Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 2

Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 2
Vié bókask ápinn Ég stend við bókaskápinn minn og renni augum yfir kilina, marglita, misþykka og misháa. Sumir eru fagrir og gljáandi, aðrir snjáðir og lúnir. Ólíkt er efnið, sem inni fyrir er, en allar eiga bækurnar sömu sögu að segja, þær eru meðlimir einnar fjölskyldu, félagar sama manns- ins, sem ann þeim og hefur handleikið þær oft og mörgum sinnum, svo að segja má, að margar þeirra séu orðnar hluti af honum sjálfum. En hvers vegna safna menn bókum? Oft er þeirri spurningu varpað fram. Svörin við henni verða vitan- lega mörg og ólík að efni eftir því, hver á í hlut. Naumast mundu nokkrir tveir bókasafnendur verða al- gerlega sammála, þótt þeim bæri saman í ýmsu. Hér mun gerð lítilsháttar tilraun, til að svara frá sjónarmiði mínu, en óvíst er, hversu margir aðrir gætu skrifað þar undir. í bókasafni mínu staðnæmist ég oft við lítið kver, fremur ósjálegt að ytri búnaði. Þetta er Varabálkur, 2. útg., prentuð á Akureyri 1900. En á fremra saur- blaðinu er skrifað: Steindór Steindórsson 1902. Og það er staðreynd, að bókina fékk ég í jólagjöf það ár, rúm- lega fjögra mánaða gamall. Varla býst ég við, að sú gjöf hafi ráðið miklu um það, að ég tók að safna bókum síðar á ævinni, þótt aldrei verði neitt sagt með vissu, hvað örlögum ræður. Enn ólíklegra þykir mér þó, að gamli maðurinn, sem gaf mér bókina, hafi þótzt sjá það á augum eða hára- lagi, að mér myndu síðar fáar betri gjafir gefnar en sjaldgæf bók. Hitt veit ég, að frá því ég man fyrst eftir mér læsum, voru bækur mitt mesta eftirlæti, og fátt hefur mér þótt betra um dagana, en þegar ég í bernsku minni fékk að liggja í rúminu á sunnudags- morgna og lesa. Á þeim árunum var ekki alltaf spurt um hvað lesið var, ef maður aðeins fékk bók í hend- urnar, þótt mér vitanlega þætti Egla, Jónas Hallgríms- son, Þjóðsögur Jóns Árnasonar eða Þúsund og ein nótt betri á bragðið en Búnaðarritið og Alþingistíðindin, sem þó mátti nota, ef í nauðirnar rak. Ég get ekki að því gert, að ég vorkenni þeim unglingum nútímans, sem þeytast í bílum frá einum skemmtistað til annars í leit að einhverri skemmtun, en þekkja ekki tilhlökk- unina yfir því að fá frístund til að lesa í bók, sem þeir hafa þráð að komast í tæri við, eða fögnuðinn, sem það veitir að vera einn samvistum við góða bók. En ef til vill kynnast þeir þessu seinna. Þegar fram liðu stundir, og einhver auraráð urðu, nægði mér ekki lengur að lesa bókina. Ef hún veitti mér ánægju eða fróðleik varð ég að eignast hana, gera hana mér að förunaut og félaga. Söfnunarnáttúran var vak- in, og hún hefur ekki skilið við mig síðan. Fyrst í stað var vitanlega ekki um að ræða að eignast aðrar bækur en þær, sem allra girnilegastar voru til fróðleiks eða skemmtunar, en jafnframt óx upp sú tilfinning að láta helzt ekkert prentað blað fara forgörðum, ef hægt var að ná á því tangarhaldi, og margir voru hirðulausir um bókariflinga eða blaðasnepla. Og svo mun flestum þeim fara, sem tekið hafa sýkil bókasöfnunarinnar, að þeim er ekki sársaukalaust að sjá bók eða blað umhirðulaust eða gert að eldsmat. Bókasöfnunin verður eins og snjó- flóðið, sem alltaf hleður utan á sig því lengra sem það fellur. Sumir safnarar verða alætur á bækur, safna öllu af sama kappi. Slíkt er raunar ekki lengur fært nú, eftir að bókagerð hefur aukizt svo stórkostlega, sem raun er á. Hinir munu þó fleiri, sem einbeita sér við tilteknar greinir bóka. Þannig hef ég aldrei safnað er- lendum bókum utan minnar fræðigreinar, og af ís- lenzkum bókum hef ég einkum tínt að mér ljóðabæk- ur, þjóðleg fræði, ævisögur og tímarit, enda er þar úr ærið nógu að moða. Annað mál er svo það, að berist eitthvað annað í hendur mínar, læt ég það naumast frá mér fara. Ég geri ráð fyrir að flestir bókasafnarar hafi líka sögu að segja. Naumast mun hægt að segja, að þeir sem kallast geta safnarar sækist eftir bókum vegna efnis þeirra, enda þótt þeir bindi sig við tiltekna efnisflokka bóka. í aug- um safnarans kemur margt annað til greina. Verðmæti bókarinnar sem safngrips er ekki fólgið í efni hennar, heldur má tala um aldur hennar, prentstað og ytri bún- að og ekki sízt hversu sjaldgæf hún er á markaðinum. Þetta allt eru mikilvægir þættir í viðhorfi safnarans, þegar hann er tekinn að safna af kappi. Þetta getur gengið í öfgar, en hefur þó óneitanlega bjargað mikl- um verðmætum prentaðra bóka og handrita. Elju og natni bókasafnaranna er það að þakka, að margt smá- legt geymist, seinni tímanum til fróðleiks og ánægju, en safnandanum til óblandinnar nautnar. Því að fátt gleð- ur hann meira en að bjarga, þótt ekki sé nema tvíblöð- ung, undan valdi eyðileggingarinnar. Þannig þjónar hann í senn sjálfum sér og framtíðinni. En bókasafnarar eldast eins og aðrir menn. Þá hlýt- ur það að verða áhyggjuefni hvers og eins, hvað verð- ur af safninu að þeim látnum. Mýmörg eru þau dæm- 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.