Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 15
Nr. 9-10
jafnt af háum sem lágum, og sjálf
vöktu forsetahjónin athygli, hvar
sem þau komu, ekki fyrir það eitt,
að þar var þjóðhöfðingi á ferð, held-
ur með virðuleika sínum og glæsi-
brag. — Þannig segir Aftenposten
norski:
„Forsetinn og frú hans, sem eru
ljós yfirlitum, beinvaxin og virðuleg
í framgöngu, eins og sæmir niðjum
hinna göfugustu norrænna ætta, geta
varla annað en fundið, hversu heim-
sókn þeirra er oss kærkomin.“
Trönder-avisa kemst svo að orði:
„Ásgeir Ásgeirsson forseti er hraust-
legur og sterkbyggður maður, mark-
aður skörpum andlitsdráttum. Hann
er höfðinglegur álitum, svo að manni
flýgur í hug einhver höfðingi sögu-
aldar eða norrænn víkingur.“
Verdens gang í Osló segir svo:
„\Tér höfum fengið heimsóknir
margra erlendra þjóðhöfðingja síðari
árin. Alaðurinn, sem steig í land í gær,
var hánorrænn á svip og ljós yfirlitum. Hann er þjóð-
kjörinn forseti yfir 150 þúsund manns í lýðveldi, sem
er aðeins 10 ára gamalt. Engu að síður er meiri sögu-
legur vængjadynur yfir þessari heimsókn en nokkurri
annarri þjóðhöfðingjaheimsókn síðari ára.“
En blöðin kunnu fleira að segja frá Ásgeiri Ásgeirs-
syni en að lýsa útliti hans, Nationen í Osló segir svo:
„Ásgeir Ásgeirsson hefir aldrei verið nokkur harð-
soðinn flokkskreddumaður. Pólitísk réttlínustefna get-
ur enganveginn samrýmzt hinni víðu yfirsýn hans og
raunsæju afstöðu til viðfangsefna þjóðfélagsins. Forseti
íslands hefir í stutu máli sagt það víðsýni og skilning,
sem góðum þjóðhöfðingja er nauðsyn. Það er því eng-
inn vafi á því, að þjóðin stendur sameinuð að baki hon-
um, og hann getur talað í nafni allra íslendinga, þegar
hann heimsækir land vort í dag.“
Eftirfarandi er úr Dagens nyheter í Stokkhólmi:
„Við forsetakjörið kepptu tveir frambjóðendur gegn
Ásgeiri Ásgeirssyni. Annar þeirra naut stuðnings stjórn-
arflokkanna, sem við næstu alþingiskosningar á undan
hlutu um 65% atkvæða. En kjósendurnir brutu flokks-
agann og kusu þann manninn, sem árum saman hafði
staðið í meðvitund fólksins sem ákjósanlegt samein-
ingartákn, mildur, réttsýnn og vinsæll. Eftir að hafa
setið hálft annað ár á forsetastóli, hefir það sýnt sig,
að traust þjóðarinnar var verðskuldað.“
Eftirfarandi kaflar úr hátíðaræðum og blöðum á
Norðurlöndum sýna bezt, með hverjum hug bræðra-
Að ofan: Frá heimsókn forsetahjónanna til Hólniavíkur.
Að neðan: Forsetahjónunum fagnað á Stöðvarfirði.