Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 8
JOCHUM M. EGGERTSSON: „SniIId ber snarpa elda Hrakhólar og höfuðból“ heitir bók, útgefin síðla árs 1959. Höfundur Magnús Björnsson á Syðra-Hóli í Nýja Vindhælishreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Magnús var fæddur á Syðra- Hóli 30. júlí 1889, og hefur því fyllt sjöunda áratug- inn við útkomu þessarar bókar. Nokkrar ævisögur og sagnaþættir hafa komið út í bókarformi á síðasta ári, skemmtilegar og ágætlega meðfarnar að máli og efni, meðal annars „Isold in svarta“, „Fílabeinshöllin", „íslenzkt mannlíf“ „Grafið úr gleymsku“, svo einhverjar séu nefndar. Skal það ekki sagt höfundum þessara ágætu bóka til niðrunar, heldur þeim öllum til þakkar og sóma, að Hrakhólar og höfuðból ber af, að efnismeðferð, máli og stíl, svo að gullvægt má teljast. Ný ritöld er að hefjast á íslandi, stórkostlegri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Þetta er skrumlaus sannleikur. Og það er mikil ánægja og hamingja í því fólgin, að mega segja þetta. Magnús á Syðra-Hóli er ekki langskólagenginn. Hann er gagnfræðingur að mennt, útskrifaður frá Akureyrar- skóla af Stefáni Stefánssyni skólameistara, vorið 1910. Nemendur Stefáns skólameistara, ótrúlega margir, hafa sýnt það í orði og verki, hve undraverður skóla- maður og kennari Stefán hefur verið jafnframt því, að vera einhver allra raunhæfasti vísindamaður á Islandi, fyrr eða síðar, eins og Flóra Islands sýnir bezt og sannar. Ég, er þessar línur rita, þekki Magnús Björnsson á Syðra-Hóli ekkert persónulega og þarf því ekki að hæla honum þess vegna, aldrei séð hann eða talað við hann orð svo ég muni til og ekki séð rithönd hans. En ég hef samt sem áður fylgzt með ritstörfum hans frá því fyrstu ritsmíðar hans birtust fyrir rúmum áratug. Ég sá undir eins, að þessi einyrkjabóndi og kennari, sem orðið hefur að vinna hörðum höndum öll algeng bústörf bóndans, sér og sínum til framdráttar auk þess að vera hlaðinn trúnaðarstörfum fyrir hrepp sinn og sýslu, mundi hafa í blóði og taugum, sál og sinni, óvenjulega fræðimanns- og rithöfundarhæfileika. Ég fann og skildi strax, í fyrstu frásögn hans, þann leynda vaxtarbrodd, er áratug síðar birtist alskapaður í full- komnu meistaraverki. Þau rit Magnúsar, er ég minnist, eru þessi: Húsfrú Þórdís, í Svipum og sögnurn 1948. Sjóslysin miklu á Skagaströnd, í sama. Guðmundur Skagalín og Hjörtur spóalæri, í sama. Hreggviður skáld á Kaldrana, í Hlynum og Hreggviðum 1950. Erfiðar verferðir, í sama. Saga Nikulásar, í Troðningum og tóftarbrotum 1953. Sigurður stóri, í Búsæld og barningi 1955. Hafna- menn á Skaga, í sama. Mannaferðir og fornar slóðir, ritsafn 1957, og lolcs meistaraverkið: Hrakhólar og höfuðból, 1959. Nöfn ritanna eru meistaraverk út af fyrir sig og get- ur vart annað verið, en Magnús hafi sett svip sinn á smíði þeirra. Þetta hefur áunnizt með mikilli ástundun um áratugi. Mörg uppköst, margar endurbætur og hreinskriftir, unz aðeins kjarninn er eftir. — Kjarninn einn, sannur, eldskírður og ódauðlegur. Snilld ber snarpa elda. Það skiptir minnstu máli, hvað sagt er. Hitt skiptir mestu máli, hvernig það er sagt, — hvernig orðunum er raðað í málinu. Sjötugur sendir Magnús frá sér meistaraverk- ið. Hann hefur alla sína lífstíð verið að læra; alla sína lífstíð verið að vaxa og þroskast. Hann hefur liðið og þróazt í samtíð og sögu, hryggzt og glaðzt í kjörum og sýsli liðinna kynslóða jafnt og líðandi stundar. Þetta getur nú svo sem hver og einn sagt sér sjálfur og þykja engar fréttir. En hver heldur bezt á kjarnanum? Ætli það sé ekki sá reynsluríkasti, — sá, sem lengst hefur þraukað og þolað hangandi á lífsins tré, líkt og sjálfur Oðinn alfaðir, er segir í Hávamálum, eftir að hafa æp- andi hangið á hinum illa meiði án matar og drykkjar um eilífð, að honum sjálfum fannst, en loks fallið nið- ur og fundið sjálfan sig og frelsi sitt? „Þá nam ég fræðast og fróður vera, vaxa og vel hafast: Orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks.“ í þessum undanfarandi orðurn Oðins mætast reynslu- vitið og eðlishyggjan og sambönd þeirra: vilji manns- ins og vaxtarþrá, ástin og undur lífsins í heimaofnum serki heimsku og tregðu, dómgreind, nærgætni, samúð og skilningur og áunnið frelsi! Ætli það sé ekki sálin sjálf? Mér virðist Magnús fræðameistari ekki sízt lýsa sjálfum sér og sínum innra manni með sinni hógværu snilldarlýsingu á höfundi Brandstaðaannáls. Dæmi: 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.