Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 46

Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 46
326 Heima Nr. 9-10 -------------------------------er bezt---------------------------- en hún sagði þetta til að ná sér svolítið niðri á Lilju vinstúlku sinni. Jóhanna tók upp vasaspegil og speglaði sig. „Hvað heitir þessi nýja stúlka?“ Enginn gat svarað því. „En ég veit að mamma hennar, var ensk,“ sagði Nanna, „en hún er löngu dáin. Andrés bróðir minn sagði mér þetta í morgun.“ „Ég get alveg hugsað mér, hvernig hún lítur út,“ sagði Lilja. Hún hafði setið þögul urn stund og hugsað um, hvað hún gæti sagt, sem særði Jennýju. „Já, ég get alveg hugsað mér það. Hún er líklegast líkust henni Kötu, stelpunni heima hjá okkur, sem við köllum „sauð- inn“. Hún er svo sauðarleg. Roðnar og fer hjá sér, hvað sem við hana er sagt.“ Nú var Jennýju nóg boðið. Llún gleymdi því, að þessi lýsing á ókunnu stúlkunni var aðeins ágizkun. Hún stóð upp og gekk að píanóinu og tók að leika lagið „Heima vil ég vera“. Lagið er viðkvæmt og heill- andi og Jenný var svo hrærð, að hún fór út af laginu. Lilja leit í kringum sig ánægð með samlíkinguna á Kötu og nýju stúlkunni, sem hún hafði aldrei augum litið. Nanna tók upp hárnál, sem hún hafði misst á gólfið. Jóhanna fægði armbandið sitt með vasaklútnum, sem hún hafði vætt í munnvatni sínu. Allar hugsuðu þær um nýju stúlkuna, sem von var á í skólann næsta dag. Jenný ein hugsaði til hennar með kvíðablandinni óró, sem kom fram í þunglyndislegum leik hennar á píanóið. Nanna hugsaði með kæruleysi til hinnar ókunnu stúlku. Þetta snerti hana svo lítið. Lilja naut þess með duldri gleði, að Jenný kviði fyrir komu henn- ar, en Jóhanna gladdist yfir því, að ef til vill kæmi þarna stúlka, sem væri henni andlega skyld og líktist henni að námsgáfum og þroska. Og „engillinn“ Jóhanna, sem var svo hrifin af því, hve armband hennar glansaði, varð fyrst til að rjúfa þögnina. „Er það á miðvikudag eða fimmtudag, sem við fá- um mánaðareinkunnir okkar?“ „Á miðvikudag,“ sagði Nanna og leit til hinna. „Guð á himnum,“ andvarpaði Jóhanna, en Jenný hamraði nú fjörugan polka. Lilja leit snöggt til Jó- hönnu og sagði: „Ég held, að þú þurfir ekki að stynja. Alltaf færð þú góðar einkunnir. Þú dregur heldur aldrei af þér. En við Nanna, við fáum lágar einkunnir, og allir vita, að við gerum ekki eins og við getum,“ sagði Lilja yfirlætislega. „Mamma skammar okkur líka alltaf, einkum mig, sem sat eftir í bekknum í fyrra,“ og allt í einu varð hún alvarleg á svipinn. „Skelfur þú ekki Jenný?“ bætti hún við. Jenný lék enn hraðan polka. Hún sneri sér við á stólnum og svaraði glaðlega: „Ég? Eruð þið alveg frá ykkur? Ég er svo vön að fá lélegar einkunnir. Látum okkur nú sjá. Ég kom sex ára í skóla, og nú er ég fimmtán ára. Ég hef því verið níu ár í skóla. Á þessum níu árum, hef ég aldrei í eitt einasta skipti fengið reglu- lega góða einkunn. Ég hef því ekkert að óttast og einskis að sakna. Ég er fyrir fram vonlaus. Maður venst öllu, og manni lærist snemma að sætta sig við hlutina.“ Jóhanna leit til hennar undrandi. „Ertu aldrei hrædd og kvíðandi, þegar kemur að þínu nafni, er einkunnir eru lesnar upp og ungfrú Prior lítur til þín ásakandi? Mér sýnist þú þá svo oft hrygg á svipinn.“ „Það er einkunna svipurinn minn, sem ég set alltaf upp við slík tækifæri,“ sagði Jenný og lagði undir flatt. „Ég halla svona höfðinu og lít á ská niður. Svo kross- legg ég hendurnar, bít á vörina og skýt hökunni svona inn. Ég kann þessa stellingu utan að.“ „Jæja,“ greip Lilja frarn í. „Ég hef þó séð þig með tárin í augunum.“ , „Það á líka að fylgja,“ sagði Jenný. „Annars væri allt ónýtt.“ Nanna og Jóhanna hlógu, en Lilja yppti öxlum fyr- irlitlega og sagði: „Já, þetta getur þú sagt okkur.“ Hún gat ekki þolað, hve Jenný tók sér þetta létt. „En bíðið þið við,“ Jenný tók margbrotið pappírs- blað upp úr vasa sínurn. „Hvað kom út úr heimadæm- inu hjá ykkur?“ „Við fengum 41/2%,“ svaraði Nanna strax. Nanna og Lilja voru systur, og sögðu ætíð við, þegar rætt var um námið, enda líktust úrlausnir þeirra í öllum grein- um eins og samvaxnir tvíburar. „Hvað fékkst þú út Jóhanna?“ spurði Jenný. „Ég man það ekki,“ svaraði Jóhanna. „Fékkst þú líka 41/4%, Jenný?“ spurði Nanna. „Ég hef enga útkomu fengið,“ svaraði Jenný, „því að ég hef ekki litið á dæmið.“ Jenný hló, eins og þetta væri ákaflega skemmtilegt. „Ég fór hingað í dag í þeirri von, að einhver ykkar gæti sagt mér útkomuna og reiknað með mér dæmið.“ Lilja, sem í rauninni var góð og hjálpsöm, fór að rifja upp dæmið í huganum, en gat ekki munað að- ferðina. Nanna byrjaði alltaf á sömu setningunni og komst svo í strand. Jóhanna sat þegjandi og starði út í loftið. Það var eins og hún fyndi á sér einhver óþæg- indi. „Ég man alls ekki aðferðina,“ sagði Lilja mótlætt. „Og þú manst hana ekki heldur, Nanna. Þetta var svo vont dæmi. Ég skil bara ekki, hvernig við fengum rétta útkomu.“ „F.n það veit ég,“ sagði Nanna. „Við vissum, að út- koman átti að vera 41/4%, og við reiknuðum dæmið cftir því. Jóhanna, náðu í reikniheftið þitt. Þú hlýtur að hafa það við höndina. Þú ert heima hjá þér.“ Jóhann roðnaði. „Þú veizt, að ég er aldrei vön að sýna öðrum mínar úrlausnir og bið heldur aldrei aðra um hjálp.“ „En það sakleysi,“ sögðu þær báðar samtímis, Lilja og Nanna, og kenndi háðs í röddinni, en Jenný sagði glaðlega: „Ef þú vilt síður gera þetta, þá skaltu ekkert vera að hjálpa mér. F.n mér finnst þó, að þú gerir meira góð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.