Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 15
Nr. 9-10 jafnt af háum sem lágum, og sjálf vöktu forsetahjónin athygli, hvar sem þau komu, ekki fyrir það eitt, að þar var þjóðhöfðingi á ferð, held- ur með virðuleika sínum og glæsi- brag. — Þannig segir Aftenposten norski: „Forsetinn og frú hans, sem eru ljós yfirlitum, beinvaxin og virðuleg í framgöngu, eins og sæmir niðjum hinna göfugustu norrænna ætta, geta varla annað en fundið, hversu heim- sókn þeirra er oss kærkomin.“ Trönder-avisa kemst svo að orði: „Ásgeir Ásgeirsson forseti er hraust- legur og sterkbyggður maður, mark- aður skörpum andlitsdráttum. Hann er höfðinglegur álitum, svo að manni flýgur í hug einhver höfðingi sögu- aldar eða norrænn víkingur.“ Verdens gang í Osló segir svo: „\Tér höfum fengið heimsóknir margra erlendra þjóðhöfðingja síðari árin. Alaðurinn, sem steig í land í gær, var hánorrænn á svip og ljós yfirlitum. Hann er þjóð- kjörinn forseti yfir 150 þúsund manns í lýðveldi, sem er aðeins 10 ára gamalt. Engu að síður er meiri sögu- legur vængjadynur yfir þessari heimsókn en nokkurri annarri þjóðhöfðingjaheimsókn síðari ára.“ En blöðin kunnu fleira að segja frá Ásgeiri Ásgeirs- syni en að lýsa útliti hans, Nationen í Osló segir svo: „Ásgeir Ásgeirsson hefir aldrei verið nokkur harð- soðinn flokkskreddumaður. Pólitísk réttlínustefna get- ur enganveginn samrýmzt hinni víðu yfirsýn hans og raunsæju afstöðu til viðfangsefna þjóðfélagsins. Forseti íslands hefir í stutu máli sagt það víðsýni og skilning, sem góðum þjóðhöfðingja er nauðsyn. Það er því eng- inn vafi á því, að þjóðin stendur sameinuð að baki hon- um, og hann getur talað í nafni allra íslendinga, þegar hann heimsækir land vort í dag.“ Eftirfarandi er úr Dagens nyheter í Stokkhólmi: „Við forsetakjörið kepptu tveir frambjóðendur gegn Ásgeiri Ásgeirssyni. Annar þeirra naut stuðnings stjórn- arflokkanna, sem við næstu alþingiskosningar á undan hlutu um 65% atkvæða. En kjósendurnir brutu flokks- agann og kusu þann manninn, sem árum saman hafði staðið í meðvitund fólksins sem ákjósanlegt samein- ingartákn, mildur, réttsýnn og vinsæll. Eftir að hafa setið hálft annað ár á forsetastóli, hefir það sýnt sig, að traust þjóðarinnar var verðskuldað.“ Eftirfarandi kaflar úr hátíðaræðum og blöðum á Norðurlöndum sýna bezt, með hverjum hug bræðra- Að ofan: Frá heimsókn forsetahjónanna til Hólniavíkur. Að neðan: Forsetahjónunum fagnað á Stöðvarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.