, samkvæmt þjóðtrúnni. En uppgönguregl- urnar eru þessar: Fyrst skal ganga heim að bænum, en hann stendur suðvestan undir fellinu, fagurlega settur. Blómabrekka fögur á bak við bæinn er þakin blómum. Mest ber á flækjujurtinni (vicia cracca), og þegar hún stendur í fullum blóma, er brekkan alblá til að sjá. Rétt ofan við kirkjugarðinn er leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Þar er numið staðar. Frá leiðinu er svo gengið á fellið. Þegar gangan er hafin, má enginn tala, ekki hlæja og ekki líta til baka. Allir eiga að ganga prúðir og hljóðir upp á fellið og festa hugann við fagra hugsjón eða ósk, sem hver og einn hugsar sér að bera fram í huganum, þegar komið er upp á fellið. Þegar upp er komið, er þar allstórt grjótbyrgi, hlað- ið úr stórgrýti — vafalaust mjög gamalt, og ef til vill frá söguöld. Skal ganga inn í byrgið, snúa andliti í austurátt og bera fram óskir sínar í hljóði, en enginn má segja, hvers óskað er. Ekki er því að leyna, að svo er að sjá, sem einhver dulin öfl helgi þessa göngu á fellið. Kyrrð og alvara færist yfir hópinn. Enginn vill missa af réttinum til að bera fram óskir sínar á fellinu, en sá réttur fellur niður, ef reglur eru brotnar. Oft hef ég gengið á Fellið með glöðum hópi æsku- manna. A göngunni heim að bænum leika allir á als oddi. Hlátrar óma, og hnyttin svör fljúga, en við leiðið stillast allir. Helgi staðarins grípur hugina. Hér er líka óskastaður. Vaka ekki hljóðar óskir í brjósti hvers einasta ungmennis? Á Helgafelli er hollt að setja sér mark til að keppa að og bera fram hljóðar óskir um framtíðina. Þjóðtrú og trú á dulin öfl er rík í eðli íslendinga. Heill og óheill fylgja ýmsum sögulegum stöðum allt frá fyrstu byggð landsins. Fáir vilja ganga í berhögg við fornar venjur og sagnir, en margir láta þessi mál hlut- laus. Ekki veit ég hve sterk er trúin á Helgafell sem 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.