Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 15
Hann stökk upp í rúmið. „Svo þú heldur það,“ sagði Singer. „Komdu, Mason." Drengurinn í næsta svefnklefa var á gægjum og kom nú inn. Þeir réðust á Philip og reyndu að svipta ábreiðunni ofan af hon- um, en hann hélt fast á móti. „Því látið þið mig ekki í friði?" hrópaði hann upp. Singer greip bursta og lamdi með honum á fingur Philips, sem voru krepptir um ábreiðuna. Philip hljóðaði. „Því sýnirðu okkur ekki á þér fótinn með góðu?“ „Ég geri það ekki.“ 1 örvilnun sinni kreppti Philip hnefann og sló drenginn, sem var að kvelja hann, en hann stóð illa að vígi og drengurinn náði taki á handleggnum og fór að snúa upp á hann. „ó, æ, gerðu þetta ekki,“ sagði Philip. „Þú ætlar að brjóta á mér handlegginn." „Vertu þá stilltur og komdu með fótinn." Philip gaf frá sér gráthljóð og tók andköf. Drengurinn herti á takinu. Kvölin var óþolandi.“ Úr bókinni Fjötrar 102. LÍF OG LEIKUR skáldrit eftir W. Somerset Maugham. „ W. Somerset Maugham er mikill meistari í skáldsagnagerð, og „Líf og leikur“ er eitt af glæsilegustu og vandgerðustu meistara- verkum hans. . . .“ — Helgi Sæmundsson. „ . . . Það er skemmzt af því að segja, að „Líf og leikur“ er gott og merkilegt skáldrit. . . .“ — Kristmann Guðmundsson. „Þessi saga er ein sú bezta, sem ég hef lesið eftir hinn ágæta höfund W. Somerset Maugham. . . .“ — Guðmund- ur Daníelsson. Bókin er 277 bls. Skúli Bjarkan þýddi. í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00 „ . . . Ég hef veitt því eftirtekt, að ef einhver spyr eftir mér í síma, þegar ég er ekki við, og gerir mér boð um að síma til sín strax og ég komi heim, og að það sé áríðandi, þá er það jafnan meira áríðandi fyrir hann en mig. Þegar ætlunin er að gefa mér gjöf eða gera mér einhvern greiða, geta flestir haldið óþolinmæði sinni í skefjum. Því var það, að þegar ég kom heim til mín, rétt mátulega til að fá mér vínglas og vindling og lesa blaðið mitt, áður en ég færi að búa mig fyrir kvöldverðinn, og fékk þau skilaboð hjá ungfrú Fellows, sem er húsráðandi minn, að herra Alroy Kear bæði mig að hringja til sín tafarlaust, þá hugsaði ég með mér, að óhætt væri að láta óskir hans sem vind um eyrun þjóta." Úr bókinni Lif og leikur A. SVONA VAR ÞAÐ eftir W. Somerset Maugham. Leikvangur þessa verks hins aldna, brezka skáldjöfurs er ítalia á miðöldum. Þar er allt laust í reipunum, svipað og hér á Sturlungaöld, orð og eiðar rofnir, bál og brandur geisar um héruð, en glæsilegir, siðvana höfðingjar koma og hverfa eins og vígahnettir. Sagan lýsir viðskiptum þessara manna, ást- um þeirra og ævintýrum, baráttu og brögðum. Margt óvænt gerist í henni eins og í öðrum sögum höfundar, og ekki bregzt honum nú, fremur en venjulega, bogalistin mikla, að láta lesandanum aldrei leiðast, enda munu nú örfáir skáldsagnahöfundar í heimi eiga slíkum vinsældum og frægð að fagna og Somerset Maugham. Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari, íslenzkaði. — Bókin er 281 bls. í lausasölu kr. 35.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 25.00 „ . . . Piero og þjónarnir biðu eftir honum. Strætin voru myrk og mannauð. Dauðir menn, flestir allsnaktir, lágu enn hér og þar, og í gálgunum á aðaltorginu dingluðtt lík af ránsmönnum, öðrum til viðvörunar. Þeir héldu til gistihússins. Rammger hurð- in var harðlæst, og slagbröndum skotið fyrir hana. Er þeir börðu að dyrum, voru þeir athugaðir gegnum útsýnisaugað, og þeim síðan hleypt inn. Nóttin var nöpur og hráslagaleg, og Machia- velli naut þess að orna sér í eldhúsinu. Sumir gestanna sátu enn að drykkju, aðrir léku að teningum eða spiluðu, nokkrir voru sofnaðir á bekkjum og á gólfinu. Gestgjafinn breiddi ábreiðu á gólfið í hjónaherberginu. Áttu Machiavelli og Piero að hafast við á henni um nóttina. Var hún rétt fyrir framan rúmið, en í því voru kona hans og börn og þegar x fasta svefni. Þeir lögðust niður hlið við hlið og sveipuðu um sig kápunum. Piero var uppgefinn eftir reiðina frá Fano um morguninn, æsandi viðburði dagsins og biðina í höllinni og féll þegar í svefn. En Machiavelli var varnað að sofa. Hann hafði um of mikið að hugsa." Úr bókinni Svona var það (9. MARY ANNE eftir Daphne du Maurier. Hin heimsfræga skáldkona og höfundur ,,Rebekku“ segir hér ævisögu langa-langömmu sinnar í skáldsögu formi. í lausasölu kr. 115.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 80.00 „ . . . Á fimmtudag lagði Wardle ofursti til „að frú Mary Anne Clarke yrði kölluð fyrir.“ Samkvæmt þessu var skipað, að hún skyldi kölluð inn, en nokkur töf varð, áður en hún kæmi. Þegar hún kom, virtist hún leið, og menn kölluðu: „Stól, stól,“ þar eð þingmenn gerðu ráð fyrir, að hún væri ekki frísk. Hún settist þó ekki, heldur horfði til bekkja stjórnarflokksins og sagði: „Ég var freklega móðguð, er ég kom hingað. Það var ómögulegt að komast út úr vagninum fyrir fólki, sem lagðist á gluggana, og sendimaðurinn gat ekki verndað mig. Ég sendi eftir forseta deildarinnar til að fylgja mér inn í forsalinn. Af því stafar töfin.“ Úr bókinni Mary Anne 31. FÓRN SNILLINGSINS eftir A. J. Cronin. Ein af nýjustu skáldsögum hins heims- fræga læknis og rithöfundar. í lausasölu kr. 140.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 100.00 „ . . . Ekkert var jafn unaðslegt, hugsaði Stefán, sem að sjá aftur fornar og kærar stöðvar, þá sýnast þær fegurri en nokkru sinni fyrr. Hann lá endilangur á bakka Chillinghamsvatnsins með veiðistöngina hjá sér og horfði á Davíð, sem var að veiðum. Himinninn var heiður og blár, villt blóm hvarvetna og trén í fullum skrúða. Dúfumar flögruðu um og í fjarska heyrði hann klakið í hænunum. Hann gat naumast áttað sig á því, að hann hefði verið heima í fjórtán daga. Frá þeirri stundu, að Davíð og Karólína höfðu tekið á móti honum á Halborough-stöðinni, hafði allt leikið í lyndi. Já, það var unaðslegt að vera heima, ef þau aðeins hættu því að umgangast hann eins og hinn glataða son, sem nú hafði hlotið fyrirgefningu, en þurfti umfram allt á nærgætni að halda. Morgunverðurinn var færður honum í rúmið, unz hann and- mæld því, og kvaðst heldur vilja klæða sig og drekka kaffið með Davíð. Uppáhaldsréttir hans á hverjum degi og allt á fleygiferð i eldhúsinu. Sífelldar skemmtiferðir og öllum óskum hans full- nægt. Það duldist ekki, að öll fjölskyldan var einhuga í þessu björgunarstarfi sínu.“ Úr bókinni Fórn snillingsins 24. SUMARÁST (BONJOUR TRISTESSE) eftir Frangoise Sagan. Fyrsta bók skáldkonunnar, sem gerði hana á svipstundu heimsfræga, þá aðeins 18 ára gamla. Bókin hlaut gagnrýnendaverðlaunin frönsku, Grand prix de critiques, og hefur selzt í milljónum ein- taka víðs vegar um heim síðan hún kom út. Bókin er 160 bls. Guðni Guðmundsson, menntaskóla- kennari, þýddi. I lausasölu kr. 78.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00 Heima er bezt 339

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.