Heima er bezt - 01.09.1960, Page 6

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 6
Ingibjörg Benjaminsdóttir, eiginkona Odds Björnssonar, var hans stoð og stytta á Hafnarárunum, las rneðal annars með honum aliar prófarkir og sá um útsendingar á bókum Bóka- safns alþýðu til íslands. (Myndin er tekin laust fyrir aldamót). sýna ljóslega, að hinir íslenzku menntamenn, sem þá voru í Kaupmannahöfn annað hvort búsettir eða að námi, hafa verið málefninu hlynntir. Enda kemur það ljóst fram í formála Sigfúsar Blöndal að Sögum frá Síberíu. Allir lögðu þeir síðar mikinn skerf til íslenzkr- ar alþýðumenntunar auk vísindastarfa sinna, og vafa- samt er, hvort nokkurt íslenzkt útgáfufyrirtæki hefur átt jafnmiklu mannvali á að skipa á jafnstuttum tíma og Bókasafn alþýðu. Auk þeirra, sem hér er getið hafði Oddur einnig tryggt sér aðstoð þeirra Helga Jónsson- ar, síðar doktors, og Ágústs H. Bjarnasonar, síðar pró- fessors. Ritin, sem út komu í Bókasafni alþýðu mega öll kallast úrvalsrit, hvert á sína vísu, og hin vænlegustu til að auka þroska og fróðleiksfýsn lesendanna. Mestar vinsældir munu þó Þyrnar hafa hlotið, enda voru kvæði Þorsteins orðin allkunnug áður en bókin kom út og höfðu þá þegar eignazt mikinn flokk aðdáenda en einnig harða mótstöðumenn. Nýstárleg-ust íslenzkum lesendum mun þó Uranía hafa verið. Var það býsna djarft af útgefanda að velja hana þegar í byrjun, en eins og þýðandinn, Bjöm Bjarnason frá Viðfirði, kemst að orði „er hitt víst, að fáar bækur munu betur fallnar til að vekja menn úr sinnuleysinu til umhugsunar um lífið og allt það, sem fyrir augu ber í náttúrunni.... Höfundurinn hefur tekið sér til meðferðar þær spurn- ingar, er hljóta að liggja hverjum hugsandi manni í miklu rúmi, þær spurningar sem mannsandinn hefur verið að glíma við frá aldaöðli“. Og í rauninni virðist mér nú, að útgáfa Uraníu hafi verið að nokkru leyti stefnuyfirlýsing útgefanda um, hvað hann vildi færa þjóð sinni af bókmenntum, þ. e. „bækur sem vektu menn úr sinnuleysinu til umhugsunar um lífið“, bækur sem teygðu andlega úr lesendunum. Þá var Grænlandsbók þeirra Finns Jónssonar og Helga Péturssonar ekld síður nýnæmi íslenzkum lesend- um. Nær ekkert hafði verið skrifað þá um Grænland á íslenzka tungu og raunar furðulítið enn þá í öllu því bókaflóði, sem yfir landið dynur. Þættir úr íslendinga sögu eftir Boga Th. Melsted og íslandslýsing Þorvalds Thoroddsens voru hvort tveggja góðar alþýðubækur um land vort og þjóð, og einkum vel til þess fallnar að æra upp löngun lesandans, til að fá að vita meira um þetta efni. Þýddu skáldsögumar voru eftir úrvalshöfunda, enda urðu þær vinsælar. Og loks var það Eiríkur Hansson, sem var fyrsta bók vest- ur-íslenzka rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarna- sonar. Var hann kynntur þjóðinm með þeirri sögu, sem honum hefði vafalaust gengið treglega að koma á fram- færi, ef Bókasafn alþýðu hefði ekki hlaupið þar undir bagga. Þótt ýmislegt megi út á söguna setja, er hún hvort tveggja í senn, skemmtileg aflestrar og merkileg heimild úr lífi og landnámssögu íslendinga í Vestur- heimi. í stuttu máli verður ekki annað sagt en loforð boðs- bréfsins um bókaval væru dyggilega efnd. En þótt vel væri vandað til efnis og höfunda, og það hafi vitanlega verið höfuðmarkmið útgefandans að færa þjóðinni menningarverðmæti, gleymdi hann ekki hin- um ytri búnaði bókanna. Kom honum þar að haldi kunnátta og þekking í iðngrein sinni og sá heilbrigði metnaður, að hefja íslenzka prentlist og bókagerð úr þeirri lægð, sem hún var í. Bókasafn alþýðu var að ytri gerð jafnvel enn meiri nýlunda í íslenzkum bókum en að efni. Pappír var ágætur, prent bæði fagurt að gerð og vandlega af hendi leyst. Bandið glæsilegt, og hér var meira að segja tekið til að skreyta kápurnar með um- gjörð um letrið og sumar þeirra prentaðar í litum. Mun Oddur Björnsson hafa orðið einna fyrstur íslenzkra bókaútgefenda, til þess að skreyta bókakápur að stað- Titilblað af hinu vinseela „Stafrófskveri“ Jónasar frá Hrafnagili. 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.