Heima er bezt - 01.09.1960, Page 5

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 5
Safn þetta á að heita „Bókasafn alþýðu“ og verður það sniðið eftir beztu söfnum útlendum í líka átt og t. d. „Cassells National Library“, „Reclams’ Universal Bibliotek“ o. fl.“ Hér er skýrt að orði kveðið hvað fyrir Oddi vakir. Ef vér lítum yfir Bókaskrár Skírnis frá þessum árum, þá verður ljóst, að ekki er of djúpt tekið í árinrú um þann bókakost, sem út var gefinn árlega. Af 56 bókum og bæklingum ársins 1896 voru 10 guðsorðabækur, 12 fornsögur, ævisögur og þjóðsagnir og 6 kennslukver, 11 bæklingar og flugrit ýmiss efnis, en hitt sldptist í ýmsa flokka. Það var sannarlega ekki vanþörf að reyna að veita einhverjum nýjum straumum inn í bókmennt- ir þjóðarinnar. Boðsbréfið ber það og greinilega með sér, að það er menningarauki þjóðarinnar en ekki von um fjárhagslegan ágóða, sem fyrir Oddi vakir. Verð bókanna er þegar ákveðið svo lágt að furðu sætir. Ár- gangurinn, sem áætlaður var 18 arkir, skyldi kosta 2 krónur, en áskriftin var bindandi fyrir þrjú ár. Þá var mönnum gefinn kostur á að fá bækumar bundnar og kostaði vandað band kr. 1.00 til kr. 1.25, eftir stærð bókanna. Með slíku verði gat útgáfan aldrei orðið gróðavegur. Boðsbréfinu fylgdi skrá yfir 60 bækur, sem áætlað var, að kæmu smám saman út í safninu. Eru þær í senn fjölbreyttar og vel valdar til almennrar menntunar. Þar eru skáldrit margra ágætustu erlendra höfunda, eldri og yngri, bækur um heimspeki, sagnfræði inn- lenda og útlenda, náttúrufræði, heilsufræði, eðlisfræði, íþróttir, þjóðfélagsfræði o. fl. o. fl. Meðal höfunda, sem ætlað er að þýða eftir, eru þýzku skáldin Goethe, Schiller og Heine, Bretarnir: Shakespeare, Byron, Kipling, Herbert Spencer og Huxley, Rússarnir: Tol- stoy, Korolenko og Púsckin, Norðurlandahöfundarn- ir: Ibsen, Björnsson, Drachmann og H. C. Andersen. Auk fjöldamargra annarra. Ef vér rennum augum yfir bókaskrána, hlýtur það að vekja furðu, hversu glögga yfirsýn útgefandinn hef- ur haft um úrvalsbækur samtíðarinnar, og hvers væri þörf, til að efla íslenzka alþýðumenningu. En menning- argildi útgáfunnar er sýnilega eina markmiðið. Hins vegar hlýtur lesandinn að spyrja líkt og Dr. Valtýr Guðmundsson gerði í vinsamlegum ritdómi um safnið, „Þyrnar“ Þorsteins Erlings- sonar var fyrsta bókin, sem Oddur Björnsson gaf út árið 1897. hvar þeir menn séu, sem færir séu um að semja og þýða rit þau, sem um ræðir, því að slíkt var sýnilega ekki heiglum hent. Annað hlýtur að vekja furðu vora, og það er stór- hugur sá sem þarna er að verki. Sjálfur var Oddur Björnsson félítill maður, sem ekki hafði á öðru ráð en vinnulaunum sínum. Engan bakhjarl hafði hann, nema talið er, að húsbændur hans hafi liðsinnt honum eitt- hvað. Öll framkvæmd hvíldi á hans herðum sem auka- starf við fullkominn vinnudag, en um mörg störf naut hann ágætrar aðstoðar konu sinnar, Ingibjargar Benja- minsdóttur. Líklega mun einsdæmi, að fyrirtæki sé haf- ið með svo litlum styrk að baki. Og í þann tíma mundi lítið hafa tjóað að sækja um styrk til stjórnavaldanna, til að hrinda slíku máli í framkvæmd. Bókasafn alþýðu kom út í 6 ár. Tvær bækur eða hefti á ári, alls urðu það 9 rit, sem út voru gefin í því. Voru þau þessi: Þymar eftir Þorstein Erlingsson, 1897. Sögur frá Síberíu eftir Korolenko, 1897. Þýðendur: Björn Bjarnason, Sigfús Blöndal og Guðmundur Finn- bogason. Úranía eftir Flammarion, 1898. Þýðandi Björn Bjarnason. Blástakkar Karls konungs eftir Topelius, 1898. Þýð- andi: Matthías Jochumsson. Eiríkur Hansson eftir J. Magnús Bjarnason, 1899— 1903. Grænland að fornu og nýju eftir Finn Jónsson og Helga Pétursson. Þættir úr íslendinga sögu eftir Boga Th. Melsted, 1900 og 1901. Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen, 1900. Framtíðartrúarbrögð eftir Ervast, 1903. Ólafur Davíðsson þýddi. Árið 1902 mun engin bók hafa komið út, enda hef- ur Oddur þá verið að koma prentsmiðju sinni á fastan fót. Það er auðsætt, að furðuvel er haldið í horfinu um bókavalið þann stutta tíma, sem Bókasafn alþýðu kom út. Nöfn þeirra manna, sem þarna lögðu hönd að verki Heima er bezt 329

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.